Morgunblaðið - 17.05.2018, Side 16
16 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018
Smart sumarföt, fyrir smart konur.
Holtasmári 1
201 Kópavogur
sími 571 5464
Str. 38-52
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Með fulla bakka Trjáplöntur tilbúnar til gróðursetningar, f.v. Lee Croat,
Caitlin Wilson, Haukur Þór Ísfeld Helgason og Harald Schalter.
Atli Vigfússon
laxam@simnet.is
Sandurinn í útjaðri Aðaldals-hrauns er laus í sér og í ár-anna rás hefur sandfokiðleikið landið hart sem er
opið fyrir öllum vindáttum. Fólkið
sem þangað var mætt hefur það að
markmiði að bæta umhverfið með
uppgræðslu og nýtur þess að rækta
með sameiginlegu átaki. Græðum
Ísland eða CARE-Rewilding Ice-
land, eins og verkefnið er kallað á
ensku, er sjálfboðaliðaverkefni um-
hverfissamtakanna Landverndar
þar sem hópum gefst kostur á að
leggja sitt af mörkum í að bæta
gróður- og jarðvegsauðlind landsins
og binda kolefni í leiðinni. Mark-
miðið er að vinna sjálfboðaliða-
verkefni þar sem landslag er þann-
ig að erfitt er að komast að með
tæki og því þarf margar hendur til
þess að sá fræjum, bera á tilbúinn
áburð og gróðursetja plöntur.
Árið 2017 var fyrsta ár þessa
verkefnis og um 250 sjálfboðaliðar,
erlendir og innlendir, tóku þátt í að
setja niður 16.000 birkigræðlinga í
Hekluskógum við Þjófafoss og bor-
inn var áburður á um 40 hektara.
Unnið hefur verið í samstarfi við
Landgræðslu ríkisins og sendiráð
Bandaríkjanna styrkti byrjunarárið
og sérstaklega útvíkkun verkefnis-
ins á Norðurlandi 2018. Þá eru um-
hverfis-og auðlindaráðuneytið,
Ferðafélag Ísland og Wowair einnig
styrktaraðilar.
Margar hendur
vinna létt verk
Fyrsti hópurinn til að koma í
Græðum Ísland árið 2018 var frá
háskólanum í British Columbia í
Kanada, nánar tiltekið frá Vancouv-
er. Hópurinn samanstóð af 21 nem-
enda og tveimur kennurum og
dvöldu þau hér í nær þrjár vikur
við hin ýmsu verkefni. Hjá Land-
vernd í þessu átaki var Caitlin Wil-
son verkefnistjóri, en hún sér um
verkefnið Græðum Ísland. Sam-
starfsaðili er Landgræðslan og voru
þau Sigríður Þorvaldsdóttir og Þor-
lákur Páll Jónsson, sem bæði starfa
í Þingeyjarsýslum, verkstjórar
sjálfboðaliðanna og ráðgjafar í
framkvæmdinni.
Dagurinn í Aðaldalshrauni var
aðeins eitt stopp af mörgum í ferð
þessa sjálfboðaliðahóps þar sem
nemendur skoðuðu og lærðu um
náttúru Íslands og sjálfbærni. Þetta
var einn dagur þar sem mikið var
unnið og mikið gerðist. Það felst í
því talsverð áskorun að koma gróðri
á skrið í svona umhverfi. Allt frá
síðustu öld hefur mikið verið unnið í
því að gera yfirborðið stöðugra m.a.
með beitarfriðun og landgræðsluað-
gerðum þ.e. með dreifingu á til-
búnum áburði og sáningum. Verk-
efni sjálfboðaliðanna var fjölbreytt,
en ríflega 1000 víðiplöntum var
plantað og dreift var úr gömlum
heyrúllum. Auk þess var miklu af
melgresisfræi handsáð í krappar og
sendnar dokkir og sandskafla þar
sem erfitt er að athafna sig með
sáðvél. Þá var fræinu einnig rakað
niður í sandinn til þess að festa það
og tilbúinn áburður settur yfir.
Þannig vonast þeir sem að verkefn-
inu vinna til þess að gróðurþekjan á
svæðinu aukist.
Dagurinn var mjög
ánægjulegur
Lee Croat, kennari sjálfboða-
liðanna, var mjög ánægður með
þessa ferð til Íslands og sagði að
hann hlakkaði alltaf til þess að
koma, en hann hefur komið hingað
með hópa í mörg ár í röð og segir
að það sé alltaf jafn gaman.
„Landið ykkar er dásamlega
fallegt, en það þarf að rækta það og
græða. Það er svo ánægjulegt að
gera gagn og þetta er dásamleg
upplifun fyrir nemendur okkar í há-
skólanum í Vancouver,“ sagði hann
og brosti. Sjálfboðaliðarnir voru
sammála, enda allir mjög ánægðir
með daginn í Aðaldalshrauni og
sögðu að það væri virkilega gaman
að græða landið.
Gaman er að græða landið
Það var margt um
manninn í útjaðri Aðal-
dalshrauns dag einn í
síðustu viku á stað þar
sem hraunið er úfið og
illt yfirferðar. Þar var
hátt á þriðja tug áhuga-
fólks um landgræðslu
saman komið til að
leggja hönd á plóginn til
þess að styrkja gróður-
þekjuna sem er ákaflega
rýr og viðkvæm.
Fræi og áburði útdeilt Sigríður Þorvaldsdóttir og Þorlákur Páll Jónsson
eru hér að taka til fötur, svo allir sjálfboðaliðar fái verk að vinna.
Melfræ í fötum Brosmildir sjálfboðaliðar á leið til sáningar, F.v. Blake
Pelequin, Cameron Houchmand, Maria Vas og Shea Thorne.
Til í slaginn Felix Finnbogi Brötzmann slóst í för með fólkinu og bar á. Tekist á við heyrúllur Það þarf að leysa úr rúllunum, en sjálfboðaliðunum fannst það mjög gaman.