Morgunblaðið - 17.05.2018, Síða 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018
vettvangi og einnig að sinna þeim
áhersluverkefnum sem við höfum
ákveðið að leggja áherslu á. En við
getum ekki beitt okkur á öllum víg-
stöðvum. Það er hins vegar ekki
óeðlilegt að minni ríkin í þessu sam-
starfi þurfi að forgangsraða með
þessum hætti.“ Bendir hann á að
stærstu ríkin á borð við Bandaríkin,
Kína og Rússland séu með á annað
hundrað starfsmenn á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna á hverjum tíma.
„Þessi ólíka staða veldur því að
sem fastafulltrúi geng ég í mun fleiri
störf en margir þeir sem gegna sama
hlutverki hér fyrir hönd annarra
þjóða. Það hefur stundum nokkuð
skrítnar afleiðingar. Í þessu kerfi er
mjög skýr verkaskipting og það þyk-
ir stundum beinlínis óheppilegt að
sjálfur fastafulltrúinn sé með puttana
í málum sem meðal stærri þjóða eru á
könnu almennra starfsmanna. En við
höfum lært inn á þetta og ég beiti
mér á réttum stöðum, þar sem það
þykir viðeigandi.“
Aðalvettvangur Sameinuðu þjóð-
anna er Allsherjarþingið. Þar eiga
allar aðildarþjóðirnar sæti og heldur
hver þeirra á einu atkvæði. Einar
segir að á þinginu séu samþykktar
rúmlega 300 ályktanir árlega.
„Margar þessara ályktana hafa
komið oftar en einu sinni fyrir þingið
og sumum finnst eins og að þar sé að-
eins um fasta liði að ræða eins og
venjulega. En ályktanir Allsherj-
arþingsins geta haft mjög stefnumót-
andi áhrif þó þær séu ekki lagalega
bindandi. Það er grundvallarskylda
Íslands að halda vel á þessu atkvæði
og uppfylla skyldur sínar gagnvart
SÞ með því. Það getur verið erfitt
fyrir litla fastanefnd að halda utan
um þessa þátttöku og hafa góða yf-
irsýn yfir allt það sem við erum að
taka afstöðu til.“
Einar segir að oftast liggi nokkuð
ljóst fyrir með hvaða hætti Ísland
greiði atkvæði um ályktanir þingsins.
Hins vegar sé nauðsynlegt að gott
samtal eigi sér stað milli fastanefnd-
arinnar og utanríkisráðuneytisins á
hverjum tíma.
„Hin endanlega pólitíska ábyrgð
liggur hjá ráðuneytinu og ráðherra.
Þess vegna er ráðuneytið vel upplýst
um okkar störf á hverjum tíma. En
starfið byggir einnig á ríku trausti
milli aðila. Af þeim sökum hef ég, líkt
og forverar mínir lagt á það ríka
áherslu að kynna vel starf fasta-
nefndarinnar og ég tel mikilvægt að
bæði ráðherrar og þingmenn, bæði í
meirihluta og stjórnarandstöðu, sæki
Sameinuðu þjóðirnar heim. Með því
eykst þekking á starfi stofnunarinnar
en fastanefndin fær þá einnig betri
tilfinningu fyrir þeim viðhorfum sem
uppi eru í stjórnmálunum heima á
hverjum tíma.“
Stundum þarf að bregðast
skjótt við aðstæðum
Á stundum getur orðið sviptinga-
samt í starfi Allsherjarþingsins. Seg-
ir Einar að þá geti þurft að hafa hrað-
ar hendur.
„Það gerist endrum og eins að við
verðum að bera ákvarðanir undir
ráðherra með skömmum fyrirvara,
jafnvel aðeins nokkurra klukku-
stunda. En sem betur fer höfum við
yfirleitt meira svigrúm en það. Þá
hafa Norðurlandaríkin fylgst þétt að
og fastafulltrúar ríkjanna hittast til
dæmis á hverjum miðvikudags-
morgni til að bera saman bækur sín-
ar. Samstarfið á þeim vettvangi gefur
þjóðunum mikla vigt þegar svo ber
undir.“
Einar viðurkennir þó að afstaða
þjóðanna fari ekki alltaf saman og að
í ákveðnum málaflokkum eigi tiltekin
ríki meira sameiginlegt en önnur.
„Þegar kemur að málefnum hafs-
ins, sem eru algert forgangsmál okk-
ar á vettvangi SÞ og við höfum tekið
mjög föstum tökum, fer afstaða okk-
ar mjög gjarnan saman við afstöðu
ríkja á borð við Noreg, Japan, Kan-
ada og jafnvel Bandaríkin og Rúss-
land svo dæmi sé tekið.“
Áhersla lögð á heimsmark-
miðin um sjálfbæra þróun
Á ferð okkar um höfuðstöðvar SÞ
rekumst við á nokkrum stöðum á vís-
anir til heimsmarkmiða stofnunar-
innar um sjálfbæra þróun sem nú er
unnið að í sautján liðum. Einar segir
þessi svið öll mikilvæg en að Ísland
hafi tekið ákvörðun um að beita sér
sérstaklega á fjórum þeirra. Í ljós
hafi komið að það skili sér með já-
kvæðum hætti.
„Innan heimsmarkmiðanna höfum
við lagt áherslu á jafnréttismál og
sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda
með sérstakri áherslu á jarðhitamál,
málefni hafsins og landgræðslu. Í
þessum fjórum málaflokkum hefur
rödd Íslands mikið vægi vegna ára-
tugalangs starfs Háskóla Sameinuðu
þjóðanna á Íslandi. Þá hefur Ísland
að auki hvatt til þess að málefnum
mænuskaðaðra verði betur sinnt.
En Ísland beitir sér á þessum svið-
um með þeim hætti að eftir er tekið.
„Það er t.d. afar ánægjulegt að sjá
að hvergi í heiminum er meira fé
safnað meðal almennings og fyr-
irtækja til starfsemi UN Women en á
Íslandi. Það er merkilegt í ljósi
stærðar þjóðarinnar. Þá erum við
einnig í hópi þeirra ríkja sem mest
leggja til UNICEF og það er afar
gott. Þetta staðfestir að við getum
haft áhrif og það munar um okkur á
þeim sviðum þar sem við ákveðum að
beita okkur og við getum verið mjög
stolt af öflugu starfi landsnefnda
UNICEF og UN Women á Íslandi“
Hægt að hafa áhrif á
vettvangi SÞ
Einar segir að það sé einstaklega
ánægjulegt að vera treyst til þess að
vera rödd Íslands á vettvangi SÞ.
„Við höfum mikið fram að færa á
ákveðnum sviðum og með einbeita
okkur af þeim tekst okkur að halda
merki Íslands hátt á lofti og vonandi
að leggja okkar af mörkum til að
gera heiminn að betri stað fyrir sem
flesta.“
Ísland beitir sér á tilteknum sviðum
Framlög einkaaðila til UN Women hvergi hærri en frá Íslandi Sex starfsmenn fastanefndar Íslands hjá SÞ
Morgunblaðið/Stefán Einar Stefánsson
SÞ Einar Gunnarsson hefur gegnt embætti fastafulltrúa hjá Sameinuðu
þjóðunum frá árinu 2015 en innan skamms heldur hann á nýjan vettvang.
VIÐTAL
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Árið 1945 stóðu fimmtíu ríki að stofn-
un Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og var
stofnskjalið undirritað 26. júní það ár.
Ísland var ekki í hópi þessara ríkja
þar sem ekki var vilji til að lýsa öx-
ulveldunum stríð á hendur en í lok
júlí 1946 samþykkti Alþingi að sótt
yrði um aðild að samtökunum. Þann
9. nóvember sama ár var aðildar-
umsóknin samþykkt en ásamt Íslandi
gengu þá Svíþjóð og Afganistan í SÞ.
Thor Thors, sendiherra Íslands í
Bandaríkjunum, undirritaði yfirlýs-
inguna um aðild Íslands að SÞ, var
formaður fyrstu sendinefndar Ís-
lands á allsherjarþinginu og var ári
síðar, 1947, skipaður fastafulltrúi hjá
Sameinuðu þjóðunum og gegndi
hann þeim störfum til æviloka jafn-
hliða sendiherrastarfinu í Wash-
ington. Hann lést 11. janúar 1965.
Frá þeim tíma hafa 14 fastafulltrúar
setið fyrir Íslands hönd á allsherj-
arþingi Sameinuðu þjóðanna. Því
embætti gegnir nú Einar Gunnars-
son sendiherra og fyrrverandi ráðu-
neytisstjóri í utanríkisráðuneytinu.
Síðar á þessu ári lætur hann af starf-
inu en hann tekur á næsta ári við
starfi formanns embættismanna-
nefndar Norðurskautsráðsins.
Blaðamaður hitti Einar í höf-
uðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í
New York og ræddi við hann um
starfið á vettvangi þessara alheims-
samtaka sem daglega eru í kastljósi
fjölmiðla um allan heim.
„Það verður að viðurkennast að
það er dálítið sérstakt að starfa á
vettvangi sem er undir þessari
smásjá en um leið gerir maður sér
grein fyrir því að það sem hér er unn-
ið að hefur þýðingu fyrir fjölda fólks
um allan heim.“
Fámenn fastanefnd
Ásamt Einari eru fastir starfs-
menn fastanefndar Íslands sex og
segir Einar að þar sníði landið sér
stakk eftir vexti.
„Með þessari mönnun tekst okkur
að sinna grundvallarskyldum okkar á
Efnahags- og félagsmálaráð SÞ
(ECOSOC) er ásamt Öryggis-
ráðinu og Mannréttindaráðinu í
Genf ein meginstofnana SÞ. Í
ECOSOC sitja 54 aðildaríki SÞ
kosin til þriggja ára í senn. Við-
fangsefni þess eru fjölbreytt og
lúta að efnahagsmálum, við-
skiptum, iðnvæðingu og efna-
hagsþróun, félags-, mannfjölda-,
barnaverndar-, húsnæðis og hús-
næðismál, kvenréttindi, kyn-
þáttamismunun, eiturlyfjamál,
glæpavarnir, félagslega velferð,
æskulýðs-, umhverfis- og mat-
vælamál.
Ekki alls fyrir löngu var fasta-
fulltrúum Íslands og Katar falið
að endurskoða starfsemi Efna-
hags- og félagsmálaráðsins og
tryggja að starfsemi þessi falli
sem best að þeim markmiðum
sem SÞ vinna að, m.a. út frá
heimsmarkmiðunum. Einar segir
verkefnið spennandi en einnig
til marks um að Íslandi sé treyst
til þess að takast á hendur
vandasöm verkefni á vettvangi
hinnar gríðarstóru stofnunar.
Einar gegndi einnig í vetur
formennsku í þriðju fastanefnd
allsherjarþingsins sem fjallar að
meginstefnu til um mannrétt-
indamál og undirbýr ályktanir
allsherjarþingsins. Í þriðju
nefndinni fara einnig fram sér-
stakar umræður milli aðild-
arríkjanna og fjölmargra sér-
stakra fulltrúa SÞ á sviði
mannréttindamála. Verkefni
þriðju nefndarinnar skarast
þannig að mörgu leyti við verk-
efni Mannréttindaráðsins SÞ í
Genf en meginmunurinn er sá að
öll aðildarríki SÞ eiga aðild að
þriðju nefndinni meðan 47 að-
ildaríki eru kjörin til þriggja
ára setu í mannréttindaráðinu í
senn. Þetta er einungis í annað
skiptið sem Ísland hefur verið
kjörið til að leiða starf ein-
hverra fastanefnda allsherjar-
þingsins.
Þá gegndi Nikulás Hannigan
varafastafulltrúi formennsku
þetta árið í málefnanefnd Efna-
hags- og félagsmálaráðsins sem
fjallar um félagslegan jöfnuð og
Ísland hefur í liðnum árum tekið
að sér að leiða samninga-
viðræður um endurskoðun á
annars vegar hryðjuverkavarna-
stefnu SÞ og hins vegar á mann-
réttindakerfi SÞ.
Sérstök verkefni
sem Ísland leiðir
Samræmir starfsemi á vettvangi
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástS s vinnuföt í