Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 83
prófa annað ljóð. Ég náði í Gyrðis-
bækurnar mínar, en hann hefur lengi
verið í uppáhaldi hjá mér. Ég prófaði
að semja við titilljóð plötunnar „Dag-
ar koma“ og það kom líka frekar
fljótt svo ég ákvað að halda áfram
með þetta. Síðan var hálf tilviljana-
kennt hvernig ég valdi ljóðin, ein-
hverjum mundi ég eftir og öðrum
leitaði ég að.“
Samdi sig sjálft
„Ég reyni alltaf að hafa nýja
áskorun í hverju verkefni sem ég tek
mér fyrir hendur. Ég hef mjög gam-
an af því. Og fyrst þessi hugmynd
kom til mín þá ákvað ég að klára
hana. Ég gríp yfirleitt bara fyrsta
hugboð sem ég fæ, tek fyrstu leiðina,
fílinginn. Þetta gekk svo auðveldlega
í fyrsta laginu, það bara samdi sig
sjálft. Ég vildi fara þá leið með öll
lögin,“ segir Jóel sem reyndi að end-
urspegla anda ljóðsins í melódíunni.
„Fundarboð“ eftir Þórarinn er t.d.
mjög húmorískt ljóð og lagið einnig.
„Ég hugsaði „Fundarboð“ sem svona
föstudagslag. Þetta er svona seventís
Rhodes fönkí, grúví lag af því að ljóð-
ið var þannig. Svo tók ég upp lækinn
hér fyrir utan. Lagið „Barðaströnd“
byrjar á læknum, það passar svo vel
við ljóðið hans Gyrðis: Systurnar í
morgunbirtu að sækja vatn í lækinn.“
Strákslega karlmannleg rödd
„Mér finnst mjög gaman að vinna
með söngvara í fyrsta skipti þótt ég
hafi verið svolítið stressaður fyrst.
Þess vegna þurfti ég líka að velja
hann vandlega. Valdimar er frábær
söngvari og mér finnst röddin í hon-
um mjög áhugaverð. Hún liggur á
milli þess að vera stráksleg og karl-
mannleg. Svo er stór bónus að hann
er flottur básúnuleikari og það bauð
upp á þann möguleika að skrifa fullt
af línum fyrir okkur tvo sem blásara.
Hann rúllaði því upp, þótt sumt af
þessu sé ekkert sérlega auðvelt að
spila. Og hann gerir það í sömu at-
rennu og hann er að syngja, hann
heldur á básúnunni á meðan hann
syngur.“
Jóel segir að upptökurnar hafi
gengið ótrúlega vel. „Ég átti bara tvo
daga bókaða sem er mjög tæpt fyrir
hvaða verkefni sem er, en fyrst við
erum á undan áætlun bætti ég við
einu lagi alveg óundirbúnu. Eina lag-
ið sem ég skrifaði ekki, var bara með
textann. Það er ljóðið „Vatnsmýri“
eftir Sigurbjörgu. Ég lét þá bara fá
textann og við vorum orðnir nett
grillaðir í hausnum eftir tökurnar og
ákváðum bara að kýla á þetta. Valdi-
mar var auðvitað hikandi og vissi
ekkert hvað hann átti að syngja, en
gerði það síðan frábærlega. Einar
byrjaði lagið mjög opið og speisí og
datt svo í afró takt og það varð til
eitthvað furðulegt grúv og allt fór á
flug. Það var mjög skemmtilegt.“
Mun fylgja næstu hugmynd
„Djass og íslensk ljóð eru heimar
sem fara ágætlega saman. Ég á mörg
ljóð eftir og mörg ljóðskáld, en ég
veit auðvitað ekki hvaða hugmynd ég
fæ næst, en ég mun fylgja henni. Á
síðustu plötu spilaði Stórsveit
Reykjavíkur tónlistina mína, sem var
algjörlega allt annað dæmi, en mjög
skemmtilegt líka og það kom vel út.
Ég leyfi bara áhugasviðinu hverju
sinni að leiða mig áfram.“
– Og hvenær verða tónleikar?
„Útgáfutónleikar verða vonandi
einhvern tímann með vorinu. Það er
svo erfitt að ná þessum mannskap
saman. Allir svo uppteknir,“ segir Jó-
el og snýr sér aftur að félögum sín-
um.
„Eigum við ekki bara að henda inn
einni alvöru töku?“ spyr Eyþór.
„Jú, inn með’etta!“ svarar Jóel. Við
leikmenn sökkvum ofan í sófann inni
hjá Haffa tempó og fáum að leggja
við hlustir.
Göldróttur Einar galdraði fram ótrúlegustu grúv og allt fór á flug.Hæfileikaríkur Valdimar söng íslensku ljóðin af miklu listfengi auk þess að þeyta básúnuna sína.
Einbeittir Eyþór og hljóð-
maðurinn Hafþór Karlsson,
eða Haffi Tempó, hlusta á
tökurnar ásamt tónskáldinu.
Á mbl.is má finna hljóðdæmi og
myndband frá upptökunum
í Sundlauginni.
Líflegt Jóel segir
mannskapnum til
á meðan Valdimar
ræðir við Valdimar.
MENNING 83
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018
Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is
ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA
SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI
• Glerhandrið
• Glerhurðir
• Speglar
• Glerveggir
• Málað gler
• Tvöfalt gler
• Sturtuklefar