Morgunblaðið - 17.05.2018, Page 28

Morgunblaðið - 17.05.2018, Page 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Í síðustu viku var í Grensáskirkju í Reykjavík opnuð sýningin Drög að Fangelsisminjasafni Íslands. Þar er að finna ýmis gögn og gripi úr fang- elsum landsins sem hefur verið komið fyrir í glerskápum en á veggjum eru ýmsar blaðaúrklippur, myndir og fleira. Gjarnan eru þetta munir sem fangaverðir hafa haldið til haga og svo falið Hreini S. Hákonarsyni, fanga- presti Þjóðkirkjunnar, til varðveislu en hann stendur að þessari sýningu. Frelsissvipting er ekkert gamanmál „Eðli og starfsemi fangelsa er ef til vill þannig að fólk vill og kýs að gleyma reynslu og sögu, því frels- issvipting er ekkert gamanmál. Mér finnst hins vegar mikilvægt að halda þessu til haga, meðal annars svo koma megi betur en ella á framfæri því upp- byggjandi starfi sem unnið er í fang- elsum landsins. Þaðan eiga brota- menn að fara eftir afplánun sem betri menn og sú er vonandi oft raunin,“ segir Hreinn S. Hákonarson sem hef- ur verið fangaprestur síðastliðin 25 ár. Meðal þess sem á sýningunni er má nefna einkennisbúninga og búnað fangavarða, fatnað gæsluvarðhalds- fanga, vímumæla, gripi úr iðnfram- leiðslu í fangelsinu á Litla-Hrauni, dagbækur og smámuni ýmiskonar. Eitt af því sem sérstaka athygli vekur er eintak af Nýja testamentinu; þar sem innan bókbandsins í blaðsíð- urnar er skorin lítil hola; væntanlega í þeim tilgangi að koma þar fyrir vímu- efnum og bera þannig milli manna. Margt fleira er tiltækt og verður ef til vill uppi við síðar. Sýningin í Grens- áskirkju verður opin út þennan mán- uð og hugmyndir eru svo uppi um að einhver hluti hennar að minnsta kosti verði uppi við í fangelsinu að Litla- Hrauni. Rimlar í ruslið Bollaleggingar hafa verið um að stofna til sérstaks réttarvörslusafns með ýmsu því er tengist lögreglu, toll- gæslu, dómstólum og fangelsum. Hef- ur verið nefnt að koma slíku safni fyr- ir í gamla Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í Reykjavík. Engin ákvörðun liggur þó fyrir. Má í því sambandi nefna að víða eru til fang- elsissöfn erlendis, svo sem í Horsens á Jótlandi í Danmörku en þegar þar var reist nýtt fangelsi var því gamla breytt í safn sem margir sækja. Á líðandi stundu í fangelsum jafnt sem annarsstaðar er ekki alltaf mikið sinnt um söguna sem sprettur fram og skapast hvern einasta dag. Margt hefur því farið forgörðum. „Já, mér fannst ansi leitt að rimlar sem voru fyrir gluggum fangelsins á Litla-Hrauni skyldu glatast þegar þeim var skipt út fyrir hert gler. Rimlar hafa um margt verið tákn- myndir fangelsanna, en þeir fóru allir í ruslið sem er hálfgerð synd. Ég hefði viljað halda í rimla úr að minnsta kosti einum glugga, þeir hefðu sómt sér vel á safni,“ segir Hreinn sem hefur síðustu árin verið að skrifa sögu Litla-Hrauns en fang- elsið þar var opnað 8. mars 1929. Sag- an spannar því orðið bráðum níutíu ár og því er af mörgu að taka. Sinnir fimm fangelsum „Ég sinni þjónustu í öllum fangels- unum. Þá mæti ég föngunum jafnan í þeirra aðstæðum; inni í klefum, á göngunum eða á vinnustöðum þeirra,“ segir Hreinn. Hann sinnir öllum fangelsum landsins sem eru alls fimm talsins; það er Litla-Hraun, Sogn í Ölfusi, Hólmsheiði, Kvía- bryggja við Grundarfjörð og Ak- ureyri. Á hverjum tíma eru þar í haldi oft um 160 manns og geta allir notið þjónustu fangaprestsins sem sinnir sálgæslu á þessum stöðum, helgihaldi og annari þjónustu eftir at- vikum. Táknmyndir fangelsanna  Vísir að minjasafni  Merkir munir í Grensáskirkju  Frumkvæði fanga- prestsins  Skrifar sögu Litla-Hrauns Morgunblaðið/Árni Sæberg Fangaprestur Ég mæti föngunum í þeirra aðstæðum, segir sr. Hreinn S. Hákonarson hefur sinnt starfinu í 25 ár. Boðskapur Nýja testamentið er gagnlegt. Hér sést bók þar sem fangi skar holu í bókina, væntanlega til að að flytja vímuefni milli manna og klefa. Húfa Ýmissa grasa kennir í safninu. Föt Jogginggallar sem eru merktir mönnum í gæsluvarðhaldi. Munir Númeraspjöld og axlaborðar. „Sem fangaprestur hef ég kynnst mörgum góðum mönnum, sem hafa lent á villigötum vegna vímuefna,“ segir Hreinn S. Hákonarson. „Margir þessara manna komast á rétta braut aftur og sumir halda sambandi við mig áfram eftir afplánun, sem er ánægjulegt. Flestum heyri ég þó ekkert meira í, sem er eðlilegt. Fangar eru hvorki trúaðri eða trúlausari en gengur og gerist með fólk. Hitt er annað að þegar fólk hefur verið svipt frelsi sínu er það stundum móttækilegra fyrir boðskap kristinnar trúar en við aðrar og betri að- stæður.“ Það liggur í málanna eðli liggi að fangavist er fólki jafnan erfið, segir Hreinn, og jafnvel erfiðari miðað við aðstæður nútímans en áður var. „Samfélagið hefur gjörbreyst á undanförnum árum með tilkomu netsins og síðar snjallsíma, sem eru bannaðir inni í fangelsunum. Því eru fangar ekki bara sviptir réttinum til að fara frjálsir ferða sinna heldur líka þeirri vídd sem til er í stafrænni veröld. Að hafa ekki aðgang að henni hefur reynst mörgum föngum talsvert erfitt,“ segir Hreinn. Frelsissvipting erfið á tímum snjallsíma FANGAR ERU OFT MÓTTÆKILEGIR FYRIR BOÐSKAP TRÚARINNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.