Morgunblaðið - 15.03.2018, Page 32

Morgunblaðið - 15.03.2018, Page 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Hugmyndin er að vekja fólk til umhugsunar en ekki að kveða upp dóma,“ segir Garðar Snæbjörns- son arkitekt sem á þriðjudaginn opnaði litla sýningu í anddyri Þjóðminjasafnsins á eigin teikn- ingum af nokkrum áberandi bygg- ingum í Reykjavík sem breytt hef- ur verið á undanförnum árum, sumum svo að þær hafa alveg glatað upprunalegri mynd sinni. Sýningin er liður í Hönnunarmars og stendur fram á sunnudag. Teikningar Garðars sýna bygg- ingarnar annars vegar eins og þær litu út upphaflega og hins vegar eins og þær líta út í dag. Húsin sem hann hefur valið eru módernísk stórhýsi frá sjötta, sjö- unda og áttunda áratug síðustu aldar. „Þessi hús eru eitt af ein- kennum Reykjavíkur enda var mikil uppbygging á þessu tíma- bili,“ segir Garðar. „Nú, um 40 til 50 árum síðar, hafa mög þeirra gengið í gegnum miklar viðgerðir og breytingar.“ Sýningargestir dæmi sjálfir „Ég hef lagt jafn mikla alúð í teikningarnar af byggingunum eins og þær voru í upphafi og eins og þær eru núna. Ég læt sýning- argesti um að dæma hvort vel hef- ur tekist til,“ segir Garðar. Sjálfur er hann þeirrar skoðunar að stundum hafi breytingarnar heppnast, en í öðrum tilvikum vakni spurningar um hvort ekki hafi verið gengið of langt. Dæmi er um byggingar sem ekki þekkj- ast lengur eins og þær voru upp- runalega eins og húsið nr. 9 við Aðalstræti sem hækkað var um þrjár hæðir. „Stundum velti ég því hreinlega fyrir mér hvað menn hafi verið að spá. Þá sé ég ekki hver hugsunin hefur verið í þeim breytingum sem gerðar hafa ver- ið,“ segir Garðar. Hann veltir fyr- ir sér hvort yngri kynslóð arki- tekta hafi önnur viðhorf til módernískra bygginga í höfuð- borginni en sú eldri; tengi ekki við þær eins og sú eldri, upplifi ekki gildi þeirra fyrir borgarlandslagið. Ekki nýtt að húsum sé breytt „Við arkitektar höfum tilhneig- ingu til að setja fingraför okkar á allar þær byggingar sem okkur er falið að lagfæra eða breyta Ekki hafa allar breytingarnar verið gerðar af jafn mikilli virðingu fyr- ir höfundarverki upprunalegu hönnuðanna,“ segir Garðar. Hann segir að stundum þegar arkitektar eru fallnir frá séu engir sem láti sig varða höfundarrétt þeirra og sæmdarrétt. Dæmi séu um að fall- ist sé á róttækar breytingar á eldri byggingum frumkvöðla mód- ernismans í íslenskum arkitektúr án mikillar umhugsunar og at- hugasemda. Um þetta hafi verið talsverð rætt í stéttinni, en sitt sýnist hverjum. Garðar segir að það sé ekkert nýtt að gömlum byggingum í Reykjavík og annars staðar á landinu sé breytt. Á sínum tíma hafi það verið alsiða að gerbreyta útliti gömlu timbur- og bárujárns- húsanna með því að „augnstinga“ þau, þ.e. breyta gluggaumbúnað- inum til einfaldari háttar, eða „forskala“, þ.e. múrhúða þau. Á síðustu áratugum hafi menn verið að vinda ofan af þessum breyt- ingum með ærinni fyrirhöfn og til- kostnaði. Garðar veltir því fyrir sér hvort hið sama verði raunin með breytingarnar á módernísku stórbyggingum að undanförnu; að eftir nokkur ár vilji menn snúa þeim í upprunalega mynd. „Byggingar frá þessu tímabili voru oftast í mjög úthugsuðum lit- Er borgin okkar að verða litlaus?  Sýning á umbreytingu áberandi húsa í borginni frá skeiði módernismans í tilefni Hönnunarmars  Garðar Snæbjörnsson arkitekt kveðst vilja vekja fólk til umhugsunar en ekki kveða upp dóma Teikning/Garðar Snæbjörnsson. Skaftahlíð 24 Tekið í notkun 1959. Þá voru þarna nokkrar verslanir og veitingastaðurinn Lídó. Undanfarin ár hafa 365 miðlar verið þar til húsa. Suðurlandsbraut 6. Tekið í notkun 1962. Byggingarvöruversl- unin Þ. Þorgrímsson var upphaflega í húsinu ásamt skrifstofum. hafðu það notalegt handklæðaofnum Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidjan.is - sími 577 5177 Eigum úrval af Leitar þú að traustu Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is ALHLIÐA BÍLAVIÐGERÐIR < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA Lífslíkur bílsins margfaldast ef hugað er reglulega að smurningu.ENGAR tímapantanir MÓTORSTILLING fylgir fyrirmælum bílaframleiðanda um skipti á olíum og síum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.