Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 38

Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 sjúkraliðum og fleirum hefur skap- ast vel samhæft teymi sem er for- senda góðs árangurs. Námslæknar og læknanemar sem hyggjast leggja fyrir sig skurðlækningar fá nú tæki- færi til að kynnast þjarkatækninni snemma á námsferlinum. Fínvinnan varð auðveldari Skurðaðgerð með aðgerðaþjarka er í eðli sínu kviðsjáraðgerð. Kvið- urinn er blásinn upp til að skapa oln- bogarými fyrir verkfærin sem fara inn í kviðarholið. Á þjarkanum eru fjórir armar og ýmis viðeigandi bún- aður settur á hvern þeirra eftir því hver aðgerðin er. Þjarkanum er stýrt af skurðlækni og eru armar hans líkt og framlenging af fingrum hans. Þjarkinn er búinn þrívíddar- myndavél. Skurðlæknirinn horfir með augum þjarkans á aðgerðar- svæðið. Hann getur skalað bæði sjónsviðið og hreyfingar tækisins, þ.e. þysjað inn og séð skurðsvæðið með stækkun og stillt hreyfingar ar- manna. Eiríkur segir að fínvinnan verði þannig tryggari en með eldri tækni. „Við fylgjum fordæmi annarra sem hafa tekið þessa tækni í notkun í samanburðarlöndum okkar. Rafn Hilmarsson og fleiri læknar hafa fengið þjálfun á svona tæki erlendis og snúið aftur heim. Þeir eru liðsbót og mikill kostur að að þeir geti notað tæki sem þeir hafa lært að nota. Tækið verður aldrei betra en sá sem stýrir því,“ sagði Eiríkur. Af aðgerðunum 475 voru 332 gerðar vegna þvagfærasjúkdóma. Algengast var brottnám á blöðru- hálskirtli vegna staðbundins krabba- meins eða 189 aðgerðir. Rafn segir að einnig hafi verið gerðar talsvert margar aðgerðir vegna krabbameins í nýra, brottnám á nýrum og hluta- brottnám á nýrum. Auk þess að- gerðir vegna krabbameins í þvag- blöðru og aðrar tengdar krabbameinsaðgerðir. Þá hefur kvennadeildin gert yfir 100 aðgerðir, aðallega vegna krabbameins í legi og eggjastokkum. Fleiri sérgreinar hafa einnig nýtt aðgerðaþjarkann og hafa tíu skurðlæknar gert aðgerðir með honum á LSH. „Það hefur tekist vel og áfallalaust að innleiða þessa tækni hér á spít- alanum,“ segir Rafn. Hann segir þjarkann hafa þann kost að vera aldrei skjálfhentur. Þá sé það mikill kostur að geta skalað fínhreyfing- arnar og unnið mikla nákvæmnis- vinnu í mikilli stækkun. Tæknin geri kleift að gera nákvæmari hreyfingar en mannshendinni er unnt óstuddri. Það kemur m.a. að gagni þegar þarf að sauma fínlega. Samanburðarrannsóknin Hilda Hrönn Guðmundsdóttir læknanemi gerði samanburðar- rannsókn á tveimur 80 sjúklinga hópum. Annar hópurinn gekkst und- ir opna aðgerð vegna brottnáms blöðruhálskirtils síðustu tvö árin sem þær voru gerðar. Hinir 80 sjúk- lingarnir gengust undir aðgerð með aðstoð þjarka. Niðurstöðuna má sjá í meðfylgjandi skýringarmynd. Þar er m.a. sýnt miðgildi blæðinga í opinni aðgerð og aðgerð með þjarka. Til fróðleiks má geta þess að í opnu aðgerðunum var blæðingin á bilinu 100 ml til 2.400 ml en í þjarka- aðgerðum 50 til 300 ml. Aðgerða- tíminn lengdist ekki þrátt fyrir inn- leiðslu nýju tækninnar. Þykir það góður árangur að hafa haldið svip- uðum aðgerðatíma. Fækkun legudaga er mjög augljós kostur sem fylgir hinni nýju tækni. Venjulega fara sjúklingar á fætur samdægurs og heim daginn eftir að- gerð í þjarka. Með tilkomu sjúkra- hótelsins getur hluti þeirra vænt- anlega útskrifast þangað og þarf þá ekki að dvelja á sjúkrahúsi. Snemmkomnir fylgikvillar voru mun fátíðari eftir aðgerðir með þjarka en opnar aðgerðir. Endur- innlagnardögum fækkaði einnig með tilkomu þjarkans. Eiríkur segir að við brottnám blöðruhálskirtils þurfi að taka í sundur þvagrásina. Sjúklingar þurfa því að hafa þvaglegg fyrst eftir að- gerð. Aðgerðaþjarkinn gerir kleift að sauma þvagrásina betur saman svo hún grær fyrr. Því styttist tím- inn sem sjúklingurinn þarf að hafa þvaglegg um nær helming miðað við opna aðgerð. En nægir einn að- gerðaþjarki á Landspítalanum? Einn þjarki dugar ennþá „Einn nægir í dag en ég geri ráð fyrir að það þurfi að bæta öðrum við á komandi árum eftir því sem að- gerðum og þeim sérgreinum sem nota þjarkann fjölgar,“ segir Rafn. Eiríkur segir að með aukinni reynslu fjölgi ábendingum (indica- tions) fyrir aðgerðir sem gerðar eru með þjarkanum. Það á til dæmis við um brottnám nýrna að öllu leyti eða hluta. Þá hefur sérgreinum sem nota aðgerðaþjarkann fjölgað. Melting- arskurðlæknar eru t.d. farnir að nota þjarkann við ristilbrottnám. Þau benda á að öryggi hafi ekki verið fórnað með innleiðingu þjarka- tækninnar. Endurkomutíðni krabbameins er mjög svipuð eftir þjarkaaðgerðir og eftir opnar að- gerðir og 90% sjúklinga eru án þvag- leka ári eftir aðgerð, hvor aðgerða- tæknin sem er notuð. Áþekk áhrif á risgetu Eiríkur segir að brottnám blöðru- hálskirtils geti haft mikil áhrif á lífs- gæði hvað varðar risgetu karla. Áhrifin voru áþekk hvort sem um var að ræða opna aðgerð eða þjarka- aðgerð, þegar samanburðurinn var gerður. Um 40% sjúklinganna fengu áfram stinningu sem dugði til sam- fara. Eiríkur segir að þeim sem farið höfðu í opna aðgerð hafi verið fylgt lengur eftir en hinum sem fóru í þjarkaaðgerð. Mismunandi var hvort þeir sem farið höfðu í opna að- gerð þurftu hjálparmeðöl eins og stinningarlyf, sprautu eða dælu eða engin hjálparmeðöl. Eiríkur segir að þessi geta geti komið til baka á 2-3 árum eftir aðgerð. Það er því athygl- isvert að ári eftir þjarkaaðgerð voru þeir sjúklingar svipað staddir og hinir sem höfðu gengist undir opna aðgerð allt að þremur árum áður. Tíminn mun svo leiða í ljós hver end- anleg niðurstaða verður varðandi þá sem fóru í aðgerð í þjarka. Saumað Hægt er að skala sjónsvið og hreyfingar þjarkans. Þannig er hægt að sauma mjög nákvæmlega með tækinu. Aðgerð Í lokin var gert lítið gat til að ná pokanum með blöðru- hálskirtlinum út. Armar þjarkans notuðu litlu götin sem sjást. Blöðruhálskirtill Flestar aðgerðir með þjarkanum hafa verið vegna blöðruhálskirtils. Það fer ekki mikið fyrir honum. Morgunblaðið/Eggert Kennslusjúkrahús Rafn Hilmarsson þvagfæraskurðlæknir útskýrði hvernig blöðruhálskirtillinn lá og hvað þyrfti að gera til að fjarlægja hann. Aðgerðaþjarki Landspítalans Z-brautir & gluggatjöld Mælum, sérsmíðum og setjum upp Úrval - gæði - þjónusta Nýtt frá PT Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - Opið mán.-fös. 10-18, lau. 11-15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.