Morgunblaðið - 17.05.2018, Page 22

Morgunblaðið - 17.05.2018, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum www.volkswagen.is Við látum framtíðina rætast. Nýr Tiguan á grípandi tilboði. 4.990.000 kr. Fjórhjóladrifinn, sjálfskiptur Tiguan Offroad Listaverð 5.790.000 kr. Nú bjóðum við Volkswagen Tiguan Offroad á sérstöku tilboðsverði. Skarpar línur, mikið innanrými og sniðugar tækninýjungar gera hann að spennandi kosti. Tiguan Offoad skartar ríkulegum staðalbúnaði sem eykur ánægju og öryggi í akstri. Komdu í reynsluakstur! 5 ár a áb yr gð fy lg ir fó lk sb ílu m H E K LU að up pf yl ltu m ák væ ðu m áb yr gð ar sk ilm ál a. Þ á er að fin na á w w w .h ek la .is /a by rg d • M yn di n er af T ig ua n R -L in e. Um þessar mundir er listakonan Ragnhildur Stefánsdóttir, sem m.a. gerði brjóstmyndina af séra Bjarna Þorsteinssyni, tónskáldi og fyrsta heiðursborgara Siglufjarðar, að fullvinna styttu af Gústa guðs- manni, Ágústi Gíslasyni. Styttan verður steypt í brons í Þýskalandi og reist á Ráðhústorginu á Siglu- firði og væntanlega afhjúpuð/vígð á afmælisdegi Gústa þann 29. ágúst næstkomandi. Sigurvin, áhugamannafélag um minningu Gústa guðsmanns, á veg og vanda af því að minnisvarðinn verði reistur, á 100 ára kaupstað- arafmæli Siglufjarðar, nú Fjalla- byggðar. Við hæfi þykir að styttan verði á Ráðhústorginu í bænum, en þar boðaði Gústi orðið í ein 40 ár. „Ánægjulegt er að skynja og heyra hve slík gjöf til Siglufjarðar- kaupstaðar, á eitt hundrað ára af- mæli kaupstaðarins, vekur mikla athygli. Söfnun til að kosta styttuna hefur staðið yfir í stuttan tíma og gengur mjög vel. Erum við fullviss um að hin ýmsu fjárframlög, stór og smá, munu fjármagna gerð styttunnar sem kosta mun um 10 milljónir króna,“ segir í grein- argerð frá áhugamannafélaginu Sigurvin. Opnaður hefur verið reikningur í Arion banka á Siglufirði sem ber heitið Sigurvin, eins og bátur Gústa sem varðveittur er á Síldarminja- safni Siglufjarðar. Ágúst Gíslason var fæddur í Hvammi í Dýrafirði árið 1897. Hann lést árið 1985 og hvílir í Siglufjarðarkirkjugarði. Gústi guðsmaður tekur á sig mynd Morgunblaðið/Valli Gústi Séra Vigfús Þór Árnason frá áhugamannafélaginu Sigurvin heimsótti listakonuna í gær, Ragnhildi Stefánsdóttur, sem er að gera styttuna af Gústa.  Stefnt að vígslu minnisvarða á afmælisdegi Gústa í sumar  Áhugamannafélag með söfnun í gangi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.