Morgunblaðið - 15.03.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.03.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tæpur helmingur nýrra íbúða í Bríetartúni 9-11 er þegar frátekinn. Íbúðaturninn fór í formlega sölu á mánudaginn var. Stefnt er að af- hendingu íbúða í janúar til mars. Samkvæmt söluvef Höfðatorgs eru 40 íbúðir fráteknar og tvær seldar. Alls 94 íbúðir eru í húsinu. Til dæmis eru allar íbúðir á fyrstu hæð fráteknar en þeim fylgir gistileyfi. Þá eru íbúðir númer 1-5 á hæðum 2 til 7 fráteknar, ásamt því sem öll 8. hæðin er frátekin. Þar eru fjórar íbúðir. Ásett verð íbúðanna er 40,9 til 195 milljónir. Þakíbúð á 12. hæð er undanskilin en hún er frátek- in fyrir stjórnarformann Eyktar. Miðað við verð tveggja íbúða á 11. hæð er markaðsverð þakíbúðarinnar 300-400 milljónir. Seldir eru bíl- skúrar í bílakjallara. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa fjárfestar tekið frá margar íbúðir í turninum. Horft er til mögu- legrar skammtímaleigu. Tæpur helmingur íbúða í nýjum turni frátekinn Teikning/PKdM Arkitektar Höfðatorg Listaverk munu prýða opið torg við íbúðaturninn.  Ásókn í íbúðir í Bríetartúninu Beint upp á 12. hæð » Íbúar í turninum munu geta tryggt sér afnot af bíla- stæði í kjallara gegn gjaldi. Það verður um 9.900 kr. á mánuði. » Íbúar í þakíbúð á 12. hæð munu hafa forgang í lyftu. Hún stoppar þá ekki á leið- inni upp og niður turninn. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Nemendur í 9. bekk fá val um hvort þeir vilji þreyta samræmd könnunarpróf í ensku og íslensku að nýju, samkvæmt ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menn- ingarmálaráðherra. Grunnskólalög heimila undanþágu frá prófskyldu samræmdra prófa ef aðstæður bjóða. Skólastjórnendur fá val um hvort nemendur þreyta prófin að vori eða hausti en geta hins vegar ekki tekið ákvörðun um að halda ekki prófin. „Nei, þeir geta það ekki, það er lagaleg skylda á skól- unum að halda þessi próf og við viljum gera það í góðri samvinnu við skólana,“ segir Lilja. Þeir nemendur sem luku próf- unum í liðinni viku fá afhentar niðurstöður úr þeim. „Það má ekki gleyma því að það er hópur sem náði að klára prófin og óskar eftir þessari endurgjöf og hefur lagt áherslu á það. Við vorum með nemendur frá ungmennaráði á fundi sem höfðu áhuga á því þar sem það gekk vel hjá þeim að fara í prófin. Svo á það eftir að koma í ljós hvernig það verður. Við erum líka að veita skólum ákveðið svig- rúm,“ segir Lilja. Öllum býðst því að taka ákvörðun um að þreyta sambærileg könnunarpróf að nýju burtséð frá gengi í fyrri prófum, enda er það lögbundin skylda menntamálayfirvalda að bjóða nemendum mat á námsstöðu sinni. Þeir nemendur sem kjósa, að höfðu samráði við forráðamenn, að taka ekki umrædd próf aftur verða leystir undan prófskyldu. Lilja segir að Menntamálastofnun muni búa til ný próf sem verði þó sam- bærileg en mismunandi próf verða lögð fyrir að vori og hausti. Skoða framtíðarfyrirkomulag Meirihluti skóla- og frístunda- ráðs Reykjavíkur lagði fram til- lögu um að fyrirkomulag sam- ræmdra prófa yrði tekið til endurskoðunar og að sett yrði í gang vinna við að endurmeta gildi og gagnsemi samræmdra prófa í grunnskólum Reykjavíkur. Þar yrði skoðað hvort tilefni væri til að leggja samræmdu prófin af og nýta önnur próf og skimanir til að þjóna sambærilegum markmiðum. Spurð hvort leggja eigi samræmd könnunarpróf af segir Lilja að ákveðið hafi verið á fundi í ráðu- neytinu í gær að setja af stað starfshóp til að ákveða framtíðar- stefnu prófanna. Morgunblaðið/Eyþór Samræmd próf Tæknilegir örðugleikar ollu vandræðum við próftöku fjölda nemenda í samræmdu prófunum í ár. Valið um endurtekt í höndum nemenda  Ný samræmd könnunarpróf haldin að vori og hausti Bandaríska fyrirtækið Assess- ment Systems, þjónustuaðili prófakerfis fyrir Menntamála- stofnun, hefur fengið greiddar tæpar 24 milljónir frá stofnun- inni á árunum 2016 til 2018. Fyrirtækið hefur viðurkennt ábyrgð á mistökunum sem urðu við framkvæmd samræmdu prófanna í síðustu viku. Þegar Morgunblaðið spurðist fyrir um það hjá Menntamálastofnun hvort um endurgreiðslu yrði að ræða eða lækkuð gjöld vegna mistakanna var því svarað að eftir væri að fara yfir sam- komulagið við fyrirtækið með til- liti til samnings og mögulegrar endurgreiðslu. Utanaðkomandi ráðgjafar hafa verið fengnir til að fara yfir framkvæmdina og á Menntamálastofnun von á að niðurstöðum verði skilað eins fljótt og auðið er. 24 milljónir fyrir prófin BANDARÍSKT FYRIRTÆKI SÁ UM FRAMKVÆMDINA Rafvirkjar LED lampar Jóhann Ólafsson & Co. Krókháls 3, 110 Reykjavík 533 1900 lassnis Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráð- herra, segja að ríkisstjórnin stefni að skattalækkunum, ekki skatta- hækkunum. Bjarni sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að fyrirsögn fréttar á forsíðu Morgunblaðsins í gær „Skattahækkanir til skoðunar“ væri „einfaldlega röng“. „Eftir lestur bæði á fréttinni og ítarlegri frétt um sama mál á blaðsíðu 4, fæ ég ekki séð að forsætisráðherra hafi nokk- urs staðar boðað skattahækkanir í þessu fréttaviðtali,“ sagði Bjarni. Lækkun forgagnsmál „Ríkisstjórnin er með það á stefnuskrá sinni að lækka skatt- byrðina. Við höfum rætt um lækkun tekjuskatts í neðra skattþrepinu og við höfum sömuleiðis talað um lækk- un tryggingagjalds sem forgangs- mál,“ sagði Bjarni, „og yfirlýsingin sem gefin var um daginn til aðila vinnumarkaðarins er fyrst og fremst yfirlýsing um að við útfærslu á þessum skattalækkunum, sérstak- lega í samhengi við bótakerfin, þá viljum við eiga samtal við vinnu- markaðinn.“ Óbreytt áform um lækkanir Sigurður Ingi sagði í gær að ríkis- stjórnin hefði í stjórnarsáttmálanum kynnt ákveðin áform um skatta- lækkanir og þau áform hefðu ekkert breyst. Það ætti við um lækkun á neðra skattþrepi tekjuskattsins og lækkun tryggingagjalds. Um þetta væru allir oddvitar ríkisstjórnarinn- ar sammála. „Hækkun á fjármagnstekjuskatti er komin til framkvæmda, en stofn hans og útfærsla verða endurskoð- uð, og vissulega er verið að hækka kolefnisgjöldin, sem eru jú grænir skattar,“ sagði Sigurður Ingi. Skattalækkanir, ekki hækkanir  Segja forsætisráðherra ekki hafa boðað skattahækkanir í fréttaviðtali Bjarni Benediktsson Sigurður Ingi Jóhannsson Á forsíðu Morgunblaðsins í gær var fyrirsögn þess efnis að skattahækk- anir væru til skoðunar hjá ríkis- stjórninni. Rætt var við Katrínu Jakobs- dóttur forsætis- ráðherra sem boðaði aðgerðir í þágu tekjulægri hópa. Tilefni við- talsins voru yf- irlýsingar Ragn- ars Þórs Ingólfs- sonar, formanns VR, um að kraf- ist verði breytinga á skatta- og hús- næðislánakerfinu í komandi kjara- samningum. Annars verði látið sverfa til stáls. Ræddi ekki um skattahækkanir Katrín segir fyrirsögn fréttar- innar hafa verið ranga, enda hafi ekki komið fram í máli hennar að skattahækkanir séu í skoðun. „Ég ítreka það sem kom fram í mínu máli í gær [í fyrradag]. Við settum fram yfirlýsingu í tengslum við atkvæðagreiðslu sem fram fór hjá ASÍ um uppsögn kjarasamn- inga. Þar gáfum við út að við vild- um endurskoða skattkerfið, með áherslu á lækkun skattbyrði í þágu tekjulægri hópa. Þar myndum við skoða fyrirkomulag persónu- afsláttar og samspil við bótakerfin. Markmiðið væri að styðja við tekju- lægri hópana. Í tengslum við þetta eru ekki fyrirhugaðar neinar skattahækkanir en auðvitað gefum við okkur ekkert um niðurstöðu vinnunnar,“ segir Katrín. Spurð hvernig aðgerðir í þágu tekjulágra verði fjármagnaðar seg- ir Katrín ótímabært að ræða það. Viðræðurnar séu enda ekki hafnar. baldura@mbl.is Fyrirhuga ekki skattahækkanir Katrín Jakobsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.