Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 81

Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 81
MENNING 81 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 segir hann. Tónlistin komi fyrst og þegar hún sé nánast fullkláruð taki textasmíðin við. Hörmungar og dauði „Hún verður köld, ég finn það, það verður ís og kuldi og snjór. Síðasta plata var svo næs, Vögguvísur Ygg- drasils, allir að fara að sofa og örugg- ir en ég held að þessi verði bara hörmungar og dauði,“ segir Snæ- björn um hina væntanlegu plötu. – Verður tónlistin þá harðari líka? „Ég veit ekki hvort músíkin mun bera þess endilega merki en ég hugsa að allir textarnir verði býsna kaldir og harðir, mér líður þannig núna.“ Snæbjörn segist vera að velta draugum fyrir sér og að mögulega verði því draugaleg stemning á skíf- unni. Og allir textar að vanda í bundnu máli, hnýttir saman eftir kúnstarinnar reglum. Aftur að tónleikunum. Snæbjörn segir að eftir fyrsta lag á fyrstu æf- ingu fyrir tónleikana 2013 hafi hon- um ekki litist á blikuna, lagið hafi hljómað vægast sagt illa og honum flogið í hug að mögulega hafi þetta verið slæm hugmynd hjá Skálmeld- ingum. Eftir fyrsta kaffihlé hafi hins vegar allt smollið saman. „Það steinlá!“ segir Snæbjörn um flutn- inginn eftir kaffihlé, sællar minn- ingar. „Þetta er stórkostlegt tæki, þessi sinfóníuhljómsveit, fáránlega gott,“ bætir hann við og tilhlökkunin leynir sér ekki. Morgunblaðið/Eggert Málmfónía Björgvin Sigurðsson, söngvari og gítarleikari og Snæbjörn, jafnan kallaður Bibbi, bassaleikari og texta- smiður Skálmaldar, á æfingu fyrir tónleikana með Sinfóníuhljómsveit Íslands og þremur kórum árið 2013. frelsi. Ég finn að ég er frjáls í því hvaða hluti ég set á sviðið, get leitað í allar mögulegar kistur. Maður finn- ur fyrir frelsinu sem sýningin boð- ar,“ segir hún. Búið að hlaða vörður – Þið finnið þá ekki fyrir þrýstingi, nú er þetta einn vinsælasti söngleik- ur heims og söngleikirnir í Borgar- leikhúsinu hafa líka allir slegið í gegn, alveg frá Mary Poppins? „Auðvitað er þetta alltaf áskorun,“ svarar Ilmur og Marta tekur undir það. „Þetta er mikil áskorun, mikið undir og allir að leggja allt sitt í þetta. En fólk er svo einbeitt í vinn- unni að maður getur ekki verið að hugsa um það alla daga. Nú er ég að leikstýra svona söngleik í fyrsta skipti – Imma er búin að hanna fyrir marga söngleiki – og það hefur verið mikil áskorun og lærdómur fyrir mig að fara í gegnum þetta, að setja upp svona stóra sýningu og vinna með svona ótrúlega reyndum og frábær- um danshöfundi sem hefur gert mjög mikið fyrir söngleiki á Íslandi,“ segir Marta. Hún segir það hafa verið mikla upplifun að sjá hversu mikill undir- búningur sé fyrir svona sýningu. „Ég hef aldrei verið í sýningu þar sem undirbúningur hefst ári fyrr og reynt að kortleggja ferðalagið eins mikið og mögulegt er áður en farið er á svið. Auðvitað tekur hið óvænta við þegar þú byrjar að æfa en þá er að minnsta kosti búið að hlaða ákveðnar vörður sem hjálpa þér að takast á við það. Það hefur mjög mikið að segja um lokaútkomuna, hvernig fólk er valið í hverja stöðu og hvernig hlutirnir eru unnir.“ Öfgakennd leið Marta segir að auðvitað hljómi verkið sem stórfurðulegt þegar því sé lýst fyrir fólki en það sé ákveðin leið hjá leikskáldinu að ganga svona langt til að koma sögninni til skila, að hafa frásögnina öfgakennda og í anda B-mynda. Ilmur bætir því við að frásögnin sé goðsagnakennd að vissu leyti og Marta líkir frásagnar- stílnum við sígild ævintýri, „ævintýri fyrir fullorðna þar sem gengið er mjög langt til að koma skilaboðunum áleiðis, líkt og vonda nornin sem ætl- ar að stinga Hans og Grétu í ofninn.“ „Svo fjallar verkið líka um að upp- lifa sig „alien“, líkt og þú sért frá annarri plánetu og passir ekki inn í þennan heim,“ segir Ilmur og Marta segir það einmitt tilfinninguna sem höfundur verksins hafi fundið fyrir og viljað koma til skila. „Að vera hafnað af samfélaginu þegar þú vilt eitthvað sem er ekki leyfilegt.“ Ilmur segir áhugaverða togstreitu í Rocky Horror. „Það er ýtt á öll mörk, farið út fyrir þau öll og Frank- N-Furter gengur svo langt að það er í raun ekki pláss til að fara svo langt.“ – Yrði Frank-N-Furter ekki kærður fyrir áreitni, nú á tímum Metoo? „Hann yrði fangelsaður og jafnvel líflátinn eins og gert er í verkinu,“ segir Ilmur og Marta tekur undir það. „Hann er tekinn af lífi og þar kemur einmitt setningin að maður verði að losna við svona fólk úr sam- félaginu, sú er merkingin, þetta fólk passar ekki inn. Hann yrði kærður og hann þenur öll mörk af því að þetta er ævintýri, þetta er ekki real- ismi og það á aldrei að taka verkinu þannig, það er verið að éta fólk og svona. En hann er að láta reyna á öll þessi gildi sem við erum búin að búa til,“ segir Marta. Ilmur segir ákveðna mótsögn í verkinu. „Það boðar að ýtt sé á mörk en í raun líka að þegar þú ferð svona gjörsamlega yfir mörk allra áttu ekki rétt á því lengur,“ segir hún. Ferðalag Janetar mjög skýrt Janet er fulltrúi „venjulega“ fólks- ins í Rocky Horror, þeirra sem ætla að ná sér í öruggt starf, giftast og eignast börn. Fylgja hinum „góðu gildum“. „Ef einhver ferðast í gegn- um þetta verk þá er það hún. Þetta er hennar heimur, henni er hent inn í þennan heim þar sem ekkert er eins og hún hélt að það væri og hún sefur hjá Frank-N-Furter, óviljandi en samt líka viljandi og líka Rocky og uppgötvar sjálfa sig og nautnina, að það er miklu meira í þessu lífi og fleiri valkostir en hún hélt að væru til staðar,“ segir Marta. „Hún áttar sig á því að hún má velja, að hún er frjáls,“ bætir Ilmur við og Marta segir Janet taka þá ákvörðun að snúa ekki aftur. „Hún byrjar sem ein manneskja og endar sem önnur þannig að hennar ferðalag er mjög skýrt í þessu verki,“ segir Marta. Ilmur segir Brad fara svipaða leið en enda á allt öðrum stað. „Hann endar á sömu slóðum en líður verr, hann er með samviskubit og er brot- inn og hræddur,“ segir hún. Brad vilji ekki meira og vilji hverfa aftur til fyrra lífs. Ilmur segir að líta megi á Brad sem fulltrúa hvíta karl- mannsins og ádeilu á hann, karlsins sem vilji viðhalda heimsmyndinni og sé á móti breytingum. Marta ítrekar að verkið sé skop- stæling með B-mynda-leikstíl, stór- kostlegri tónlist og mikilli gleði og leik. En er sýningin við hæfi barna og þá yfir tíu ára aldri eða þar um bil? Marta og Ilmur telja svo vera. „Ég held að þetta sé hugvíkkandi sýning fyrir krakka því þetta er svo stór og skemmtilegur heimur sem er verið að kynna og ég held að þetta virki ímyndunaraflið,“ segir Marta. „Og svo er bara gott að vita af frels- inu strax,“ bætir Ilmur við. Vinkonur Ilmur og Marta með Stóra sviðið í Borgarleikhúsinu í bakgrunni. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Fös 16/3 kl. 20:00 Frums. Fim 12/4 kl. 20:00 aukas. Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Sun 18/3 kl. 20:00 2. sýn Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Mið 21/3 kl. 20:00 aukas. Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Fim 22/3 kl. 20:00 aukas. Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Fös 23/3 kl. 20:00 3. s Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Lau 24/3 kl. 20:00 4. s Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Sun 25/3 kl. 20:00 5. s Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Þri 27/3 kl. 20:00 aukas. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Mið 4/4 kl. 20:00 aukas. Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Fös 6/4 kl. 20:00 6. s Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Lau 7/4 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Mið 11/4 kl. 20:00 aukas. Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa. Elly (Stóra sviðið) Lau 17/3 kl. 20:00 138. s Sun 9/9 kl. 20:00 140. s Fim 13/9 kl. 20:00 142. s Fös 7/9 kl. 20:00 139. s Mið 12/9 kl. 20:00 141. s Sun 16/9 kl. 20:00 143. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Lau 24/3 kl. 20:00 Frums. Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Mið 18/4 kl. 20:00 14. s Sun 25/3 kl. 20:00 2. s Þri 10/4 kl. 20:00 8 .s Fim 19/4 kl. 20:00 15. s Þri 27/3 kl. 20:00 3. s Mið 11/4 kl. 20:00 9. s Fös 20/4 kl. 20:00 16. s Mið 4/4 kl. 20:00 4. s Fim 12/4 kl. 20:00 10. s Lau 21/4 kl. 20:00 18. s Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fös 13/4 kl. 20:00 11. s Sun 22/4 kl. 20:00 19. s Fös 6/4 kl. 20:00 5. s Lau 14/4 kl. 20:00 12. s Fim 26/4 kl. 20:00 20. s Lau 7/4 kl. 20:00 6. s Sun 15/4 kl. 20:00 13. s Fös 27/4 kl. 20:00 21. s Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Fös 13/4 kl. 20:00 Frums. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Sun 29/4 kl. 20:00 10. s Lau 14/4 kl. 20:00 2. s Sun 22/4 kl. 20:00 6. s Mið 2/5 kl. 20:00 11. s Sun 15/4 kl. 20:00 3. s Mið 25/4 kl. 20:00 7. s Fim 3/5 kl. 20:00 aukas. Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 8. s Fös 4/5 kl. 20:00 12. s Fim 19/4 kl. 20:00 4. s Fös 27/4 kl. 20:00 aukas. Lau 5/5 kl. 20:00 13. s Fös 20/4 kl. 20:00 5. s Lau 28/4 kl. 20:00 9. s Sun 6/5 kl. 20:00 14. s Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi? Slá í gegn (Stóra sviðið) Lau 17/3 kl. 19:30 8.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 13.sýn Lau 21/4 kl. 16:00 18.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 9.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 14.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 19.sýn Fim 22/3 kl. 19:30 Auka Fim 12/4 kl. 19:30 Auka Sun 29/4 kl. 20:00 25.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 10.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 11.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 12.sýn Sun 15/4 kl. 19:30 Auka Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn Fös 6/4 kl. 19:30 Auka Fös 20/4 kl. 19:30 17.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Fim 15/3 kl. 19:30 Auka Fös 16/3 kl. 19:30 Síðustu Síðustu sýningar komnar í sölu Svartalogn (Stóra sviðið) Fös 27/4 kl. 19:30 Frum Fim 3/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn Lau 28/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 4.sýn Heillandi verk um höfnun og hindranir, baráttuna við niðurrifsöflin í mannssálin Faðirinn (Kassinn) Fim 15/3 kl. 19:30 26.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 28.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 30.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 27.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 29.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 31.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Ég get (Kúlan) Sun 18/3 kl. 13:00 15.sýn Sun 25/3 kl. 13:00 Síðasta Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar Efi (Kassinn) Lau 17/3 kl. 19:30 18.sýn Mið 21/3 kl. 19:30 20.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 19.sýn Fim 22/3 kl. 19:30 21.sýn Margverðlaunað og spennandi verk ! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00 Fim 22/3 kl. 20:00 Fesival Mið 11/4 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Íslensku þjónustufyrirtækin eru á finna.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.