Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 4
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 20184 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 Stöndum saman og kaupum álfinn – fyrir unga fólkið SÁÁ– til betra lífs Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Kynjahlutföll framboðslistanna á höfuðborgarsvæðinu fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru nokk- uð jöfn ef litið er til oddvita listanna og efstu tíu framboðssætanna. Alls voru samþykktir 49 fram- boðslistar í sveitarfélögunum sex á höfuðborgarsvæðinu. Í Kjósar- hreppi, sem telst til höfuðborgar- svæðisins, bárust engir framboðs- listar og fer því óhlutbundin kosning eða persónukjör fram í hreppnum. Í Reykjavík eru fleiri konur en karlar oddvitar á framboðslistum en þar eru níu konur sem leiða lista á móti sjö körlum. Þrjú sveitarfélög eru með fleiri konur en karla sem oddvita á listum og eru það Garða- bær, Hafnarfjörður og Reykjavík. Af þeim 16 framboðum sem bjóða fram í Reykjavík eru 85 konur og 75 karlar í efstu tíu sætunum. Listarnir með ójöfnustu kynjahlutföllin eru hins vegar allir í Reykjavík. Kvenna- hreyfingin er með ójöfnustu kynja- hlutföllin en einungis konur skipa tíu efstu sæti listans. Þar á eftir eru Ís- lenska þjóðfylkingin, Frelsisflokkur- inn og Karlalistinn en öll þrjú fram- boðin eru með átta karla og tvær konur í efstu tíu framboðssætum. Höfuðborgarlistinn, Sósíalistaflokk- ur Íslands, Borgin okkar – Reykja- vík og Píratar eru svo öll með sjö konur á móti þrem körlum í efstu tíu sætum framboðslista sinna. Í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæð- inu voru kynjahlutföll í tíu efstu sæt- um framboðslista annaðhvort jöfn eða skiptust 6 á móti 4, að undan- skildum Miðflokknum í Kópavogi sem er með sjö karla og þrjár konur í efstu sætum listans. Konur í forystu í Garðabæ Fleiri konur en karlar eru oddvit- ar í Garðabæ en þar eru þrjár konur sem leiða lista og einungis einn karl. Karlar eru hins vegar í meirihluta frambjóðenda í efstu tíu sætum en 22 karlar og 18 konur skipa tíu efstu sætin á framboðslistum í Garðabæ. Í Hafnarfjarðarbæ eru fimm kon- ur oddvitar framboðslista og þrír karlar. Kynjahlutföllin eru einnig nokkuð jöfn af frambjóðendum í tíu efstu sætunum en 42 karlar og 38 konur eru þar í framboði. Í Kópavogi eru sex karlar oddvitar framboðslista en einungis 3 konur. Alls eru 48 karlar í efstu tíu sæt- unum í Kópavogi og 42 konur. Karlar leiða fleiri lista á Nesinu Á Seltjarnarnesi eru karlar odd- vitar þriggja framboðslista en ein- ungis ein kona leiðir lista á Nesinu. Kynjahlutföll frambjóðenda í efstu tíu sætunum eru hins vegar hnífjöfn og eru 20 konur og 20 karlar í tíu efstu sætum. Í Mosfellsbæ eru svo sex karlar sem leiða framboðslista á móti tveimur konum. Hins vegar eru fleiri konur í framboði í Mosfellsbæ, alls 44 konur í efstu tíu sætunum á móti 36 körlum. Kynjahlutföll framboða nokkuð jöfn  Konur oddvitar á 9 framboðslistum í Reykjavík  Karlar 53% oddvita á framboðslistum á höfuðborg- arsvæðinu  Framboðslistarnir með ójöfnustu kynjahlutföllin í efstu tíu sætunum eru í Reykjavík Kynjahlutföll oddvita framboðanna á höfuðborgarsvæðinu Konur Karlar 23 26 47% 53% Hafnarfjörður 35 konur karlar Alls 8 framboðs- listar Höfuðborgarsvæðið alls Seltjarnarnes 3 1 kona karlar Alls 4 framboðs- listar Garðabær 3 konur 1 karlAlls 4 framboðs- listar Mosfellsbær 6 2 konur karlar Alls 8 framboðs- listar Reykjavík 79 konur karlar Alls 16 framboðs- listar Kópavogur 63 konur karlar Alls 9 framboðs- listar Alls eru 49 flokkar og framboð í Reykjavík, Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi 23 konur leiða þessaframboðslista og 26 karlar leiða framboðslistaá höfuðborgarsvæðinu Efstu 10 sæti lista á höfuðborgarsvæðinu 243 karlar 247 konur Morgunblaðið/Eggert Sveitarstjórnarkosningar Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin í Smáralindinni í Kópavogi. Kjördagur er 26. maí næstkomandi. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Elsti frambjóðandi landsins er líklega Guðrún Glúms- dóttir en hún fagnaði 100 ára afmæli fyrir tæpum mán- uði síðan. Guðrún býður sig fram í 14. sæti Ð-lista Framtíðarinnar í Þingeyjarsveit en hún er búsett að Hólum í Reykjadal. Guðrún segist alltaf hafa haft nokkurn áhuga á stjórnmálum þó hún hafi lítið tekið þátt í þeim sjálf. Að- spurð hvað hafi orðið til þess að hún ákvað að taka sæti á lista segir Guðrún: „Það var ekkert sérstakt. Þeim fannst svo ágætt að hafa mig þarna í heiðurssætinu. Mér var alveg sama.“ Þrátt fyrir það segir Guðrún að það sé ýmislegt sem á henni brennur. „Maður er nú mikið að hugsa þegar maður er orðinn svona gamall. Ég er nú helst að vona að allt sé sem best á landinu bara, og að fólk sé hraust,“ segir Guðrún. Jóna Björg Hlöðversdóttir, oddviti Ð-listans í Þing- eyjarsveit, segir að nafn Guðrúnar hafi komið snemma upp þegar rætt var um hvern ætti að skipa í heið- urssætið. „Hún var auðvitað nýbúin að fagna hundrað ára afmæli en svo hefur hún líka skoðanir á samfélag- inu,“ segir Jóna og bætir við að Guðrún hafi verið hæst- ánægð með að hafa verið boðið sæti á lista. Aðspurð hvort hár aldur Guðrúnar hafi haft áhrif á það að henni var boðið sæti á lista Framtíðarinnar segir Jóna: „Okk- ur fannst þetta bara viðeigandi. Við erum líka með frambjóðanda sem er nýorðinn átján ára svo við vildum hafa lista sem er lýsandi fyrir samfélagið“. Jafnframt segir Jóna að hún hafi einungis fengið jákvæð viðbrögð frá fólkinu í kringum sig við því að Guðrún hafi fengið sæti á lista. Guðrún hefur alla ævi búið í Reykjadal í Þingeyj- arsveit en aðspurð hvernig það hafi verið að alast þar upp segir hún: „Ég ólst upp við mikið frjálsræði. Það voru ekki miklar hömlur á unglingum og ungu fólki á þessum tíma. Ég borðaði mikið af fiski, gulrófum, mjólk og súru slátri. Það er svo gott!“ Guðrún fékk litla menntun en segist þó hafa fengið að fara í farskóla öðru hverju. „Það var ekki mikið kennt í barnaskóla þegar ég var krakki. Annað slagið var eitthvað kennt á bæjum. Nú læra allir og eru nán- ast alla ævina í skóla“ segir Guðrún og bætir hlæjandi við: „En þrátt fyrir það finnst mér fólk ekkert betur að sér í mörgum hlutum.“ 100 ára í framboði 14. sæti Guðrún Glúmsdóttir er 100 ára og í framboði.  Elsti frambjóðandi landsins er á lista Framtíðarinnar Leikmenn í meistaraflokkum Aftur- eldingar í blaki og handbolta hafa skorað á frambjóðendur í sveit- arstjórnarkosningum í Mosfellsbæ að endurnýja gólfefnin í íþróttasölum að Varmá. „Það fylgir því mikil ábyrgð og er í raun óásættanlegt að bjóða afreks- fólki í íþróttum og yngri iðkendum upp á þessar aðstæður, vitandi fullvel að gólf sem þessi ýta undir að hluti iðkenda mun þróa með sér stoðkerf- isvandamál og álagsmeiðsli. Bak-, mjaðma-, hné- og ökklameiðsli sem eru óafturkræf.“ Nýja íþróttahúsið að Varmá var tekið í notkun árið 1998 og er Aftur- elding eina félagið í efstu deild karla í handbolta sem leikur á dúk. Blakdeild Aftureldingar æfir og spilar í gamla íþróttasalnum, en þar var dúkur lagð- ur beint ofan á steypu á sínum tíma. Afturelding skorar á frambjóðendur að endurnýja gólf íþróttahússins að Varmá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.