Morgunblaðið - 17.05.2018, Síða 46

Morgunblaðið - 17.05.2018, Síða 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 Hágæða umhverfisvænar hreinsivörur fyrir bílinn þinn Glansandi flottur Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum. Kjörskrá í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninga 26. maí nk. liggur frammi almenningi til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur fram á kjördag. Vakin er athygli á því að hægt er að fá upplýsingar um kjörstaði á www.reykjavik.is/kosningar. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér á vef dómsmála- ráðuneytisins, www.kosning.is, hvort nöfn þeirra eru á kjörskrá og hvar þeir eiga að kjósa. Athugasemdum vegna kjörskrár í Reykjavík skal beina til skrifstofu borgarstjórnar, Ráðhúsi Reykjavíkur, sími 411 4915, netfang kosningar@reykjavik.is. Þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar. Borgarráð úrskurðar um athugasemdir vegna skráningar í kjörskrá. Yfirkjörstjórn í Reykjavík Skrifstofa borgarstjórnar Kjörskrá í Reykjavík Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Allt í röð og reglu G 003 28 lítra 49x36x28 cm 990 kr. G 002 52 lítra 58x42x34 cm 1.790 kr. G 201 108 lítra 71x52x44cm 2.990 kr. Box í barnaherbergið 11 lítra 630 kr. 23 lítra 1.290 kr. G 804 2,5 lítra 23x16x14 cm 290 kr. G 803 6 lítra 28,5x20x18,5 cm 390 kr. G 802 11 lítra 35,5x24x20,5 cm 590 kr. G 801 18 lítra 43x28x23,5 cm 790 kr. G 805 23 lítra 50x33,5x27 cm 990 kr. Geymslubox Geymslubox með hjólum Hvað finnst íbúum Reykjanesbæjar um þetta SSS samstarf ? Er þetta eitthvað sem ætti að endurskoða, þ.e.a.s. hvað rekstur sameiginlegra stofnana varðar? Værum við t.d. betur sett ein og sér en í þessu samstarfi, sam- starfi sem við erum stærsti einstaki hlut- hafi að í dag. Og er t.d. rétt að Reykjanesbær eigi að eiga 70% í Kölku, Sorpeyðingarstöð Suð- urnesja, eða fara með 80% eignarhald í byggðasamlögum eins og t.d. Brunavörnum Suðurnesja? Er ofan- greint eitthvað sem mætti leysa á annan hátt, t.d. í víðara samstarfi við nágrannasveitarfélög svo sem við Stór-Reykjavíkursvæðið og ná- grenni? Ágætu íbúar Reykjanesbæjar og Suðurnesja. Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er visst ferli þegar hafið, þ.e. að sameina Sorpeyðingarstöð Suð- urnesja, Kölku, og Sorpu, Sorpeyð- ingu höfuðborgarsvæðisins. Þar er lagt til, af ráðgjöfum Capacent ráð- gjafar, að við Suðurnesjamenn fáum í nýju fyrirtæki Kalka/Sorpa 10% hlut gegn 90% hlut Sorpu, Sorpeyðingar Reykjavík- ur og nágrennis. Mín spurning er: hvað ef ferl- ið væri Brunavarnir Suð- urnesja eða annar sam- eiginlegur rekstur SSS, væri það kannski næsta skref hjá bæjarstjórnum hér á Suðurnesjum að sameina það? Spyr sá er ekki veit? Eitt er þó deginum ljósara, ég hræðist svona yfirtökur, það má draga upp þá mynd að við séum að gefa frá okkur sjálfstæðið, ágætu Suður- nesjamenn. Mín skoðun er að við eig- um að fara varlega í allri yfirtöku, jafnvel þó allt líti vel út á pappírnum. Eru Suðurnesjamenn að missa tökin? Eftir Sigurjón Hafsteinsson »Ég hræðist svona yfirtökur, það má draga upp þá mynd að við séum að gefa frá okkur sjálfstæðið fyrir fullt og allt. Höfundur er fimmti maður á lista Miðflokksins í Reykjanesbæ. molikarlinn@simnet.is Sigurjón Hafsteinsson Í rauninni er stór- merkilegt hve fáir gera sér grein fyrir hvað umferðin er. Umferðin já, þessi straumur far- artækja af öllum stærðum og gerðum sem liðast um vegi og götur daglangt og stór- an hluta næturinnar líka. Stundum þegar rætt er um ökutæki, götur og skipulag borgarinnar tala menn jafnvel um að allt eigi að þjóna bílnum – eins og hann sé einhver lifandi vera af óæðri sort. Þegar grannt er skoðað er þó óhjákvæmilegt að átta sig á að götur og bílastæði eða önnur umferð- armannvirki þjóna alls ekki bílum, heldur þeim sem nota bílana: Fólk- inu. Íbúunum. Umferðin er nefni- lega ekkert annað en veita fyrir fólk sem þarf að komast leiðar sinnar. Ökutækin eru tæki til þess að flytja fólk og farangur (vörur) milli staða. Undanfarin ár höf- um við Reykvíkingar þó búið við þá fordóma ráðamanna borgar- innar að þeir hatast við þessa þörf borgaranna fyrir flutninga og hafa í sinni kredduáráttu hindrað umferð um margar helstu stofn- brautir borgarinnar og komið í veg fyrir um- bætur á mestu umferð- aræðunum. Þetta fólk horfir algjörlega framhjá því að liðug umferð er lykill- inn að velferðarsamfélagi borg- arinnar. Getur einhver ímyndað sér að borg á stærð við Reykjavík, að ekki sé talað um allt höfuðborg- arsvæðið, gæti þrifist og dafnað án hagkvæmra flutningatækja? Án sveigjanlegra flutningatækja og -leiða? Við Reykvíkingar höfum þurft að búa við þá óútskýrðu og órökstuddu fordóma borgarstjórnarmeirihlut- ans að allt skuli gert til að hindra frjálsa flutninga innan borgarlands- ins, jafnvel ríkisstofnunin Vegagerð- in hefur orðið að beygja sig undir kreddurnar og ofstækið. Gríðarlegum fjárhæðum hefur verið fleygt í að hindra flutninga um götur eins og Hofsvallagötu, Borg- artún, Snorrabraut og Grensásveg. Engar kostnaðartölur hafa verið upplýstar um þessar framkvæmdir, en alltaf talað um sömu lágu fjár- hæðir upphaflegra kostnaðaráætl- ana. Varlega áætlað er kostnaðurinn sennilega kominn vel á annan millj- arð. Nú síðast er talað um 115 millj- ónir í þrengingar á Birkimel, þar sem öll umferð er stöðvuð í tvígang að nauðsynjalausu. Um allan bæ ríkir þessi skaðræð- isstefna að setja upp bungur, krypp- ur og þrengingar til að hægja á um- ferðinni. Afleiðingin er miklu meiri mengun frá ökutækjum, sem nemur tugum ef ekki hundruðum prósenta, algjörlega að óþörfu. Umferðar- ljósum er t.d. ekki stýrt til að liðka fyrir umferðinni þótt tæknin til þess sé fyrir hendi, heldur er henni beitt í það gagnstæða, þ.e. tefja fyrir um- ferð. Núverandi meirihluti borgar- stjórnar býr af miklum móð til tafir og mengun í umferðinni, lífæðum borgarinnar, sem ekki er hægt að líkja við annað en kransæðastíflu í mannslíkamanum. Kransæðastíflu sem dregur úr öllu streymi um æða- kerfið, allan mátt og endar með að draga til dauða alla starfsemi í borg- inni. Þessa skaðræðisstefnu verðum við Reykvíkingar að kjósa burt frá okk- ur 26. maí. Kjósum X-D fyrir heil- brigða, hreyfanlega og hreinni borg! Eftir Ólaf Kr. Guðmundsson »Er umferðin fyrir bíla eða fólk? Það virðist vefjast fyrir sum- um. Umferðin er ekkert annað en hluti af veitu- kerfi borgarinnar. Sam- gönguveitan. Ólafur Kr. Guðmundsson Höfundur er frambjóðandi í 12. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. olafurkr@centrum.is Reykjavík – borg með kransæðastíflu Hér á landi er að finna iðandi og öflugt menningarlíf. Starf- ræktar eru fjölmargar menningarstofnanir og haldið eru ógrynni við- burða allt árið um kring sem tengjast menningarlífi okkar Íslendinga. Daglega streymir fjöldi ferða- manna til landsins, ekki bara náttúrunnar vegna heldur einnig til þess að staldra við í höfuðborginni og öðrum byggðarlögum og drekka í sig menn- inguna, m.a. með því að upplifa þær fjölmörgu myndlistarsýningar sem eru í söfnum, galleríum og sýning- arrýmum víðs vegar um landið. Allt þetta er okkur landsmönnum einnig aðgengilegt og innan seilingar. Það er mikilvægt að staldra við og spyrja sig hvaðan við komum og hvert við viljum stefna í menningar- málum. Í mínum huga á myndlistin stóran þátt í að móta það menningar- líf sem við þekkjum í dag. Sagan nær þó ekki langt aftur. Þegar stytta Ber- tels Thorvaldsen var afhjúpuð á Austurvelli árið 1874 voru mörkuð ákveðin tímamót. Íslendingar eign- uðust sína fyrstu myndastyttu, að- gengilega öllum og í eigu allra lands- manna. Thorvaldsensstyttan var gjöf Kaupmannahafnar til íslensku þjóð- arinnar í tilefni af þús- und ára byggð landsins. Hægt og rólega fór með- vitund almennings um myndlist að mótast og ekki leið á löngu þar til safnkostur Listasafns Ís- lands varð aðgengilegur landsmönnum. Allt frá árinu 1900 hefur íslensk myndlist verið sýnd í sýningarrýmum landsins og hefur skilningur al- mennings á mikilvægi myndlistar í uppbyggingu á borg- aralegu menningarsamfélagi farið vaxandi. Svarið við spurningunni um hvert við stefnum tengist mikilvægum bak- hjörlum myndlistarinnar og þeirri umgjörð sem þeim er búin. Söfn, stofnanir, sjóðir og félagasamtök styðja og efla starfsumhverfi mynd- listar en skortur á fjármagni hefur staðið mörgum þeirra fyrir þrifum á undanförnum árum. Í samanburði við aðrar listgreinar hefur myndlistin átt undir högg að sækja og hefur skortur á fjárframlögum til ýmissa stofnana og sjóða valdið erfiðleikum. Það er brýnt að ganga í þau verk sem framundan eru til að rétta af kúrsinn og þar er nærtækast að end- urskoða reglulega þjónustusamninga við stofnanir og sjóði, því verkefni tengd starfsumhverfi myndlistar fara sífellt vaxandi og kröfur um öfl- ugan myndlistarvettvang færast í aukana. Endurspeglast þetta vel í menningarstefnu Reykjavíkur- borgar 2014-2020 þar sem kveðið er á um að styðja skuli við gróin verkefni samhliða því að hlúa að grasrótar- og tilraunastarfsemi sem eru oft vís- irinn að því sem koma skal. Eitt slíkt verkefni er skortur á fjárframlögum til Listskreytinga- sjóðs ríkisins. Allt frá árinu 2008 hef- ur sjóðurinn ekki getað sinnt verk- efnum sem skyldi vegna skorts á fjárframlögum. Samkvæmt mynd- listarlögunum frá 2012 úthlutar stjórn Listskreytingasjóðs styrkjum úr sjóðnum til listaverka í eldri op- inberum byggingum og leigu- húsnæði. Án fjárveitinga er sjóð- urinn lamaður og listskreytingar í opinberum byggingum ófullnægj- andi. Það er von höfundar að farið verði að lögum um Listskreytinga- sjóð ríkisins og fjármagn verði aukið á ný til sjóðsins svo unnt sé að efla þá sterku hefð að auðga umhverfi al- mennings og þróa samhliða fag- urfræði bygginga og myndlist í land- inu. Það vill oft gleymast að myndlist lifir ekki bara í menningarlegri ein- angrun heldur er hún hluti af blóm- legu atvinnulífi á Íslandi. Ein- staklingar, fyrirtæki og stofnanir geta þannig lagt sitt af mörkum til þess að styðja við vettvang mynd- listar og felst sá stuðningur m.a. í því Nýtum daginn og njótum myndlistar Eftir Ásdísi Spanó Ásdís Spanó »Hvert stefnum við í menningarmálum? Umfjöllun um mikilvægi myndlistar í uppbygg- ingu á borgaralegu menningarsamfélagi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.