Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 92

Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 92
FIMMTUDAGUR 15. MARS 74. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Áhöfnin aldrei séð annað eins 2. Segir Ragnari Þór hafa mistekist 3. Ný meinvörp fundust í Stefáni … 4. Stephen Hawking látinn »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Bandaríska kammerstrengjasveitin The Student String Chamber Ensemble heldur hádegistónleika í Grófinni í dag kl. 12.15. Á efnis- skránni verða verk eftir Shostako- vítsj, Vivaldi og Merle J. Isaac. Sveit- in samanstendur af átta úrvals- nemendum á aldrinum 12-18 ára frá borginni Springfield í Missouri. Kammerstrengjasveit með hádegistónleika  Hringrás nefnist sýning Ólafar Ein- arsdóttur sem opnuð verður í Borg- arbókasafninu í Kringlunni í dag kl. 17.30. Þar lítur Ólöf til myndheims sem handverk for- tíðarinnar birtir okkur sem helst hefur verið sýni- legur í handverks- hefðum silfur- smíði og tré- skurðar. Hún tengir þessi fornu form nútímanum með því að vinna smærri myndverk og skartgripi með hinni ævafornu vefnaðaraðferð spjaldvefnaði og byggja á þeim form- um, einkum hringforminu. Hringrás opnuð í dag  Guðrún Ingimarsdóttir sópran- söngkona og Lars Jönsson píanóleik- ari koma fram í Hannesarholti annað kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru söng- lög eftir Robert og Clöru Schumann og Franz Schubert, við ljóð eftir Friedrich Rückert og J.W. Go- ethe sem og lög eftir Kurt Weill, Friedrich Hol- länder og Erich Korngold. Sungið um ástir kvenna og örlög Á föstudag Suðaustan 8-15 m/s, hvassast S- og A-lands. Rigning á SA-landi og Austfjörðum og dálítil væta vestast á landinu. Á laugardag Suðaustan 8-13 við SV-ströndina, en annars hæg- ari. Dálítil væta við S-ströndina, en bjart með köflum fyrir norðan. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning í flestum landshlutum, einkum SA-til. Hiti 2 til 8 stig, en heldur mildara en í gær. VEÐUR „Það verður að segjast alveg eins og er að með Helenu Sverrisdóttur í fararbroddi eru Haukar líklegastir til að klára þetta Íslandsmót með stæl. Liðið hefur unnið núna 14 leiki í röð og ekki tapað leik síðan Whitney Frazier kom til liðs við það. Hún hef- ur algjörlega smellpassað í liðið og gert mjög gott lið enn betra,“ skrifar Benedikt Guðmundsson körfubolta- sérfræðingur. »4 Haukakonur eru afar líklegar „Fyrst og fremst er ástæðan fyrir þessari ákvörðun minni annir í vinnu. Ég rek og á ásamt góðu fólki ört vaxandi fyrirtæki í Vestmanna- eyjum sem er í útflutningi á fersk- um fiskafurðum. Það kallar á meiri og meiri tíma og hefur gert í tölu- verðan tíma. Dagarnir eru langir, maður eldist og þarf meiri svefn,“ segir Arnar Pétursson sem hættir þjálfun karlaliðs ÍBV í handbolta eftir þetta tímabil. »1 Dagarnir eru langir og maður eldist Talsverð tíðindi voru opinberuð þegar Guðmundur Þ. Guðmundsson, lands- liðsþjálfari í handknattleik karla, valdi sinn fyrsta landsliðshóp eftir að hafa nýlega verið ráðinn landsliðsþjálfari í þriðja sinn á ferlinum. Fjórir nýliðar eru í 20 manna hópnum, sjö leikmenn sem voru í 16 manna landsliðshópnum á EM í Króatíu eru fjarri góðu gamni, þar á meðal Guðjón Valur Sigurðsson. »2-3 Talsverð tíðindi í fyrsta liðsvali Guðmundar ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Nú þegar aðeins rúmar tvær vikur eru til páska væri rétt að fara að huga að kaupum á egginu sem maður óskar sér, en salan gengur vel og vin- sælar gerðir gætu selst upp. „Hugmyndin fyrir þessa páska er „eitthvað fyrir alla“, við erum því með úrval af páskaeggjum og tókum engar gerðir út frá í fyrra en bættum þremur nýjum við,“ segir Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri hjá Nóa-Síríusi, og bætir við að sala á páskaeggjum hafi byrjað snemma í janúar síðastliðnum. „Það eru saltlakkrísflögu- og sjáv- arsaltsegg, byggt á vinsælasta súkkulaðinu hjá okkur í ár, pipar- kroppsegg og trítlaegg, en þetta eru allt vinsælar vörur hjá okkur. Við er- um enn með karamellu- og sjávar- saltseggið sem var vinsælast í fyrra og venjulega Nóakroppseggið og egg með kettinum Gretti fyrir krakkana, líka úr dökku súkkulaði fyrir þau sem vilja. Eins erum við með ætilega fígúru ofan á eggjunum núna, kanínu úr hvítu súkkulaði og kanínu í lopa- peysu,“ segir Silja Mist. Fjórar gerðir af lakkríseggjum „Við erum ekki með neinar nýj- ungar þetta árið, höldum áfram með piparlakkríseggið sem gerði allt vit- laust í fyrra,“ segir Atli Einarsson, viðskiptastjóri hjá Góu, en segir þó að Íslendingar séu mjög nýjunga- gjarnir og finnist alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt í sælgætinu. „Lítið piparlakkrísegg númer eitt er þó nýtt, það hefur selst eins og heitar lummur síðan í janúar. Salan fór snemma af stað og byrjar fyrr með ári hverju. Við erum með sígilt Góuegg, svo fjögur lakkrísegg; hreinan lakkrís, fylltan lakkrís með gulu eða bleiku marsípani og pipar- lakkrísegg. Það er svo skemmtilegt með marsípanlakkrísinn; fólki finnst yfirleitt annar liturinn betri á bragð- ið þótt litirnir séu í raun bragðlausir. En fólk finnur mun. Sígildu eggin seljast alltaf vel líka. Svo erum við með hraunegg með rísi. Minnstu eggin seljast mest hjá okkur eins og öðrum, fólk er svo mikið að smakka. Við erum svo með stærðir þrjú, fjög- ur, fimm, sjö og níu. Lakkríseggin eru í stærðum þrjú og fjögur. Stærsta eggið er númer ellefu, það selst ekki svo mikið en það er auðvit- að bara fyrir mestu sælgætis- æturnar.“ Sælgætisgerðin Kólus er með Sambóegg, aðeins eina gerð, og fót- bolta úr súkkulaði. „Við erum búin að vera með páskaegg og páskabolta, hvort tveggja 900 grömm, í nokkur ár, en við seljum eingöngu í fjárafl- anir, svo sem íþróttafélög og góð- gerðarsamtök, við erum því ekki með eggin okkar í verslunum. Við erum með sælgæti frá okkur og erlent inni í eggjunum,“ segir Snorri Páll Jóns- son, framkvæmdastjóri hjá Kólus. Eggin eru að seljast upp „Við erum með nýtt páskaegg í ár, djúpuegg. Í skelinni eru míní-djúpur, mjög góðar,“ segir Davíð Þórisson, sölustjóri hjá Freyju. „Við komum með tvö ný egg í fyrra, sterkdjúpuegg og saltkara- melluegg, sem seldust upp vel fyrir páska. Við erum svo með þessi klass- ísku draumegg og rísegg sem eru alltaf mjög vinsæl, mjólkurlaust egg og sykurlaust líka, án viðbætts syk- urs. Algengustu stærðirnar sem við seljum eru fjögur og níu.“ Davíð segir páskana snemma í ár og að eggin hjá þeim séu að seljast upp, þó að þau séu enn til í búðunum. Salan hafi byrjað á minnstu eggjun- um á þrettándanum, því hafi fólk lík- ast til byrjað að borða páskaegg áður en það kláraði að taka niður jóla- skrautið. „Sölutíminn er að lengjast, í gamla daga voru kannski 80% af sölunni síðustu þrjá til fjóra dagana fyrir páska, en nú er fólk að kaupa eggin miklu fyrr og borðar þau ekki bara á páskadag.“ Auk sælgætis er happdrættisleikur í öllum eggjum á fæti frá Freyju. Enginn sem Morgunblaðið ræddi við ætlaði að breyta út af venju með málshættina í ár. Páskaegg seld síðan í janúar  Veðjað á að pip- arlakkrísegg slái í gegn þetta árið Morgunblaðið/Árni Sæberg Vertíð Nú vinna sælgætisframleiðendur myrkranna á milli við að koma sem flestum páskaeggjum í verslanir um allt land. Á síðustu árum hefur fjölbreytni eggjanna aukist til mikilla muna og valkvíðinn gerir vart við sig.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.