Morgunblaðið - 15.03.2018, Page 22

Morgunblaðið - 15.03.2018, Page 22
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Reykjavík Konsúlat-hótelið í Hafnar- stræti verður opnað formlega síðdegis í dag. Það er hluti af Curio Collection, alþjóðlegri keðju í eigu Hilton- hótelanna. Hildur Ómarsdóttir, forstöðumaður þróunar- og markaðssviðs Icelandair hótela, segir Curio Collection vera al- þjóðlega keðju einstakra hótela með sögulega skírskotun. Hið sögufræga hús Thomsen-fjölskyldunnar falli vel undir þá skilgreiningu. Ditlev Thom- sen var frumkvöðull í verslun og inn- flutningi á 19. öld og settu hann og fjöl- skylda hans svip á borgina. Tóku á móti erlendum gestum „Nafn hótelsins er dregið af því að Ditlev Thomsen yngri var konsúll fyrir Þýskaland með aðsetur á sama stað og hótelið. Hlutverk konsúls var meðal annars að taka á móti erlendum gest- um, Þjóðverjum sem öðrum. Þá ekki síst gestum á vegum Danakonungs. Konsúllinn var einnig umsvifamikill í inn- og útflutningi og stóð fyrir ýmsu frumkvöðulsstarfi sem getið er um í sögubókum. Til dæmis stofnaði Ditlev yngri hér ferðaþjónustu og flutti inn fyrsta bílinn til Íslands og gerði hann út fyrir ferðamenn. Bíllinn var einkum notaður í dagsferðir. Við höfum í sam- vinnu við Guðjón Friðriksson sagn- fræðing safnað þessari sögu saman og gerum henni skil uppi um alla veggi. Við gefum jafnframt út blað fyrir gesti þar sem við útskýrum þessa sögu og hugmyndafræðina á bak við hótelið.“ Svítan tileinkuð Ágústu Hildur sýndi blaðamanni og ljós- myndara Morgunblaðsins nokkur her- bergin. Á einu þeirra var einmitt mynd af bílnum sem Ditlev Thomsen yngri flutti til landsins árið 1904. Ann- að herbergi, svíta á þriðju hæð, er til- einkað minningu Ágústu, konu Dit- levs. Á göngum hótelins má sjá ýmsa muni sem fanga andblæ liðins tíma. Minna þeir á verslunarhús fjölskyld- unnar, Thomsens-magasín. Á hótelinu er gangur sem er í sömu stefnu og kolabrautin var á sínum tíma. Með svona skírskotunum fá gestir tilfinn- ingu fyrir sögunni. Á hótelinu eru 50 herbergi. Þau eru af ýmsum stærðum, allt frá smærri herbergjum yfir í rúmgóðar svítur. THG arkitektar teiknuðu húsið. Freyr Frostason hannaði húsið en Paolo Gianfrancesco fór fyrir innan- hússhönnun. Á hótelinu er veitingastaðurinn GOTT. Hjónin Sigurður Gíslason og Berglind Sigmarsdóttir sjá um rekst- urinn. Þau hafa rekið stað með sama nafni í Vestmannaeyjum. Listmunir í eigu Icelandair prýða veggi og valdi listamaðurinn Birgir Snæbjörn Birgisson munina. Baðhús er í kjallara hótelsins með gufubaði og æfingasal. Hildur segir hótel í þessum gæða- flokki laða nýjan hóp gesta til landsins. Það líti mjög vel út með bókanir. Að sögn Hildar verður fyrirhugað Icelandair hótel við Austurvöll sömu- leiðis hluti af Curio Collection. „Það er skýr stefna Icelandair hót- ela að byggja upp aukin gæði í ferða- þjónustu til framtíðar. Bæði hótelin eru liður í því verkefni. Við leggjum metnað í að vanda til verka, gera sögu- legum heimildum og húsakynnum hátt undir höfði. En líkt og konsúllinn á sín- um tíma viljum við einnig marka okk- ar spor í sögu Reykjavíkur, innleiða nýjungar og úrbætur í gistingu og veitingaþjónustu og skapa hér aukið virði til handa þeim sem hér búa og starfa,“ segir Hildur. Ný götumynd Reykjavík Konsúlat-hótelið í Hafnarstræti. Gamla Reykjavík Thomsens Magasín var stórverslun. Nýtt glæsihótel í Hafnarstræti  Reykjavík Konsúlat-hótel vígt í dag  50 herbergi og baðhús í kjallaranum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hönnun Við móttökuna er setustofa og bar. Nýja hótelið og Hafnartorgið norðan við það breyta ásýnd svæðisins. Við arininn Fjöldi listaverka prýðir hótelið, meðal annars eftir Erró. Með veggfóðri Herbergin eru í ýmsum stærðarflokkum. Ljósmynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Birt með leyfi 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 TILBOÐS- DAGAR Vertu velkomin í sjónmælingu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.