Morgunblaðið - 15.03.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.03.2018, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Hugmyndin er að vekja fólk til umhugsunar en ekki að kveða upp dóma,“ segir Garðar Snæbjörns- son arkitekt sem á þriðjudaginn opnaði litla sýningu í anddyri Þjóðminjasafnsins á eigin teikn- ingum af nokkrum áberandi bygg- ingum í Reykjavík sem breytt hef- ur verið á undanförnum árum, sumum svo að þær hafa alveg glatað upprunalegri mynd sinni. Sýningin er liður í Hönnunarmars og stendur fram á sunnudag. Teikningar Garðars sýna bygg- ingarnar annars vegar eins og þær litu út upphaflega og hins vegar eins og þær líta út í dag. Húsin sem hann hefur valið eru módernísk stórhýsi frá sjötta, sjö- unda og áttunda áratug síðustu aldar. „Þessi hús eru eitt af ein- kennum Reykjavíkur enda var mikil uppbygging á þessu tíma- bili,“ segir Garðar. „Nú, um 40 til 50 árum síðar, hafa mög þeirra gengið í gegnum miklar viðgerðir og breytingar.“ Sýningargestir dæmi sjálfir „Ég hef lagt jafn mikla alúð í teikningarnar af byggingunum eins og þær voru í upphafi og eins og þær eru núna. Ég læt sýning- argesti um að dæma hvort vel hef- ur tekist til,“ segir Garðar. Sjálfur er hann þeirrar skoðunar að stundum hafi breytingarnar heppnast, en í öðrum tilvikum vakni spurningar um hvort ekki hafi verið gengið of langt. Dæmi er um byggingar sem ekki þekkj- ast lengur eins og þær voru upp- runalega eins og húsið nr. 9 við Aðalstræti sem hækkað var um þrjár hæðir. „Stundum velti ég því hreinlega fyrir mér hvað menn hafi verið að spá. Þá sé ég ekki hver hugsunin hefur verið í þeim breytingum sem gerðar hafa ver- ið,“ segir Garðar. Hann veltir fyr- ir sér hvort yngri kynslóð arki- tekta hafi önnur viðhorf til módernískra bygginga í höfuð- borginni en sú eldri; tengi ekki við þær eins og sú eldri, upplifi ekki gildi þeirra fyrir borgarlandslagið. Ekki nýtt að húsum sé breytt „Við arkitektar höfum tilhneig- ingu til að setja fingraför okkar á allar þær byggingar sem okkur er falið að lagfæra eða breyta Ekki hafa allar breytingarnar verið gerðar af jafn mikilli virðingu fyr- ir höfundarverki upprunalegu hönnuðanna,“ segir Garðar. Hann segir að stundum þegar arkitektar eru fallnir frá séu engir sem láti sig varða höfundarrétt þeirra og sæmdarrétt. Dæmi séu um að fall- ist sé á róttækar breytingar á eldri byggingum frumkvöðla mód- ernismans í íslenskum arkitektúr án mikillar umhugsunar og at- hugasemda. Um þetta hafi verið talsverð rætt í stéttinni, en sitt sýnist hverjum. Garðar segir að það sé ekkert nýtt að gömlum byggingum í Reykjavík og annars staðar á landinu sé breytt. Á sínum tíma hafi það verið alsiða að gerbreyta útliti gömlu timbur- og bárujárns- húsanna með því að „augnstinga“ þau, þ.e. breyta gluggaumbúnað- inum til einfaldari háttar, eða „forskala“, þ.e. múrhúða þau. Á síðustu áratugum hafi menn verið að vinda ofan af þessum breyt- ingum með ærinni fyrirhöfn og til- kostnaði. Garðar veltir því fyrir sér hvort hið sama verði raunin með breytingarnar á módernísku stórbyggingum að undanförnu; að eftir nokkur ár vilji menn snúa þeim í upprunalega mynd. „Byggingar frá þessu tímabili voru oftast í mjög úthugsuðum lit- Er borgin okkar að verða litlaus?  Sýning á umbreytingu áberandi húsa í borginni frá skeiði módernismans í tilefni Hönnunarmars  Garðar Snæbjörnsson arkitekt kveðst vilja vekja fólk til umhugsunar en ekki kveða upp dóma Teikning/Garðar Snæbjörnsson. Skaftahlíð 24 Tekið í notkun 1959. Þá voru þarna nokkrar verslanir og veitingastaðurinn Lídó. Undanfarin ár hafa 365 miðlar verið þar til húsa. Suðurlandsbraut 6. Tekið í notkun 1962. Byggingarvöruversl- unin Þ. Þorgrímsson var upphaflega í húsinu ásamt skrifstofum. hafðu það notalegt handklæðaofnum Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidjan.is - sími 577 5177 Eigum úrval af Leitar þú að traustu Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is ALHLIÐA BÍLAVIÐGERÐIR < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA Lífslíkur bílsins margfaldast ef hugað er reglulega að smurningu.ENGAR tímapantanir MÓTORSTILLING fylgir fyrirmælum bílaframleiðanda um skipti á olíum og síum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.