Morgunblaðið - 17.05.2018, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 17.05.2018, Qupperneq 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna, verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið. Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent 12in Wall fan Hi-line Sabre Plate DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Hreint loft og vellíðan Það borgar sig að nota það besta VENT–AXIA VIFTUR SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Hún hefur verið nefnd Drottning- arborgin vegna staðsetningar sinn- ar í öndvegi við Ohio-ána og fyrir fagrar byggingar og blómlegt lista- líf. Cincinnati var stærri og auðugri en flestar borgir Bandaríkjanna á nítjándu öld en mátti síðan horfa á aðrar borgir vaxa hraðar á þeirri tuttugustu. Nú er Cincinnati aftur á uppleið. Fólki fjölgar hratt og þar er mikill vöxtur í atvinnulífinu. Raunar er mesti hagvöxtur sem finnst í miðvesturríkjum Bandaríkj- anna í Cincinnati. En íbúar og gest- ir þarna um slóðir geta þó gert fleira en sinnt viðskiptum; menn- ingarlífið er sem fyrr í blóma og matarmenning er til fyrirmyndar. Ferðamálayfirvöld í Cincinnati buðu blaðamönnum víða að úr Evr- ópu að sækja borgina heim í síðustu viku í tilefni þess að WOW air hefur hafið beint flug þangað fimm sinn- um í viku. Blaðamaður Morgun- blaðsins slóst í hópinn. Mikil við- höfn var vegna fyrsta flugsins enda býðst heimamönnum nú í fyrsta sinn beint flug til Evrópu án þess að þurfa fyrst að ferðast til stærri borga innanlands. Þýsk og írsk áhrif En hvað hefur Cincinnati að bjóða? Fyrst ber að nefna staðsetn- inguna en flugvöllurinn stendur á mörkum ríkjanna Ohio og Ken- tucky. Skammt undan er svo það þriðja, Indiana. Ohio-áin skilur að Ohio og Kentucky og íbúar við mörkin deila mörgum gæðum. Sé horft til Cincinnati eingöngu þá búa þar um 300 þúsund manns en yfir tvær milljónir þegar íbúar í ná- grenninu eru taldir með. Stórbrotinn arktektúr vekur at- hygli allra sem ganga um miðborg Cincinnati og byggingar í Art Deco- stíl eru ófáar. Þegar margar af þessum byggingum risu, til að mynda tónlistarhús borgarinnar, fékk Cincinnati viðurnefnið París Bandaríkjanna. Áhrif þýskra og írskra innflytjenda eru einnig víða áberandi. Skemmtilegasta hverfið í borginni er einmitt helgað þýskum innflytjendum. Þeir bjuggu flestir saman á litlum bletti sem afmark- aðist af skurði. Skurðurinn fékk nafnið Rhein með vísan í Rínarfljót og var talað um að „fara yfir Rín“. Hverfið kallast enn Over-the- Rhein. Skemmtilegt er að fara í Carew Tower sem er önnur hæsta bygging borgarinnar, 49 hæðir alls. Af toppi hennar er stórbrotið útsýni yfir Ohio-ána og svæðið í kring. Carew Tower var einskonar frumgerð Empire State byggingarinnar í New York. Við bakka Ohio-árinnar er stór- skemmtilegt safn um Þrælastríðið og frelsisbaráttu þræla í Bandaríkj- unum. Safnið kallast National Un- derground Railroad Freedom Cent- er og þar er hægt að kynna sér líf þræla í Bandaríkjunum. Þá er rétt- indabarátta svartra rakin og meðal annars hægt að setja sig í spor Rosu Parks í strætisvagninum í Alabama árið 1955 í sýndarveruleika. Knattspyrnan í sókn Cincinnati er einstaklega vinaleg borg og íbúar eru stoltir af því að hún sé aftur á uppleið. Fjölmörg sprotafyrirtæki hafa verið sett á stofn þar síðustu ár og stórfyrirtæki horfa til staðsetningarinnar í miðjum Bandaríkjunum og hafa komið sér upp bækistöðvum þar. Amazon hefur til að mynda notað flugvöllinn í Cincinnati sífellt meira eftir því sem netverslun hefur auk- ist. Raunar stækkaði CVG- flugvöllurinn mest allra flugvalla í Bandaríkjunum í fyrra. Íþróttalíf borgarinnar þykir blómlegt og ferðamenn gætu gert vitlausari hluti en að skella sér á leik. Þar standa fremst ruðnings- liðið Cincinnati Bengals og fótbolta- liðið Cincinnati Reds. Knattspyrna nýtur sívaxandi vinsælda og FC Cincinnati var sett á stofn fyrir tveimur árum. Það leikur í næst efstu deild en er með stóran völl og gæti vel færst upp í efstu deild í framtíðinni. KR-ingar léku æfinga- leik við FC Cincinnati í febrúar 2016 og í fyrrasumar mætti stórlið Valencia frá Spáni í heimsókn. París Ameríku á uppleið á ný  Mikill uppgangur í Cincinnati í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna  WOW air flýgur nú fimm sinn- um í viku þangað  Blómlegt listalíf og matarmenning gera borgina að heillandi ferðamannastað Ljósmynd/Louis Rideout Cincinnati Horft yfir borgina frá Ohio-ánni. Mikill uppgangur hefur verið í Cincinnati undanfarið en sem fyrr geta gestir gengið að blómlegu listalífi. Menningarlíf er í miklum blóma í Cincinnati. Það byggist á gömlum grunni en hefur fengið vítamín- sprautu síðustu ár með uppgangi í atvinnulífinu, enda byggist það að stærstum hluta á fjárframlögum fyrirtækja á svæðinu. Gaman er að heimsækja Ný- listasafnið sem opnað var árið 1939. Tónlistarhús borgarinnar er víðfrægt og þar nýtur fólks sígildrar tónlistar, óperu og ballets. Húsið gekk í gegnum miklar endurbætur í fyrra. Listasafn borgarinnar, Cincinnati Art Museum, er eitt hið elsta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Safnið á yfir 65.000 verk sem ná yfir sex þús- und ára tímabil. Þegar Morgunblaðið sótti safnið heim vildi svo skemmti- lega til að þar stóð yfir sýning á tveimur verkum Ragnars Kjartanssonar, The Visitors og 6 Scenes From Western Culture. Óhætt er að fullyrða að gestir safnsins þennan dag voru mjög hrifnir af verkum Ragnars. Verk Ragnars vöktu lukku MENNINGARLÍFIÐ STENDUR Í BLÓMA Litríkt Götumynd í Cincinnati. Heimsókn á Findlay-markaðinn er ómissandi en hann hefur verið við lýði frá 1855. Þarna má finna líflegt and- rúmsloft og fjölbreytt úrval af mat hvaðanæva, allt frá ekta bandarískum grillmat til ferskra osta og ólíva frá fjarlægum löndum. Cincinnati er þekkt fyrir samnefnt chili en þar um slóðir er chili oftast borið fram með spaghettí og osti yfir. Kallast það „Three-way“. Borgin er stundum nefnd chili-höfuðborg Bandaríkjanna. Fjölmörg forvitnileg handverksbrugghús hafa sprottið upp í Cincinnati síðustu ár. Vert er að kynna sér Rhinegeist, sem býður upp á frábært bar- svæði, og Taft’s sem er í gamalli kirkju. Ef farið er yfir ána og inn í Kentucky-ríki er komið í höfuðstað Bour- bon-menningar Bandaríkjanna. Íbúar elska sitt viskí og á Old Kentucky Bourbon Bar, sem er að finna í Mainstrasse-hverfinu í Covington, er til að mynda hægt að velja úr 600 tegundum af bandarísku viskíi. Chili-höfuðborg Bandaríkjanna NÓG AÐ BÍTA OG BRENNA Í CINCINNATI Veisla Findlay-markaðurinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.