Morgunblaðið - 15.03.2018, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 15.03.2018, Qupperneq 49
49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 Konungur ljónanna Engu er líkara en þessi sé að horfa yfir ríki sitt ofan úr tré, þar sem hann var á ferli í grasagarðinum í höfuðborginni. Eins gott að hafa auga með öllu kviku. Eggert Upp á síðkastið hafa heyrst gagnrýnis- raddir um að konur eigi erfitt uppdráttar í Sjálfstæðisflokknum, jafnvel fullyrðingar um að þar sé engar konur að finna. Það er rangt, öðru nær raunar. Á sjöunda tug kvenna gegna kjörnum emb- ættum á vegum Sjálf- stæðisflokksins, bæði á Alþingi og víðs vegar um landið. Á sveitar- stjórnarstiginu einu eru tæplega sextíu konur kjörnir fulltrúar. Þær eru 45% af kjörnum fulltrúum flokksins í sveitarstjórnum og 13 af 32 oddvitum flokksins eru konur. Vígin halda áfram að falla, nú skipar í fyrsta sinn kona leiðtogasæti flokksins á Akranesi fyrir kosningarnar í vor. Í reynd voru fleiri sjálfstæðiskonur kjörnir fulltrúar í síð- ustu sveitarstjórn- arkosningum en sam- anlagður fjöldi kjörinna kvenna allra annarra framboða. Allt tal andstæðinga Sjálf- stæðisflokksins um skort á konum innan flokksins er því marklaust og í raun móðgun við þær fjölmörgu konur sem eru kjörnir fulltrúar almenn- ings eða taka þátt í starfi á vegum flokksins. Við erum svo sannarlega til í stjórnmálum. Það er bjart framundan og þeir listar sem hafa verið birtir fyrir komandi kosningar gefa ekki annað til kynna en að sókn sjálfstæðis- kvenna haldi áfram. Við sáum á eftir þremur frábærum þingkonum í síð- ustu alþingiskosningum en það er áminning um að efla enn frekar kynningu og þátt kvenna í starfi flokksins og framlag þeirra til hinna ýmsu málaflokka. Landssamband sjálfstæðiskvenna hefur staðið fyrir fjölbreyttu og árangursríku starfi á liðnu ári með það að markmiði. Og við erum til í enn öflugra starf. Sjálfstæðiskonur hafa staðið fyrir ótal samkomum og viðburðum síð- ustu 12 mánuði. Varlega áætlað hafa vel á annað þúsund konur tekið þátt í starfi landssambandsins. Fundaröð með alþingiskonum okkar um allt land í aðdraganda kosninga, golf- mót, málfundur með norður-kóresku frelsishetjunni Yeomni Park, stefnu- mót við kvenframbjóðendur sveitar- stjórnakosninga, heimsókn á Alþingi og áfram mætti telja upp ýmsa fundi og viðburði. Nýlega hittist hópur kvenna í flokknum sérstaklega til að ræða ályktanir fyrir málefnastarf landsfundar og þær munu áfram leggja sitt af mörkum á fundinum sjálfum. Starfið er í blóma og það eru sjálfstæðiskonur líka. Við erum til í þetta. Nú þegar eru tvær konur í fram- boði til forystu í Sjálfstæðis- flokknum. Þórdís Kolbrún Reyk- fjörð Gylfadóttir, ferðsmála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra býður sig fram til varaformanns flokksins og Áslaug Arna Sigur- björnsdóttir, alþingiskona, til áfram- haldandi setu sem ritari flokksins. Við skorumst ekki undan um að vera í forystu. Við erum til í slaginn. Við hlökkum til að koma til fundar við flokksmenn okkar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins til að ræða mál- efnin, framtíðina og hvernig við get- um áfram tryggt hagsæld, jafnrétti og frelsi. Við erum til! Eftir Völu Pálsdóttur » Allt tal andstæðinga Sjálfstæðisflokksins um skort á konum innan flokksins er því mark- laust og í raun móðgun við þær fjölmörgu konur sem eru kjörnir fulltrú- ar almennings eða taka þátt í starfi á vegum flokksins. Vala Pálsdóttir Höfundur er formaður Lands- sambands sjálfstæðiskvenna. Við erum til Þeir sem búa í Kópa- vogi, Garðabæ, Hafnar- firði, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ þurfa oft að sækja Reykjavík heim. Flestir finna fyrir því að umferðin hefur þyngst mikið. Ferða- tími í Reykjavík hefur aukist um 26% að jafn- aði á fjórum árum sam- kvæmt ferðakönnun Samtaka iðnaðarins. Sífellt meiri tími fer í tafir og bílar bíða í lausagangi með tilheyrandi mengun og auknu svifryki. Í staðinn fyrir að fækka ljósastýrðum gatna- mótum hefur Reykjavík hafnað ve- gafé síðustu sex árin. Fram- kvæmdastopp ásamt manngerðum þrengingum hefur hægt á allri umferð og er svo komið að vinnu- vikan hefur í raun lengst um margar klukkustundir fyrir flesta. Það er því hags- munamál fyrir allt höf- uðborgarsvæðið að breytt verði um stefnu í borginni. Það er löngu kominn tími á fram- kvæmdir sem nýtast fólki til að komast leið- ar sinnar. Húsnæðisvandinn í Reykjavík Á meðan önnur sveitarfélög undir- bjuggu uppbyggingu íbúðarhverfa svaf Reykjavíkurborg á verðinum. Höfuðborgin, sem átti að leiða hús- næðismálin, sat eftir. Á síðasta ári Eftir Eyþór Arnalds »Höfuðborgin á að vera leiðandi sveit- arfélag enda hefur hún burði til þess ef henni er rétt stjórnað. Hún er langstærsta sveitar- félagið og ætti því að vera hagkvæmasta rekstrareiningin. Sú er ekki raunin. Eyþór Arnalds Höfundur er oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Reykjavík kemur okkur öllum við voru færri íbúðir byggðar í Reykja- vík en Mosfellsbæ. Lóðaskortur og há gjöld hafa ýtt sífellt fleiri Reyk- víkingum burt og þrýst á verðhækk- anir í öðrum sveitarfélögum. Ekki minnkar umferðin við þessa þróun. Þrátt fyrir kynningar, glærur, skóflustungur og úthlutanir hefur húsnæðisvandinn aukist ár frá ári. Óvissa meðal framkvæmdaaðila og langur afgreiðslutími hafa stóraukið kostnað við byggingar í Reykjavík og lagst ofan á verðið. Á endanum borg- ar fólkið, eða gefst upp og flytur burt. Reykjavík á að vera brimbrjóturinn Höfuðborgin á að vera leiðandi sveitarfélag enda hefur hún burði til þess ef henni er rétt stjórnað. Hún er langstærsta sveitarfélagið og ætti því að vera hagkvæmasta rekstrar- einingin. Sú er ekki raunin. Borgin ætti að vera leiðandi í umhverfis- málum en ekki vera umvafin svifryki. Reykjavík ætti að keppa við alþjóð- legar borgir í skólamálum en ekki vísa börnum frá vegna manneklu. Höfuðborgin ætti alltaf að vera með hagstæðar lóðir og lausnir svo Ís- lendingar geti valið hana sem bú- setukost óháð efnahag. Í dag eru að- allega byggðar dýrar lúxusíbúðir sem almenningur hefur ekki efni á. Ég vil sjá Reykjavík sem snjallborg þar sem tækni er notuð til að einfalda líf okkar allra. Ég vil að í Reykjavík geti kynslóðir unnið betur saman og eldri borgarar fái tækifæri til að taka þátt í samfélaginu með virkum hætti. Ein stærsta áskorun okkar tíma er að virkja eldri borgara og þá eigum við að létta álögum af þeim. Höfuð- borgin á að vera snyrtileg og hrein. Hún á að þjóna öllu landinu og vera okkur öllum til sóma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.