Morgunblaðið - 17.05.2018, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 17.05.2018, Qupperneq 53
53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 Hlífar og undirföt Angóruhlífarnar veita léttan stuðning við auma vöðva á þrengja of mikið að. Angóran sér um að halda líkamanu og hlýjum án þess að valda kláða. Hlífarnar eru tilvaldar til hvers kyns útivista og eins og hjólreiða, útihlaupa eða í golfið. Úlnliðshlífar Langerma bolur Olnbogahlífar Hnéhlífar Mjóbakshlíf Axlastykki Y L F A ANGÓRA Einnig fáanlegt í netverslun: www.lyfja.is n þess að m þurrum íþrótta, Skúli Halldórsson sh@mbl.is „Fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni búa ekki við þann kost að geta velt aukinni gjaldtöku innanlands yfir á viðskiptavini sína. Íslensk- ur sjávarútvegur er ekki verðmyndandi á þeim mörkuðum þar sem hann selur afurðir sínar og svona hækkanir leiða því annað- hvort til þess að fyrirtæki neyðast til að hagræða í rekstrinum eða hreinlega verða undir í samkeppn- inni. Eins og nú árar í sjáv- arútvegi, þar sem krónan er sterk, auðlindagjald er í sögulegu hámarki, olíu- kostnaður á uppleið og laun fara hækkandi, þá er lítið og svigrúm til frekari hagræðingar.“ Þetta segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, um þá ákvörðun stjórnvalda að hækka kolefnisgjald um 50% um síðustu ára- mót. Samkvæmt upplýsingum frá samtök- unum hefur sú hækkun ein og sér leitt af sér 4% hækkun á olíukostnaði sjávarútvegsfyr- irtækja. Um er að ræða annan stærsta kostnaðarliðinn í rekstri fyrirtækjanna, á eftir launum. Hefur kolefnisgjaldið nú ríf- lega þrefaldast frá árinu 2010, þegar það var fyrst lagt á. „Fyrirtæki í innlendri samkeppni, líkt og olíufélögin sem dæmi, búa við þann munað að geta hækkað verð til viðskiptavina sinna þegar gjaldtaka stjórnvalda, eins og kolefn- igjaldið, hækkar. Við þennan munað býr ís- lenskur sjávarútvegur ekki og reksturinn líður því alltaf fyrir hina auknu gjaldtöku,“ segir Heiðrún og bendir á að gjaldið geti í raun haft þveröfug áhrif á við þau sem til var ætlast. „Við sjáum að með þeim fjárfestingum sem í gangi hafa verið í íslenskum sjávar- útvegi undanfarin ár, þá hefur tekist að draga verulega úr olíunotkun og kolefnis- spor sjávarútvegs minnkað samhliða því, eða um heil 43% frá árinu 1990,“ segir hún. „Það er auðvitað langt umfram aðrar atvinnu- greinar hér á landi og vert að halda því til að haga að á sama tíma hefur kolefnisspor Ís- lands í heild stækkað.“ Fjárfestingar í nýjum atvinnutækjum, svo sem skipum og veiðarfærum, séu þannig lyk- ilþáttur í að draga úr losun kolefnis. „Það skýtur því skökku við að auka gjald- tökuna, sem leiðir til þess að svigrúm til fjár- festinga í umhverfisvænni skipum og tækj- um verður minna.“ Heiðrún segir að þessu máli hafi ekki verið gefinn nægilega mikill gaumur af hálfu stjórnvalda. „Við höfum gert athuga- semdir við þetta fyrirkomulag en til þessa talað fyrir daufum eyrum. Á þessum tíma- punkti tel ég hins vegar rétt að menn staldri við, sér í lagi þegar viðbúið er sam- kvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að hækka gjaldið enn frekar. Stjórnvöld ættu að nema staðar um stund og spyrja sig hvort þarna sé verið að ná því markmiði sem að er stefnt. Ég tel ljóst að svo er ekki.“ Kolefnisgjald geti haft öfug áhrif Hækkun kolefnisgjalds um 50% um áramótin hefur valdið 4% hækkun á olíukostnaði fyrirtækja í sjávarútvegi. Samkeppnisaðilar erlendis búa við betri skilyrði þegar kemur að þessum þætti rekstrarins, þökk sé undanþágum ýmiss konar. Þeim er ekki að heilsa hér á landi, segir formaður SFS. Fram kemur í nýrri úttekt Samtaka fyr- irtækja í sjávarútvegi að helstu samkeppn- isaðilar íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja búi ekki við sambærileg skilyrði þegar kem- ur að olíukostnaði. Fiskiskipaflotinn í flest- um ríkjum Evrópusambandsins njóti raunar undanþágu frá eldsneytissköttum, til að mynda í Danmörku, Þýskalandi og Portú- gal. Í Noregi tíðkist enn fremur að kolefn- isgjald útgerða fiskiskipa sé endurgreitt. „Rökin fyrir þessu fyrirkomulagi eru þau að stærri skip geta keypt olíu annars staðar en í Noregi, en minni skip sem veiða á strand- svæðum innan norsku 12 mílna landhelg- innar, hafa ekki þennan möguleika,“ segir í úttektinni. „Til að rétta af samkeppnisstöðu útgerða endurgreiða norsk stjórnvöld útgerðum þar í landi kolefnisgjaldið. Í raun er fiskiskipaflot- inn á Íslandi sá eini í Evrópu sem nýtur engr- ar undanþágu frá eldsneytissköttum. Það gefur því augaleið að það veikir samkeppn- isstöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja.“ Getur veikt sam- keppnisstöðuna Ljósmynd/Þröstur Njálsson Á sjó Heiðrún segir samtökin hafa talað fyrir daufum eyrum stjórnvalda. Kolefnisfótspor sjáv- arútvegs hafi minnkað um 43% frá árinu 1990 en aukin gjaldtaka geri fjárfestingar erfiðari. Heiðrún Lind Marteinsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.