Morgunblaðið - 17.05.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 17.05.2018, Síða 6
sem koma hingað vegna fjölskyldu- sameiningar, og leysa það hvernig fólkið eigi að lifa. „Ekki er hægt að leggja það á aðstandendur að sjá fyrir einum eða tveimur eldri ein- staklingum,“ segir Þórunn og reiknar með að Landssambandið taki þessi mál inn í viðræður við stjórnvöld um þá sem standa höll- ustum fæti í samfélaginu. Nefnir að hugsanlega verði að stofna sér- stakan sjóð í þessum tilgangi. Hún þekkir dæmi þess að fólk hafi 100 þúsund krónur í lífeyri á mánuði. Einnig fólk sem flytur aft- ur heim til Póllands vegna þess að það geti frekar lifað þar á þeim hlutalífeyri sem það fær hér, auk þess lífeyris sem það á rétt á úti. Tímabundin aðstoð Þegar fólk getur ekki framfleytt sér kemur til kasta félagsþjónustu viðkomandi sveitarfélags að hjálpa upp á sakirnar. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna er bundin ýmsum skilyrðum. Guðrún Ágústsdóttir tekur fram að hún sé hugsuð sem tímabundin aðstoð en ekki fram- færsla til framtíðar. Finna þurfi leiðir til þess aðstoða þetta fólk svo það búi ekki við fátækt. „Við eigum að leysa þetta sameiginlega, þjóð- in, ekki einstök sveitarfélög. Við skulum vera undir þessa þróun bú- in. Innflytjendur eldast eins og við hin og við eigum ekki að bíða með að gera eitthvað þangað til það er orðið of seint,“ segir Guðrún. Aldraðir innflytjendur » Í byrjun síðasta árs bjuggu tæplega 36 þúsund innflytj- endur á Íslandi, eða 10,6% mannfjöldans, og hefur fjölgað síðan. Af þeim býr rúmlega helmingur í Reykjavík. » Á síðasta ári bjuggu 263 aldraðir einstaklingar, 67 ára og eldri, af erlendum uppruna í Reykjavík. Það þýðir að nokkur hundruð eldri innflytjendur búa í landinu. » Athuganir benda til að þetta fólk nýti sér að takmörkuðu leyti þá þjónustustu sem borg- in býður eldra fólki, til dæmis í félagsstarfi. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Öldrunarráð Reykjavíkur, Lands- samband eldri borgara og fleiri stofnanir og samtök hafa áhyggjur af afkomu eldri borgara af erlend- um uppruna sem ekki hafa náð að vinna sér inn full réttindi í lífeyris- og lífeyrissjóðakerfinu. Á komandi árum mun fjölga mjög í þessum hópi. Hvatt er til þess að mótuð verði stefna og gripið til sérstakra aðgerða. Öldrunarráð Reykjavíkurborgar hélt ráðstefnu um málefni aldraðra innflytjenda og hefur í kjölfar þess samþykkt bókun þar sem vakin er athygli á vandamálinu. Það stafar ekki síst af því að aldraðir borg- arar af erlendum uppruna eiga ekki rétt á tekjutryggingu hjá Tryggingastofnun nema að hluta til. Tillagan verður tekin fyrir í borgarráði í dag. „Réttindakerfi okkar byggist á búsetu, eins og á hinum Norður- löndunum. Fólk safnar réttindum með því að búa í landinu. Ef fólk hefur ekki búið lengi í landinu öðl- ast það ekki fullan rétt til lífeyr- isgreiðslna,“ segir Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Trygginga- stofnunar ríkisins. Fólk fær fullan rétt til lífeyrisgreiðslna með því að búa í landinu í 40 ár, á aldrinum 16 til 67 ára. Búseta í styttri tíma veit- ir hlutfallsleg réttindi. Sigríður Lillý bendir á að fólk geti jafn- framt átt réttindi í sínu fyrra heimalandi. Greiðsla iðgjalda í lífeyrissjóð er grundvöllur lífeyris úr Lífeyris- sjóðum. Fólk fær réttindi þar með þátttöku á vinnumarkaði hér í lengri tíma. Getur fjölgað hratt í hópnum Guðrún Ágústsdóttir, formaður öldrunarráðs Reykjavíkurborgar, segir að fólki af erlendum uppruna á ellilífeyrisaldri geti fjölgað hratt á næstu árum og áratugum. Geti viðfangsefnið því orðið erfitt og flókið í framtíðinni ef ekki er brugðist strax við. Hún segir mikilvægt að koma á framfæri við fólk af erlendum upp- runa upplýsingum um réttindi þess og skyldur. Þar sé tungumálið lyk- illinn. Því betur sem fólk tali ís- lenskuna þeim mun betur geti það tekið þátt í samfélaginu. Málið hefur verið til umfjöllunar í stjórnarráðinu því að drepið er á það sem áhættuþátt í greinargerð með tillögu að fjármálaáætlun rík- isstjórnarinnar fyrir árin 2019 til 2023. „Leita þarf leiða til að auka stuðning við þann hóp eldri borg- ara sem ekki hefur áunnið sér full réttindi í almannatryggingum hér á landi þar sem búseta þeirra er of stutt, til dæmis innflytjenda, og tryggja þannig framfærslu þeirra,“ segir þar. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, for- maður Landssambands eldri borg- ara, segir að stjórnvöld verði að taka ákvörðun í þessu máli, sér- staklega varðandi innflytjendur Ná ekki fullum lífeyrisréttindum  Fólk af erlendum uppruna nær oft ekki að ávinna sér full réttindi í lífeyriskerfi almannatrygginga og hjá lífeyrissjóðum  Öldrunarráð Reykjavíkur og Landssamband eldri borgara vilja aðgerðir Morgunblaðið/Ómar Aldraðir Fólk sem flutt hefur til landsins eftir miðjan aldur nær ekki að vinna sér inn full lífeyrisréttindi og getur lent í fátækt á ellilífeyrisaldri. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 184.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! sp ör eh f. Útivist við Achensee Achensee vatn liggur í fögrum dal í Austurríki, innrammað af fjallgörðum Karwendel- og Rofanfjalla. Á svæðinu eru meira en 500 km af merktum gönguleiðum og möguleikarnir eru því fjölbreyttir. Gist verður allar næturnar á 4* útivistarhóteli með heilsulind sem eykur á ánægjulega upplifun í þessari ferð. 18. - 25. ágúst Fararstjóri: Anna Sigríður Vernharðsdóttir Banaslys varð á Suðurlandsvegi, við afleggjarann að Landeyjahafn- arvegi, um kl. 14:30 í gær þegar tveir bílar rákust saman. Einn lést við áreksturinn og þrír aðrir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæsl- unnar á slysadeild í Reykjavík. Oddur Árnason, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni á Suður- landi, sagði í samtali við mbl.is í gær að ekki væri hægt að gefa nánari upplýsingar um tildrög slyssins að sinni. Um er að ræða níunda banaslys- ið í umdæmi lögreglunnar á Suð- urlandi það sem af er þessu ári. „Við höfum aldrei séð viðlíka tölur og þessar,“ segir Oddur og bendir á að mest hafi 14 látist í banaslys- um í umdæminu á einu ári. Þar á Oddur ekki eingöngu við umferð- arslys. Níunda banaslysið á árinu á Suðurlandi Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn hyggst setja Sundabraut aftur á áætlun og kanna möguleika á einkaframkvæmd sem flýta muni fyrir verkefninu. Einnig hyggst flokkurinn lækka útsvar í Reykjavík úr 14,52% í 13,98% í fjór- um þrepum á fjórum árum. Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi Eyþórs Arnalds, oddvita sjálfstæðismanna í Reykja- vík, og Bjarna Benediktssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins og fjár- málaráðherra, í Marshall-húsinu á Granda í gær. Kosningar til sveitar- stjórnar á landsvísu verða haldnar 26. maí. Í samráði við Vegagerðina Í áætlunum sínum um Sundabraut gerir Sjálfstæðisflokkurinn ráð fyrir því að unnið verði að hagkvæmustu útfærslu Sundabrautar í samstarfi við Vegagerðina. Vegagerðin hefur talið að besti kosturinn í stöðunni sé að Sundabraut liggi um svonefnda innri leið, þ.e. frá Gelgjutanga yfir í Gufunes, en borg- armeirihlutinn hefur hins vegar ákveðið að brautin muni liggja á svo- nefndri ytri leið, úr Kleppsbakka yfir í Gufunes. Í kjölfarið samdi Reykja- víkurborg við fasteignafélagið Festi ehf. um uppbyggingu 332 íbúða á Gelgjutanga. „Það er fagnaðarefni að Sjálfstæð- isflokkurinn stígi fram fyrir kosning- ar á sveitarstjórnarstiginu með skýra sýn sem tengist tengingum við höf- uðborgina. Við finnum fyrir því um allt land að það er kallað eftir því frá sveitarfélögum sem liggja að höfuð- borgarsvæðinu að tengingar til og frá borginni séu styrktar,“ sagði Bjarni um áformin um Sundabrautina. Um útsvarslækkunina kom fram í máli hans nú væru kjöraðstæður til lækkunar á álögum. Telja sjálfstæð- ismenn útsvarslækkun tryggustu leiðina til tekjuhækkana. Byggð og atvinna á Keldum Sjálfstæðisflokkurinn hyggst koma upp íbúðabyggð á landi ríkisins við Keldur, en einnig verður gert ráð fyr- ir atvinnustarfsemi. Stofnunum verð- ur einnig komið fyrir á Keldum. „Þetta þrennt fer vel saman, þetta svæði er yfir 100 hektarar. Reykjavík hefur verið að þétta byggð á dýrum stöðum, þarna er tækifæri til að þétta á hagkvæmum stað,“ sagði Eyþór og nefndi einnig að stofnanir hefðu horf- ið frá borginni til annarra sveitarfé- laga. „Það er enginn skortur á landi til að leysa þann vanda sem hefur birst okkur hér á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur einfaldlega skort sýnina til þess. Aðalatriðið fyrir borgarbúana er að það sé sýn til að opna fyrir nýja búsetumöguleika fyrir þá,“ sagði Bjarni. Umferðaröryggi á oddinn Sjálfstæðismenn lögðu einnig fram hugmyndir um fækkun ljósastýrðra gatnamóta í Reykjavík og styttingu ferðatíma í strætisvögnum með sér- akreinum. Sjálfstæðismenn vilja einnig koma á fót tilraunaverkefni um samflot í bílum á sérakreinum. Fram kom að brýnast væri að ráð- ast í bætur á gatnamótum við Bú- staðaveg, Kringlumýrarbraut, Háa- leitisbraut og Grensásveg enda væru þessi gatnamót meðal þeirra hættu- legustu á landinu. Eyþór sagði vænt- an kostnað af framkvæmdunum nema einum til tveimur milljörðum króna á hver gatnamót. „Þau taka ekki mikið landsvæði en munu leysa umferðarvandann að miklu leyti,“ sagði hann. Sjálfstæðismenn með augun á Sundabraut  Oddviti og for- maður boða út- svarslækkun Morgunblaðið/Hari Áherslumál Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni sjálfstæðismanna, og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðuðu til blaðamannafundar í gær.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.