Morgunblaðið - 15.03.2018, Qupperneq 79

Morgunblaðið - 15.03.2018, Qupperneq 79
DÆGRADVÖL 79 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú gætir hitt fyrir manneskju sem heillar þig algerlega upp úr skónum í dag. Þú sækir í spennu og ævintýri og færð jafnan mikla athygli í hópi. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er tímabært að safna kröftum og endurskipuleggja sig. Hvort sem þér líkar það betur eða verr ertu í sviðsljósinu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Fólk er hrifið af því sem þú hef- ur fram að færa. Það er nauðsynlegt að taka tillit til hagsmuna annarra, þegar mál, sem margir eiga aðild að, eru til lykta leidd. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ef þú sinnir daglegum viðfangs- efnum þínum af natni gengur vinnan að óskum. Láttu þér nægja að hugsa hlutina með sjálfri/sjálfum þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú færð góðar hugmyndir í dag. Gaumgæfðu samt vel allar hliðar málsins áður en þú lætur til skarar skríða og mundu að leita álits annarra. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert vel upplögð/lagður og allt virðist ganga upp hjá þér. Fjölskyldu- viðburður gengur að óskum, ekki síst ef þú stendur á þínu alveg frá upphafi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Viljir þú hafa áhrif og koma sjálfum þér á framfæri skaltu gera það með því að vera þú sjálf/ur. Aðstæður þeirra sem ekki eru jafn lánsamir og þú koma við þig. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Fólk er óvenjueirðarlaust, ergilegt og jafnvel þrjóskt í dag. En ekki láta það aftra þér. Það getur eitt og annað komið upp á yfirborðið þegar menn rök- ræða málin af fullum þunga. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Gættu þess að vinnufélagar þínir hafi ekki neitt upp á þig að klaga. Það er erfitt fyrir þig að gera þér upp áhuga þegar þú hefur hann ekki. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er hætt við að þú lofir upp í ermina á þér í vinnunni. Láttu þig bara fljóta með straumnum og frestaðu öllum stórum ákvarðanatökum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Láttu það eftir þér að sletta svolítið úr klaufunum en gættu allrar hátt- vísi. Komdu vinum þínum á óvart með því að setja gamla uppskrift í nýjan búning. 19. feb. - 20. mars Fiskar Láttu ekki hlutina fara í taugarnar á þér og líttu fram hjá uppátækjum vinnu- félaga þinna. Hafðu húmor fyrir mistök- um, bæði þínum og annarra. Guðmundur Arnfinnsson þýddiþetta gullfallega ljóð, Fagra blóm, eftir Poul F. Joensen og birti á Boðnarmiði: Fagra blóm, sem foldu skrýðir, fjallatinda, klettaskörð, engi og græna grundu prýðir, grær hér nokkuð fegra á jörð? Blómi fögru einu ann ég, yndislegt það heillar mig, enga rós svo fríða fann ég, fagra blóm, ég dýrka þig. Blóm á vori vaxið getur, visnar, þegar hausta fer, en blómið mitt jafnt vor sem vetur vex og dafnað fær hjá mér. Lifir enn mitt blómið bjarta, ef bliknar það, á samri stund í brjósti mínu brestur hjarta, bleikur hníg ég þá að grund. Fyrir 10 dögum lýsti Davíð Hjálm- ar Haraldsson innanverðum Eyja- firði svo: Nýsnævið glitrar hér norður við haf, nöpur er vistin hjá rónum. Sjö metra birki er komið á kaf en kirkjuturn nær upp úr snjónum. Magnús Halldórsson segir frá því á Boðnarmiði að nú ætla hrossa- ræktarsamtök Sunnlendinga að funda um málefnið „Hvernig viljum við sjá framtíðarhestinn beita sér?“ Síðan segir hann sína skoðun byggða á hálfrar aldar reynslu af tamningum og hestaferðum: Ég sýnilega sannað tel og sést á varla brestur, að flestum dugi feikna vel feitur gamall hestur Jónas Friðriksson orti oddhent þegar bróðir hans varð fimmtugur: Hlutlægt töldu himnafjöld, hálf er öld að beði. Taka völd um vetrarkvöld veisluhöld og gleði. Það er fallegt á Langasandi í björtu veðri. Sigmundur Benedikts- son yrkir: Er við sandinn ekkert span allt í hægum línum. Lágvært hvíslar lognaldan leyndarmálum sínum. Ingólfur Ómar er líka í sólskins- skapi: „Nú er veðrið undurfagurt, bjart en smá gola, og það styttist í vorið.“ Gleður art og örvar lýð óttu svarta hrekur. Geislum skartar Glóey fríð gleði hjartans vekur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Fagurt blóm, fannfergi og feitur hestur „VIÐ ERUM EKKI LENGUR SAMRÝMANLEG. VIÐ ÞURFUM HJÁLP VIÐ AÐ UPPFÆRA STÝRIKERFIN OKKAR.“ HJÓNABANDSRÁÐGJÖF „HVOR YKKAR ER SMITH HERSHÖFÐINGI?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... bréf. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG SKAL FLETTA ÞVÍ UPP Á SÍMANUM MÍNUM, HÉRNA… NÁTTÚRUNA! VIÐ ÞURFTUM STYRKTARAÐILA TIL ÞESS AÐ BORGA FYRIR NÝJU SVERÐIN OG SKILDINA! SVEINS- BAR VIÐ KETTIR ERUM Í GÓÐUM TENGSLUM VIÐ… Ó, HVERT ER ORÐIÐ? DREKKIÐ Á SVEINSBAR! Víkverji er einn af þeim sem tókuandköf þegar þeir fréttu af því að knattspyrnukappinn Gylfi Sig- urðsson yrði hugsanlega meiddur í sumar, með þeim afleiðingum að hann yrði af heimsmeistarakeppn- inni í Rússlandi sem haldin verður í júní næstkomandi. Að öðrum leik- mönnum íslenska liðsins ólöstuðum er Gylfi „stjarnan“ í liðinu, fremstur meðal jafningja. x x x Atvikið vakti leiðinlegar minn-ingar frá námsárum Víkverja í Bretlandi, þegar Wayne Rooney, sem naut svipaðs sess í enska lands- liðinu þá og liðsfélagi hans Gylfi í því íslenska nú, tók upp á því að brjóta á sér ristina kortéri fyrir HM- keppnina í Þýskalandi sumarið 2006. Það má segja að þjóðarsorg hafi ríkt á Englandi það vorið og tíðar fréttir voru af bata Rooneys; hvort beinið myndi gróa í tæka tíð fyrir mótið og hvort hann yrði í leikformi fyrir fyrsta leik. x x x Skemmst er frá því að segja að öllþessi athygli fjölmiðla á hinni heilögu rist Rooneys varð enska landsliðinu ekki til framdráttar. All- ur undirbúningur liðsins féll í skugg- ann af meiðslum stórstjörnunnar og þó að Rooney næði undraverðum bata varð snemma ljóst að hvorki líkami hans né hugur voru nægilega vel undirbúnir til þess að bera heilt landslið á herðum sér, hvað þá lið með jafnmiklar væntingar þjóðar sinnar og það enska hefur oftast haft í kringum sig. x x x Að þessu leyti er íslenska lands-liðið betur komið en það enska. Enginn gerir ráð fyrir að við verðum heimsmeistarar en allir vona auðvit- að að liðið muni standa sig jafn vel og það gerði á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Víkverji andaði því léttar þegar í ljós kom að meiðsli Gylfa voru ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu. Engu að síður megum við hér á Fróni passa okkur að detta ekki í sama gírinn og Englendingar gerðu árið 2006. Það mun ekki gera neinum gott. vikverji@mbl.is Víkverji Ég hef Drottin ætíð fyrir augum, þeg- ar hann er mér til hægri handar hnýt ég ekki. (Sálm: 16.8) Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is GÓÐ HEYRN GLÆÐIR SAMSKIPTI! Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess að þau þekkja tal betur en önnur tæki. Tæknin sem þekkir tal Nýju ReSound LiNX 3D eru framúrskarandi heyrnartæki ReSound LiNX3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.