Morgunblaðið - 17.05.2018, Page 49

Morgunblaðið - 17.05.2018, Page 49
UMRÆÐAN 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 Ilmur hinnar gullnu stundar Terre de Lumière L’Eau Kringlan 4-12 | s. 577-7040 Þegar sagt er að Borgarlína sé of dýr gleymist að þróun sam- gangna er val milli mis- munandi leiða, hverrar með sinn verðmiða. Að vera á móti Borgarlínu vegna kostnaðar án þess að velja annan verðmiða í staðinn er skrum. Án hennar mun þurfa meira en 100 milljarða í gatnakerfið til að koma í veg fyrir stórauknar umferðartafir þegar fjölgar á svæðinu. Borgarlína gagnast líka notendum einkabíla með því að draga úr um- ferðarþunga og minnka tafir. Mark- miðið er að íbúar í öllum hverfum borgarinnar hafi raunhæft val, ekki að enginn sé nokkurn tíma á bíl. Í dag fer enginn í strætó sem hef- ur efni á bíl. Það er einsdæmi í nor- rænni höfuðborg. En áður en hægt er að hvetja fólk til að nota almenn- ingssamgöngur verður að tryggja að þær virki örugglega. Borgarlína er skýrt dæmi um þverpólitíska sátt, þvert á bæj- arfélög, um að fjárfesta í skyn- samlegri langtímalausn. Það er ferskur andblær í landi þar sem póli- tíkin horfir yfirleitt ekki lengra fram í tímann en fjögur ár. Er ekki kominn tími til? Horfum lengra til tilbreytingar Eftir Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur og Alexöndru Briem Sigurborg Ósk Haraldsdóttir » Borgarlína er skýrt dæmi um þver- pólitíska sátt, þvert á bæjarfélög, um að fjár- festa í skynsamlegri langtímalausn. Höfundur eru frambjóðendur í 2. og 3. sæti á lista Pírata í Reykjavík. Alexandra Briem Opið bréf til borg- arstjóra: Ágæti Dagur. Mér virtist, þegar að ég átti tal við þig um hvalafriðun, að þú værir dýra- og umhverfissinni og býst ég því við að það á margan hátt vafasama og miskunnarlausa framferði mein- dýravarna Reykjavík- urborgar gagnvart villtum dýrum á höfuðborgarsvæðinu sem fram kem- ur í nýlega birtri „afrekaskrá“ mein- dýravarna borgarinnar stafi meira af hugsunarleysi og gömlum vana en ásetningi. Þetta kann að vera eitt af því „sem alltaf hefur verið svona“, og menn leiða svo hugann ekki mikið að. Eitt er það að forystumenn mein- dýravarna virðast hafa litlar eða eng- ar tilfinningar fyrir villtum lífverum. Annað er það að þeir virðast lítið þekkja til gildandi laga um dýra- vernd og dýravelferð. Af hvaða ástæðum voru 70 kanínur skotnar til bana? Voru þær drepnar með riffli eða haglabyssu? Ef með haglabyssu þá liggur fyrir að fjöl- margar hafi særst og komist undan særðar og limlestar til þess eins að deyja drottni sínum í kvalræði af sýk- ingu í sárum eða öðru. Gildir þetta um öll dýr önnur, sem fjallað verður um hér á eftir, ekki síst fuglana, en ætla má að um helmingur þeirra komist undan veiðimanni fyrst, særðir og limlestir, til þess eins, að veslast upp og kveljast til dauða, jafnvel á löngum tíma. Haglabyssu, sem veiði- og dráps- tól, með þeirri ónákvæmni sem henni fylgir og þeirri miklu limlest- ingahættu án þessa að drepa strax ætti algjörlega að leggja niður og banna. 120 minkar voru veiddir í gildrur eða með hundum. Minkurinn skapaði sig ekki sjálfur og hefur ekki óskað eftir veru hér og væri fróðlegt að vita hvaða tjóni hann hefur valdið á höf- uðborgarsvæðinu á síðasta ári. Er til einhver skrá yfir það? Það að veiða dýr í boga eða etja hundum á þau og láta þá rífa þau lifandi í sundur er fyr- ir mér siðlaus og skelfi- leg veiðiaðferð. Veiðar í dýraboga voru bannað í Þýska- landi 1934 (jafn kald- hæðislegt og það er, á tímum Hitlers). Hrika- legt, að þetta heift- arlega dýraníð skuli enn vera í heiðri haft í Reykjavíkurborg. Lög nr. 64/1994, sem eru að verða aldarfjórð- ungs gömul, leyfa reyndar þessar ómann- úðlegu drápsaðferð minka, en svo koma lög nr. 55/2013, sem tóku gildi 1.1. 2014, og þar eru ákvæði sem þínir menn virðast lítið fara eftir. Vil ég vitna til greina 1 (markmið laganna), 15e (ekki má etja dýri gegn öðru dýri), 21 („dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti“), 27. („Við veiðar er óheimilt að beita aðferðum sem valda dýri óþarfa lim- lestingum eða kvölum“) 28. (Við eyð- ingu meindýra er óheimilt að beita aðferðum sem valda óþarfa limlest- ingum eða kvölum). 18 fullorðnir refir voru skotnir. Á hvaða grundvelli var það gert!? Hvaða tjóni hafa þeir valdið í Reykja- víkurborg, hvenær og hvar? Skv. 6. gr. laga nr. 64/1994 eru refir friðaðir. Eingöngu má veiða refi ef fyrir liggur að nauðsynlegt sé að drepa þá til að fyrirbyggja alvarlegt tjón. Undirritaður kannaði atferli og tjónasögu refa rækilega á síðasta ári víða um land og var niðurstaðan sú að refir hefðu engu teljandi tjóni valdið í fjöldamörg ár, eða síðan að bændur hættu að láta ær bera úti. Á ráðstefnu Umhverfisstofnunar um villt dýr og veiðar 24.11. 2017 staðfesti forstjóri UST, að UST hefði sent út fyrirspurnir vítt og breitt þar sem spurt var um tjón af völdum refa og komu engar slíkar skýrslur til baka. Það liggur ekki fyrir nein ábyggileg vitneskja um tjón af refa- völdum í fjölmörg ár. 5.300 „vargfuglar“ voru drepnir. Hvað er meint með „vargfuglum“ og hvernig sundurliðast það dráp? Hvaða tjóni hafa þeir valdið á Reykjavíkursvæðinu? Ágæti Dagur, það er langleiðina búið að útrýma villtum fuglum á Ís- landi, vegna veiði- og drápsæðis manna, eins og þinna manna í mein- dýravörnum Reykjavíkur, en þó eru þessir fuglar allir friðaðir skv. lögum 64/1994, gr. 6. Skv. nýlegri skýrslu helstu vísinda- manna landsins um stöðu villtra fugla í landinu, eru 17 tegundir í útrýming- arhættu og á válista. Þeir menn sem að þessu fuglablóðbaði standa ættu að lista upp hvaða tjóni þeir villtu fuglar, sem þeir eru að drepa í þúsundatali, valda á Reykjavíkursvæðinu. Hrafn, kjói, hvítmáfur, teista, silf- urmáfur, svartbakur, sílamáfur, stuttnefja, toppskarfur, lundi, langvía, stokkönd, álka, blesgæs og grágæs eru á válista vegna útrýming- arhættu. Það getur ekki verið að Reykjavík- urborg líti á það sem hlutverk sitt og skyldu að útrýma öllum þessum fuglategundum í okkar fátæku fánu og dýralífríki, einkum þar sem þessir fuglar eru allir í grundvallaratriðum friðaðir skv. lögum Alþingis!? Eins og ég sagði í upphafi er það skoðun mín að þessi hrikalega aðför að villtum dýrum á vegum Reykja- víkurborgar sem fátt eða ekkert hafa sér til sakar unnið og eru í reynd frið- uð sé ekki þinn ásetningur og vilji og er það von mín að þú snúir þessu ljóta atferli starfsmanna borgarinnar við og gerir Reykjavíkurborg vistvæna, umhverfisvæna og lífríkisvæna, fyrir fánu og flóru, haldir þú völdum í Reykjavík. Eftir Ole Anton Bieltvedt »Haglabyssu, sem veiði- og drápstól, með þeirri ónákvæmni sem henni fylgir ætti að leggja niður og banna. Ole Anton Bieltvedt Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir. Blóði drifin „afrekaskrá“ meindýravarna Reykjavíkurborgar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.