Morgunblaðið - 15.03.2018, Page 54

Morgunblaðið - 15.03.2018, Page 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 Skúli Halldórsson sh@mbl.is Staða strandveiða er óljósari nú en oft áður. Aldrei hafa jafn miklar aflaheimildir verið settar inn í kerf- ið og á síðasta ári, en þrátt fyrir það hafa aldrei jafn fáir bátar sótt strandveiðarnar frá því þær hófust árið 2009. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum úttektar sem Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri vann fyrir atvinnu- og ný- sköpunarráðuneytið, og birt var nú í vikunni. Áhrifin aðeins skammvinn Í niðurstöðum hennar segir með- al annars að vegna lélegs afurða- verðs á mörkuðum hafi aukinn afli ekki skilað sjómönnum meiri fjár- munum. Þess í stað hafi heildarafla- verðmæti á bát að meðaltali verið lægri en árið 2016, þrátt fyrir að hver bátur hafi aflað um 20-30% meira. Einnig er bent á að á þeim árum sem strandveiðar hafi verið stund- aðar hafi þær vakið stemningu í höfnum landsins. Sérstaklega í smáum höfnum sem liggi nálægt gjöfulum fiskimiðum. „Arnarstapi er dæmi um eina slíka en í byrjun maímánaðar er ekki óalgengt að sjá um 40-50 báta bundna saman í þremur lengjum út frá bryggjukantinum,“ segir í út- tektinni. Þrátt fyrir þennan fjölda af bát- um séu áhrifin þó skammvinn fyrir samfélagið, því sjómennirnir séu oft og tíðum einungis staddir á svæðinu á meðan opið er fyrir veiðar. Þannig marki einstaklingur ekki djúp spor er hann komi út á land til þess eins að stunda strandveiði. Rifjað er upp að á fyrsta ári strandveiða hafi hámarksafli verið bundinn við magn upp úr sjó, sama hvaða tegund fiskaðist. Það hafi haft þann galla í för með sér að lítill hvati var til að hirða allan afla sem kom inn fyrir borðstokkinn ef það var eitthvað annað en þorskur. Því hafi verið ákveðið að festa hámarks- kvótann í þorskígildi og það reynst vel næstu árin, á meðan verð á ufsa fór hækkandi. „Þetta gaf strandveiðisjómönnum auka leið til að bjarga róðri með Aukinn afli, minni verðmæti ● Heildaraflaverðmæti hvers báts að meðaltali lægri á síðasta strandveiðitímabili, þrátt fyrir 20-30% meiri afla ● Þorskígildisstuðullinn sagður þvælast fyrir ● Ánægja með kerfið dvínað ● Tekjumöguleikar í ferðamennsku Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Í blíðu á Þórshöfn Strandveiðisjómenn eru sagðir ekki stija við sama borð og aðrir, þegar kemur að vali um það hvenær haldið skuli til veiða með það að markmiði að skila sem verðmætastri afurð til lands. Til bótar á því er meðal annars stungið upp á að skipstjórar fái að ráða hvaða daga þeir rói til veiða. Kristján Þór Júlíusson sjávar- útvegsráðherra segir í samtali við 200 mílur að skýrslan gefi tilefni til að endurskoða tiltekna þætti í kerfinu, meðal annars varðandi nýliðun í greininni og hvernig nýting og virði hráefnis sé há- markað. „Sú vinna er í samræmi við það sem mælt er fyrir um í stjórnar- sáttmála ríkisstjórnarinnar, um að vega og meta fyrirkomulag þeirra aflaheimilda sem ríkið fer með forræði yfir,“ segir ráðherra. „Þá þarf samhliða þessari vinnu að skoða leiðir til að auka öryggi þeirra sem starfa í kerf- inu.“ Axel Helgason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir ýmislegt gagnlegt hægt að finna í úttektinni. „Til að mynda þorskígildis- stuðlar tegunda sem við erum að veiða, eins og ufsans. Þegar ufsa- verð hrynur þarna úr einhverjum 160 krónum niður í 60 krónur, þá stendur þorskígildið enn nánast í stað. Það fellur um einhver þrjú prósent,“ segir Axel og bendir á að sjómenn borgi því í raun fyrir að landa ufsanum. „Sérstaklega á strandveiðun- um, því þó að meðaltal á fisk- mörkuðum sé 64 krónur, þá er þetta litla magn sem kemur í veið- unum, kannski 20 til 80 kíló í róðri; það fer á svo svona tíu til fimmtán krónur og nær því ekki einu sinni upp í kostnað.“ Axel segir það gott að þessu séu gerð skil, enda hafi LS bent á þetta ósamræmi lengi. „Á hverjum fiskveiðiáramótum brenna inni heimildir í ufsa upp á nokkur þúsund tonn. Við höfum ávallt beðið um að þessi afli verði settur inn í strandveiðarnar, því þá er ekki verið að taka afla af neinum til að efla veiðarnar. Þetta hefur ekki náð fram að ganga, og það er mjög miður.“ Hann tekur ekki undir það sem fullyrt er í skýrslunni, að nýliðun í strandveiðum hafi mistekist. „Í niðurstöðunum segir þrátt fyrir allt að 36% þeirra, sem voru við veiðar á síðasta ári, hafi hafið útgerð sína á strandveiðum. Mín persónulega skoðun er sú að það sé bara nokkuð hátt hlutfall.“ Að lokum gerir Axel nokkrar athugasemdir við framkvæmd út- tektarinnar, þar á meðal við þá ákvörðun skýrsluhöfunda að láta með fylgja útdrætti úr viðtölum við strandveiðisjómenn. „Það er bagalegt að taka eitt- hvert bryggjuspjall inn í þetta, með ýmsum vangaveltum sem enginn fótur er fyrir í raunveru- leikanum. Ef þetta skjal á að vera eitthvað sem mark er á takandi.“ Aflaheimildir í ufsa brenni inni ár hvert Kristján Þór Júlíusson Axel Helgason Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.