Morgunblaðið - 15.03.2018, Side 89

Morgunblaðið - 15.03.2018, Side 89
MENNING 89 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 Daníel Bjarnason hlaut fyrstur manna sérstaka viðurkenningu Sam- tóns og Íslensku tónlistar- verðlaunanna fyrir störf sín og fram- lag til íslenskrar tónlistar í gærkvöldi þegar Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir árið 2017 voru afhent við hátíð- lega athöfn. Hann hlaut samtals fern verðlaun, því tónlist hans fyrir kvik- myndina Undir trénu var valin plata ársins í flokki kvikmynda- og leik- hústónlistar, ópera hans, Brothers, var valin tónverk ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar og Recurrence plata ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar, en þar stjórnar hann Sinfóníuhljómsveit Íslands. Í flokki popp- og rokktónlistar hlaut Nýdönsk fern verðlaun og Mammút þrenn. Daníel Ágúst Har- aldsson var kosinn söngvari ársins og Katrína Mogensen söngkona ársins í flokki popp- og rokktónlistar. Víkingur Heiðar Ólafsson hlaut tvenn verðlaun í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Hann var valinn tónlistarflytjandi ársins og útgáfu- tónleikar hans í Eldborg með verk- um Philips Glass tónlistarviðburður ársins. Söngvarar ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar voru þau Ólafur Kjartan Sigurðarson og Dísella Lárusdóttir. Hljómsveitin Annes átti plötu árs- ins, Frost, í flokki djass- og blústón- listar. Lagahöfundur ársins var Sig- urður Flosason fyrir plötuna Green Moss Black Sand. Freyjujazz var val- inn tónlistarviðburður ársins í flokki djass og blús, en markmið raðarinnar er að auka sýnileika kvenna í djassi. Heiðursverðlaun Samtóns féllu í ár í skaut Stuðmanna sem „veitt hafa þjóðinni ómælda gleði með grípandi söngvum og textum á löngum ferli,“ eins og segir í umsögn. Tónlistar- viðburður ársins var Gloomy Holiday í Hörpu sem var hluti af tónleikahátíð Sigur Rósar, Norður og niður. Opinn Flokkur / Þjóðlagatónlist / Kvikmynda- og leikhústónlist Plata ársins – Þjóðlagatónlist Margt býr í þokunni eftir Snorra Helgason Plata ársins – Opinn flokkur Dissonance eftir Valgeir Sigurðsson Plata ársins – Kvikmynda- og leikhústónlist Undir trénu eftir Daníel Bjarnason Lag ársins/Tónverk ársins – Opinn flokkur Hósen Gósen eftir Egil Ólafsson og Sigurð Bjólu Plötuumslag ársins Margt býr í þokunni eftir Snorra Helgasyni. Þrándur Þórarinsson myndskreytti en um uppsetningu og umbrot sá Björn Þór Björnsson Djass og blús Plata ársins Frost með Annes Tónverk ársins Pétur og úlfurinn … en hvað varð um úlfinn? eftir Haukur Gröndal og Pamelu De Sensi í flutningi Góa og Stórsveitar Reykjavíkur Lagahöfundur ársins Sigurður Flosason Tónlistarflytjandi Eyþór Gunnarsson Tónlistarviðburður ársins Freyjujazz Bjartasta vonin Baldvin Snær Hlynsson Sígild- og samtímatónlist Plata ársins Recurrence með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daníels Bjarna- sonar Tónverk ársins Brothers eftir Daníel Bjarnason Söngvari ársins Ólafur Kjartan Sigurðarson Söngkona ársins Dísella Lárusdóttir Tónlistarflytjandi ársins Víkingur Heiðar Ólafsson Tónlistarviðburður ársins Víkingur Heiðar Ólafsson fyrir tón- leika í Eldborg með verkum Glass Bjartasta vonin Jóhann Kristinsson Popp, Rokk, Raftónlist, Rapp og HipHop Plata ársins – Popp Á plánetunni jörð eftir Nýdönsk Plata ársins – Rokk Kinder Versions eftir Mammút Plata ársins – Raftónlist Figure eftir Vök Plata ársins – Rapp og HipHop Joey eftir Joey Christ Söngvari ársins Daníel Ágúst Haraldsson Söngkona ársins Katrína Mogensen Lag ársins – Popp Stundum eftir Nýdönsk Lag ársins – Rokk Breathe Into Me eftir Mammút Lag ársins – Raftónlist Íd Love eftir Auður Lag ársins – Rapp Joey Cypher eftir Joey Christ Lagahöfundur ársins Moses Hightower Textahöfundur ársins Björn Jörundur og Daníel Ágúst Tónlistarviðburðir ársins Gloomy Holiday í Hörpu Tónlistarflytjandi ársins JóiPé og Króli Bjartasta von Rásar 2 Between Mountains Myndband árins – veitt í samstarfi við Albumm.is I’d Love með Auður. Myndband: Auður og Ágúst Elí Sérstök verðlaun Sérstök viðurkenning Samtóns og Íslensku tónlistarverðlaunanna Daníel Bjarnason Heiðursverðlaun Samtóns Stuðmenn Morgunblaðið/Eggert Uppskera Daníel Bjarnason reyndist maður ársins í íslensku tónlistarlífi, enda uppskar hann fern verðlaun. Daníel, Nýdönsk og Mammút sigursæl  Íslensku tónlistarverðlaunin afhent í 24. sinn í gærkvöldi Fimm konur hafa greint blaða- manni The New York Times frá því hvernig stjörnuarkitektinn Richard Meier hafi áreitt þær kyn- ferðislega. Þegar honum var boðið að tjá sig um ásakanirnar kvaðst Maier, sem er 83 ára gamall, ætla að fara í sex mánaða leyfi frá fyrir- tæki sínu og birti síðan yfirlýsingu þar sem hann kveðst miður sín yfir frásögnum kvennanna. „Þótt við kunnum að muna þessa atburði með ólíkum hætti þá bið ég inni- lega allar þær konur afsökunar sem var misboðið vegna framkomu minnar,“ segir hann. Maier var á sínum tíma yngsti arkitektinn til að hreppa Pritzker- verðlaunin, þau virtustu í heimi arkitektúrsins, og meðal kunnra bygginga hans er Getty-safnið í Los Angeles. Nýverið stofnaði hann sjóð við Cornell-háskólann, þar sem hann nam á sínum tíma, sem er ætlað að styrkja efnilegar konur til náms í faginu. En frá- sagnir kvennanna sýna, sam- kvæmt The New York Times, að hann komi ekki vel fram við kon- ur. Fjórar þeirra sem segja frá unnu rúmlega tvítugar við fyrir- tæki Maiers, þegar hann áreitti þær, og tvær þeirra segjast hafa verið sendar heim til hans í New York að aðstoða hann við persónuleg verkefni og þar hafi hann berað sig frammi fyr- ir þeim og beðið þær um að afklæð- ast. Fimmta konan lýsir atviki í Los Angeles þar sem hún náði að flýja eftir að arkitektinn dró hana með valdi niður á rúm. Konurnar segja marga í fyrirtækinu hafa vitað af framkomu eigandans. Stjörnuarkitekt fer í leyfi eftir ásakanir Richard Maier 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri Grafinn lax - Láttu það eftir þér Söluaðilar:10-11,Hagkaup,Kostur,Icelandverslanir,Kvosin,Melabúðin, Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin. ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.