Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 37
komi á svæði sem nú er bílastæði. Framhlið nýju byggingarinnar er úr gleri en trjám verður plantað við austurhlið hússins, sem auk þess er niðurgrafið. Stefnt er að því að nýju vellirnir verði teknir í notkun síðar á árinu en að framkvæmdum ljúki endanlega á næsta ári. Ekki síst forvörn fyrir fullorðna „Í mínum huga er þessi stækk- un lýðheilsumál,“ segir Jónas. Ver- ið sé að byggja upp starfsemi sem fólk sæki í skemmtunarinnar vegna, en fái heilsubót í bónus. „Maður er ekki að pína sig í tennis. Maður er bara að leika sér, en tek- ur vel á því.“ Jónas segir mikið rætt um gildi íþrótta sem forvörn fyrir börn, en oft vilji gleymast að íþrótt- ir fullorðinna séu alveg einnig mik- ilvægar og tennis sé frábær íþrótt að því leyti að hana megi stunda alla ævi. „Ég held að bæjarstjórnin átti sig á að þetta sé stórt lýðheilsu- mál.“ Morgunblaðið/Valli Framkvæmdir Vonir standa til að nýju vellirnir verði teknir í notkun á árinu þó framkvæmdum ljúki ekki endanlega fyrr en á næsta ári. Íbúar í Kópavogi eru 35.970, þar af um 26.300 á kjörskrá. Íbúum hefur fjölgað um 11,3% á kjörtímabilinu. Níu listar bjóða fram í bænum og berjast um þau 11 sæti sem eru í bæjarstjórn. Skuldir bæjarins nema 133% af árstekjum og er það næsthæsta hlutfall á höfuðborgarsvæðinu, á eftir Hafnarfirði. Kópavogur Níu framboð berjast um ellefu sæti í bæjarstjórn Kópavogs að þessu sinni: Framsóknarflokkur, BF Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn, Fyrir Kópa- vog, Miðflokkurinn, Píratar, Sam- fylkingin og Vinstri græn. Sjálf- stæðisflokkurinn og Björt framtíð hafa myndað meirihluta í bæjar- stjórn síðustu ár og Ármann Kr. Ólafsson, oddviti sjálfstæðismanna, gegnt stöðu bæjarstjóra. Íbúar sem Morgunblaðið ræddi við voru flestir sammála um að gott væri að búa í Kópavogi. Hverfin ró- leg og stutt væri í alla þjónustu. Greinileg fylgni er milli aldurs kjós- enda og þeirra mála sem helst brenna á þeim. Eldri kjósendur nefna helst skort á hjúkrunarrým- um og þjónustu fyrir aldraða. Þeir yngri stöðuna á húsnæðismarkaði. Of lítið framboð sé af ódýru hús- næði sem henti ungu fólki. „Vona að ég deyi hérna“ Jóhanna Líndal hefur búið í Kópavogi síðan 1951. Á þeim tíma var Kópavogur bara lítið þorp og íbúar á annað þúsund og segir hún mikið vatn hafa runnið til sjávar síð- an þá. Hún segir gott að búa í Kópavogi. „Mér finnst þessi bær alveg frábær og ég vona að ég fái að deyja hérna líka,“ segir Jóhanna. Hún segist þó á þeim aldri að henni sé umhugað um hjúkrunarmál og að- stöðu aldraðra. Fjölga þurfi hjúkr- unarrýmum í bænum enda séu bið- listar eftir þeim alltof langir. „En ég er mjög ánægð með barnasvæðin og það hve víða er búið að setja upp tæki fyrir litlu börnin,“ segir Jóhanna. Hún segist ekki vera pólitísk en að hún kjósi þó alltaf. „Ég nenni ekki að hlusta á gjammið í þeim, heldur læt nægja að líta á verkin.“ Þeir sem gera vel fá henn- ar atkvæði. Aðspurð segist hún telja núverandi bæjarstjórn hafa staðið sig vel. „Þau eru mjög fín, bæði Ár- mann [Kr. Ólafsson bæjarstjóri] og Theodóra [Þorsteinsdóttir, formað- ur bæjarráðs]. Ég geri ekki upp á milli þeirra.“ Húsnæðismálin mikilvægust „Ætli það sé ekki helst ódýrt húsnæði, þá sérstaklega fyrir ungt fólk, og bættar almenningssam- göngur,“ segir Jónas Már Torfason, nemi og Kópavogsbúi, aðspurður hvaða mál séu efst í huga hans í að- draganda bæjarstjórnarkosning- anna. Hann segir það sína upplifun að minna sé um átök í bæjarstjórn- inni en víða annars staðar, svo sem í borginni, þó vitanlega sé áherslu- munur á milli flokka. Jónas segir leikskólamál einnig skipta sköpum fyrir ungt fólk. Dæmi séu um að fólk neyðist til að taka frá pláss hjá dagforeldrum áð- ur en barn fæðist og borga fyrir. Svo eftirsótt séu plássin. Nauðsyn- legt sé að gera betur í þeim efnum, og vinna að því að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla, en það sé reyndar vandamál sem eigi við víðar. Smárar Turninn á Smáratorgi lætur tiltölulega lítið fyrir sér fara á myndinni en er þó hæsta bygging landsins. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gaman Hoppudýnu var nýlega komið fyrir á grasfletinum við Gerðasafn Jónas Már Torfason nemi „Ætli það sé ekki helst ódýrt húsnæði, þá sér- staklega fyrir ungt fólk, og bættar almenn- ingssamgöngur, sem skipti mig mestu.“ Morgunblaðið/Valli Jóhanna Líndal eldri borgari „Bærinn er al- veg frábær, en það þarf að fjölga hjúkrunarrým- um. Þau eru allt- of fá og biðtím- inn eftir að komast að of langur. En ég er ánægð með barnasvæðin.“ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 SUMAR 2018  Næst verður fjallað um það sem efst er á baugi í Hafnarfirði fyrir kosningarnar 26. maí. Á laugardag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.