Morgunblaðið - 15.03.2018, Qupperneq 20
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Á yfistandandi þingi, 148. löggjafar-
þinginu, hafa þingmenn lagt fram 283
fyrirspurnir. Einn þingmaður hefur
algjöra sérstöðu, Björn Leví Gunn-
arsson, þingmaður Pírata, en hann
hefur lagt fram 72 fyrirspurnir, eða
fjórðung allra fyrirspurna. Næstur
honum kemur Þorsteinn Sæmunds-
son, þingmaður Miðflokksins, sem
lagt hefur fram 17 fyrirspurnir. Þór-
arinn Ingi Pétursson, varaþingmaður
Framsóknarflokksins, lagði fram 12
fyrirspurnir þann stutta tíma sem
hann sat á Alþingi.
Fyrirspurnir eru ýmist bornar
fram á þingskjölum, annaðhvort til
skriflegs eða munnlegs svars, eða
munnlega til ráðherra í óundirbúnum
fyrirspurnatíma. Langflestar fyrir-
spurnir eru til ráðherra en einnig
hafa verið lagðar fram nokkrar fyrir-
spurnir til forseta Alþingis.
Fyrirspurnir í lög árið 1947
Fyrirspurnir til ráðherra eiga sér
langa sögu á Alþingi. Þær voru tekn-
ar inn í lögum nr. 22/1947, en áður
hafði verið ákvæði um skýrslubeiðnir
þingmanna til ráðherra. Í lögunum
eru engar takmarkanir á því hve
margar fyrirspurnir einstakir þing-
menn geta lagt fram.
Fyrirspurnum hefur farið fjölg-
andi. Á 146. löggjararþinginu, árin
2016 til 2017, voru þannig lagðar
fram alls 405 fyrirspurnir.
Þegar fyrirspurnir Björns Leví
Gunnarssonar á yfirstandandi þingi
eru skoðaðar kennir margra grasa.
Margar þeirra eru raðfyrirspyrnir,
þ.e. þær eru lagðar fyrir alla ráð-
herra ríkisstjórnarinnar. Dæmi um
slíkar spurningar eru: Ferðakostn-
aður og dagpeningar ráðherra og
ráðuneytisstjóra. Ráðherrabílar og
bílstjórar. Ráðningar ráðherrabíl-
stjóra. Störf þingmanna á vegum
framkvæmdavaldsins.
Spurningar Björns Leví eru marg-
ar hverjar mjög umfangsmiklar og ná
mörg ár aftur í tímann. Hér skal tek-
ið eitt dæmi.
Fyrirspurn til allra ráðherra um
ferðakostnað og dagpeninga ráð-
herra og ráðuneytisstjóra:
1. Hver var frá árinu 2006 árlegur
fjöldi ferða ráðherra annars vegar og
hins vegar ráðuneytisstjóra til út-
landa vegna starfa á vegum ráðu-
neytisins? 2. Hve háar voru árlegar
greiðslur dagpeninga hvors um sig
vegna þessara ferða? 3. Hversu oft á
hverju ári fengu ráðherra og ráðu-
neytisstjóri 1/3 hluta dagpeninga og
hve oft 2/3 hluta? 4. Hverjar voru ár-
legar fjárhæðir, skipt á ráðherra og
ráðuneytisstjóra, vegna hótelgist-
ingar þeirra annars vegar og hins
vegar annars ferðakostnaðar? 5. Í
hversu mörgum tilfellum hvert þess-
ara ára var ráðherra eða ráðuneyt-
isstjóra ekið út á flugvöll í bifreiðum
ráðuneytisins og í hve mörgum til-
fellum endurgreiddu þeir þann hluta
dagpeninga sem ætlaður er til að
standa undir þeim hluta ferðakostn-
aðarins? 6. Hversu oft og hve háar
voru árlegar endurgreiðslur ráðherra
og ráðuneytisstjóra vegna styrkja og
hvers konar hlunninda sem þeir nutu
erlendis og eiga samkvæmt reglum
ferðakostnaðarnefndar að koma til
frádráttar almennum dagpeninga-
greiðslum?
Spyr um nöfn sveitarfélaga
Fyrirspurn á þingskjali 372-270.
mál vekur athygli. Hún er svona:
1. Hvert er opinbert nafn sveitar-
félagsins þar sem höfuðborg Íslands
er staðsett? 2. Hvert er nafn samein-
aðs sveitarfélags Grímseyjar, Hrís-
eyjar og Akureyrar? 3. Hvert er nafn
sameinaðs sveitarfélags Norðfjarðar,
Mjóafjarðar, Eskifjarðar, Reyðar-
fjarðar, Fáskrúðsfjarðar og Stöðvar-
fjarðar?
Flestum fyrirspurnum Björns
Leví er ósvarað. Öðrum hefur verið
svarað, t.d. fyrirspurn til forseta Al-
þingis um aksturskostnað alþingis-
manna. Óhætt er að segja að það svar
hafi verið mikið fréttaefni og leitt til
stóraukinnar upplýsingagjafar af
hálfu Alþingis.
Hefur lagt fram 72 fyrirspurnir
Á yfirstandandi þingi hafa verið lagðar fram 283 fyrirspurnir Píratinn Björn Leví Gunnarsson
er ötulastur þingmanna með 72 fyrirspurnir Í lögum er enginn kvóti á fyrirspurnir til ráðherra
Morgunblaðið/Eggert
Fyrirspurnakóngur Björn Leví í ræðustól Alþingis. Spurning hans um aksturskostnað þingmanna dró dilk á eftir sér.
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018
Morgunblaðið lagði þrjár spurningar fyrir Björn Leví
Gunnarsson. Hann svaraði þeim skriflega.
– Hver er ástæðan fyrir því að þú leggur fram allar
þessar fyrirspurnir?
„Markmiðið er ekki að leggja fram margar fyrirspurnir.
Að auki eru margföldunaráhrif á fyrirspurnum sem bein-
ast að öllum ráðherrum í stað þess að geta bara spurt
td. forsætisráðherra sem safnar þá saman svörum frá
öllum.“
– Hefur þú hugmynd um hve mikil vinna fer í að svara
öllum þessum fyrirspurnum?
„Já, en á sama tíma ætti að vera hægt að fletta upp á
svörunum við mörgum af þessum spurningum (leigu-
kostnaður, dagpeningar, ferðir ráðherra, starfskostn-
aður).“
– Hvers vegna lagðir þú fram fyrirspurn um nöfn
sveitarfélaga, þingskjal 372-270. mál, þegar svarið liggur
í augum uppi?
„Þessari fyrirspurn var skipt í tvennt í yfirlestri þings-
ins þannig að samhengið glatast aðeins. Þetta var hluti
af fyrirspurn um skráningu á fæðingarstað barna. Ég er
með dæmi um ósamræmi og langar til þess að vita hvort
það ósamræmi heldur í svari ráðherra. Annars hefði
þetta verið fyrirspurn til upplýsingasviðs bara.“
Margföldunaráhrif eru á fyrirspurnum
EKKI MARKMIÐ AÐ LEGGJA FRAM MARGAR FYRIRSPURNIR, SEGIR BJÖRN LEVÍ GUNNARSSON
Eftirfarandi fyrirspurn beindi
Björn Leví Gunnarsson til Stein-
gríms J. Sigfússonar, forseta Al-
þingis. Henni er ósvarað:
1. Er akstursbók í bifreiðum Al-
þingis og er hver bók fyllt ná-
kvæmlega út þannig að gerð sé
grein fyrir öllum aksturserindum?
2. Er akstursbók í viðhafnar-
bifreið Alþingis, er hún fyllt ná-
kvæmlega út og er gerð skil-
merkileg grein fyrir öllum
aksturserindum?
3. Fylgist innra eftirlit Alþingis
með því hvort forsetar Alþingis
nota bifreiðar þingsins sem þing-
menn kjördæma eða eingöngu
vegna erinda sem þeim eru falin
sem forsetar þingsins? Óskað er
eftir að gerð verði grein fyrir notk-
un bifreiðanna í þessu tilliti frá
árinu 2006.
4. Eru bifreiðar Alþingis notaðar
til að aka forseta Alþingis út á
flugvöll og sækja hann þegar hann
fer til útlanda á vegum Alþingis?
Ef svo er, endurgreiðir forseti Al-
þingis þann hluta dagpeninga sem
ætlaður er til að greiða fyrir þenn-
an kostnað? Óskað er eftir árlegu
yfirliti frá árinu 2006 þar sem gerð
er grein fyrir endurgreiðslunum.
5. Hefur for-
setum Alþingis
verið reiknað
hlunnindamat
vegna notkunar
bifreiða Alþing-
is frá árinu
2006? Hefur
einhvern tíma
komið upp sú
staða að slíkt
hlunnindamat
þurfi að reikna?
6. Hafa styrkir og hvers konar
hlunnindi varðandi gistingu og
fæði, sem forseti Alþingis nýtur
meðan á dvöl hans erlendis stend-
ur, komið til frádráttar almennum
dagpeningagreiðslum eftir því sem
við á? Óskað er eftir árlegu yfirliti,
sem sýnir fjölda ferða forseta Al-
þingis frá árinu 2006, árlegar heild-
ardagpeningagreiðslur og árlegar
endurgreiðslur dagpeninga vegna
fyrrgreinds, og yfirliti yfir annan
ferðakostnað sem greiddur hefur
verið á sama tíma.
7. Ef fyrrgreindur hluti dagpen-
inga hefur ekki verið endur-
greiddur, hvers vegna hefur það
ekki verið gert?
Skriflegt svar óskast.
Spyr um hlunnindi
og akstur forseta
Ítarleg fyrirspurn til forseta Alþingis
Steingrímur J.
Sigfússon
Sundföt
2018
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena
undirfataverslun • Næg bílastæði