Morgunblaðið - 15.03.2018, Qupperneq 89

Morgunblaðið - 15.03.2018, Qupperneq 89
MENNING 89 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 Daníel Bjarnason hlaut fyrstur manna sérstaka viðurkenningu Sam- tóns og Íslensku tónlistar- verðlaunanna fyrir störf sín og fram- lag til íslenskrar tónlistar í gærkvöldi þegar Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir árið 2017 voru afhent við hátíð- lega athöfn. Hann hlaut samtals fern verðlaun, því tónlist hans fyrir kvik- myndina Undir trénu var valin plata ársins í flokki kvikmynda- og leik- hústónlistar, ópera hans, Brothers, var valin tónverk ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar og Recurrence plata ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar, en þar stjórnar hann Sinfóníuhljómsveit Íslands. Í flokki popp- og rokktónlistar hlaut Nýdönsk fern verðlaun og Mammút þrenn. Daníel Ágúst Har- aldsson var kosinn söngvari ársins og Katrína Mogensen söngkona ársins í flokki popp- og rokktónlistar. Víkingur Heiðar Ólafsson hlaut tvenn verðlaun í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Hann var valinn tónlistarflytjandi ársins og útgáfu- tónleikar hans í Eldborg með verk- um Philips Glass tónlistarviðburður ársins. Söngvarar ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar voru þau Ólafur Kjartan Sigurðarson og Dísella Lárusdóttir. Hljómsveitin Annes átti plötu árs- ins, Frost, í flokki djass- og blústón- listar. Lagahöfundur ársins var Sig- urður Flosason fyrir plötuna Green Moss Black Sand. Freyjujazz var val- inn tónlistarviðburður ársins í flokki djass og blús, en markmið raðarinnar er að auka sýnileika kvenna í djassi. Heiðursverðlaun Samtóns féllu í ár í skaut Stuðmanna sem „veitt hafa þjóðinni ómælda gleði með grípandi söngvum og textum á löngum ferli,“ eins og segir í umsögn. Tónlistar- viðburður ársins var Gloomy Holiday í Hörpu sem var hluti af tónleikahátíð Sigur Rósar, Norður og niður. Opinn Flokkur / Þjóðlagatónlist / Kvikmynda- og leikhústónlist Plata ársins – Þjóðlagatónlist Margt býr í þokunni eftir Snorra Helgason Plata ársins – Opinn flokkur Dissonance eftir Valgeir Sigurðsson Plata ársins – Kvikmynda- og leikhústónlist Undir trénu eftir Daníel Bjarnason Lag ársins/Tónverk ársins – Opinn flokkur Hósen Gósen eftir Egil Ólafsson og Sigurð Bjólu Plötuumslag ársins Margt býr í þokunni eftir Snorra Helgasyni. Þrándur Þórarinsson myndskreytti en um uppsetningu og umbrot sá Björn Þór Björnsson Djass og blús Plata ársins Frost með Annes Tónverk ársins Pétur og úlfurinn … en hvað varð um úlfinn? eftir Haukur Gröndal og Pamelu De Sensi í flutningi Góa og Stórsveitar Reykjavíkur Lagahöfundur ársins Sigurður Flosason Tónlistarflytjandi Eyþór Gunnarsson Tónlistarviðburður ársins Freyjujazz Bjartasta vonin Baldvin Snær Hlynsson Sígild- og samtímatónlist Plata ársins Recurrence með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daníels Bjarna- sonar Tónverk ársins Brothers eftir Daníel Bjarnason Söngvari ársins Ólafur Kjartan Sigurðarson Söngkona ársins Dísella Lárusdóttir Tónlistarflytjandi ársins Víkingur Heiðar Ólafsson Tónlistarviðburður ársins Víkingur Heiðar Ólafsson fyrir tón- leika í Eldborg með verkum Glass Bjartasta vonin Jóhann Kristinsson Popp, Rokk, Raftónlist, Rapp og HipHop Plata ársins – Popp Á plánetunni jörð eftir Nýdönsk Plata ársins – Rokk Kinder Versions eftir Mammút Plata ársins – Raftónlist Figure eftir Vök Plata ársins – Rapp og HipHop Joey eftir Joey Christ Söngvari ársins Daníel Ágúst Haraldsson Söngkona ársins Katrína Mogensen Lag ársins – Popp Stundum eftir Nýdönsk Lag ársins – Rokk Breathe Into Me eftir Mammút Lag ársins – Raftónlist Íd Love eftir Auður Lag ársins – Rapp Joey Cypher eftir Joey Christ Lagahöfundur ársins Moses Hightower Textahöfundur ársins Björn Jörundur og Daníel Ágúst Tónlistarviðburðir ársins Gloomy Holiday í Hörpu Tónlistarflytjandi ársins JóiPé og Króli Bjartasta von Rásar 2 Between Mountains Myndband árins – veitt í samstarfi við Albumm.is I’d Love með Auður. Myndband: Auður og Ágúst Elí Sérstök verðlaun Sérstök viðurkenning Samtóns og Íslensku tónlistarverðlaunanna Daníel Bjarnason Heiðursverðlaun Samtóns Stuðmenn Morgunblaðið/Eggert Uppskera Daníel Bjarnason reyndist maður ársins í íslensku tónlistarlífi, enda uppskar hann fern verðlaun. Daníel, Nýdönsk og Mammút sigursæl  Íslensku tónlistarverðlaunin afhent í 24. sinn í gærkvöldi Fimm konur hafa greint blaða- manni The New York Times frá því hvernig stjörnuarkitektinn Richard Meier hafi áreitt þær kyn- ferðislega. Þegar honum var boðið að tjá sig um ásakanirnar kvaðst Maier, sem er 83 ára gamall, ætla að fara í sex mánaða leyfi frá fyrir- tæki sínu og birti síðan yfirlýsingu þar sem hann kveðst miður sín yfir frásögnum kvennanna. „Þótt við kunnum að muna þessa atburði með ólíkum hætti þá bið ég inni- lega allar þær konur afsökunar sem var misboðið vegna framkomu minnar,“ segir hann. Maier var á sínum tíma yngsti arkitektinn til að hreppa Pritzker- verðlaunin, þau virtustu í heimi arkitektúrsins, og meðal kunnra bygginga hans er Getty-safnið í Los Angeles. Nýverið stofnaði hann sjóð við Cornell-háskólann, þar sem hann nam á sínum tíma, sem er ætlað að styrkja efnilegar konur til náms í faginu. En frá- sagnir kvennanna sýna, sam- kvæmt The New York Times, að hann komi ekki vel fram við kon- ur. Fjórar þeirra sem segja frá unnu rúmlega tvítugar við fyrir- tæki Maiers, þegar hann áreitti þær, og tvær þeirra segjast hafa verið sendar heim til hans í New York að aðstoða hann við persónuleg verkefni og þar hafi hann berað sig frammi fyr- ir þeim og beðið þær um að afklæð- ast. Fimmta konan lýsir atviki í Los Angeles þar sem hún náði að flýja eftir að arkitektinn dró hana með valdi niður á rúm. Konurnar segja marga í fyrirtækinu hafa vitað af framkomu eigandans. Stjörnuarkitekt fer í leyfi eftir ásakanir Richard Maier 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri Grafinn lax - Láttu það eftir þér Söluaðilar:10-11,Hagkaup,Kostur,Icelandverslanir,Kvosin,Melabúðin, Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin. ICQC 2018-20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.