Morgunblaðið - 17.05.2018, Side 56
Elínrós Líndal
elinros@mbl.is
Hvaða þýðingu hefur
heimili fyrir þig?
„Heimilið er mér mikilvægt enda
heldur það utan um okkur fjölskyld-
una, þar slær hjartað. Mér finnst
mikilvægt að heimilið endurspegli þá
einstaklinga sem búa þar, hvað þeir
standa fyrir, hvert þeir hafa ferðast
á ævinni, hvaða bækur þeir hafa lesið
og hvernig list þeir kunna að meta.“
Hvað skiptir þig mestu
máli heima fyrir?
„Að heimilið sé fullt af jákvæðri
orku og ást, að öllu heimilisfólkinu
líði vel og finni þar ró en að sama
skapi hafi rými til að ærslast, skapa,
hafa gaman, vaxa og dafna. Bestu
stundirnar á heimilinu eru þegar öll
fjölskyldan er að bralla eitthvað
saman og eiga kósístundir að tefla,
spila eða horfa á góða kvikmynd.
Mér finnst einnig gaman að hafa fal-
lega hluti í kringum mig eins og fal-
lega myndlist, síðan er góð tónlist
nauðsynleg til að skapa góða stemn-
ingu.“
Hvað keyptir þú þér síðast inn á heim-
ilið?
„Við vorum að setja nýtt gólfefni á
efri hæðina í húsinu og keyptum því
inn nýja hluti í herbergi tvíburanna
okkar, Úlfs og Loka, skrifborð og
hillur. Síðan bíðum við spennt eftir
að fá afhent málverk eftir snillinginn
hana Gabríellu Friðriksdóttur, þá
verður fagnað.“
Áttu þér uppáhaldshorn eða -svæði í
húsinu?
„Uppáhaldshornið í húsinu er í
stofunni, ég elska að setjast í sófann
með góða bók og fara inn í heim
skáldskapar og fræða. Morgunkaffi
á veröndinni á sumrin er algjört æði.
Síðan er ekkert dýrmætara en lesa
fyrir strákana mína uppi í svefn-
herbergi.“
Ertu að tileinka þér eitthvað nýtt þeg-
ar kemur að heimilinu?
„Ég er að kenna 10 ára strákunum
mínum að elda. Þeir hafa frá unga
aldri tekið þátt í því að undirbúa mál-
tíðir með mér, líkt og sá elsti minn,
Gabríel, en nú er komið að því að þeir
eru einnig að stýra þessu stundum
sjálfir. Þetta er mín leið til að hafa
gaman í eldhúsinu og að búa til
kvöldmat með kútunum mínum.
Núna þegar byrjað er að birta mikið
þá skiptir máli að skapa ró á heim-
ilinu á kvöldin eftir allt fjörið yfir
daginn og nú er ég byrjuð að fara
með tvíbbana mína í smá jóga áður
en þeir fara að sofa.“
Áttu þér draumahlut eða -verkefni
sem þig langar að fara í næst heima?
„Við erum búin að vera nánast
stanslaust í framkvæmdum síðustu
ár, þannig að það er svo sem allt orð-
ið nokkuð klárt. Var þó að hengja
upp ljós sem ég keypti í Marrakech
og er súper-ánægð með það. Ég veit
að það er viss stemning hjá flestum í
fjölskyldunni að setja heitan pott út í
garð. Ég vona bara að það muni ekki
draga úr sundferðum fjölskyldunnar
sem eru algjörlega lífsnauðsyn-
legar.“
Hefur heimili þitt breyst með ár-
unum?
„Heimilið mitt er búið að taka
miklum breytingum á þeim árum
sem ég hef búið hér, þetta er hálfgert
Barbapabbahús, við höfum verið að
bæta við herbergjum eftir því sem
fjölskyldan hefur stækkað. Börnin
okkar eru fjögur og húsið hefur nán-
ast tvöfaldast að stærð samhliða
stækkun fjölskyldunnar.“
Af hverju býrðu þar sem þú býrð?
„Upphaflega flutti ég í miðbæinn
til að búa með manninum mínum
sem var búinn að koma sér fyrir hér,
síðan eru liðin 17 ár. Bjó lengi er-
lendis en bjó líka mikið í Vestur-
bænum. Það hefur aldrei verið jafn
skemmtilegt að búa í miðbænum og í
dag þegar bærinn er að taka á sig
borgarmynd. Ferðamennirnir gæða
borgina lífi og skapa góða stemn-
ingu, síðan er það frábært að geta
farið allra sinna ferða gangandi eða
hjólandi.“
Manstu eftir húsi eða stað sem þú
komst á í æsku og hafði áhrif á hvern-
ig þú hugsar um heimili í dag?
„Já, ég á góðar minningar frá
mörgum heimilum frá því í æsku og
þegar ég var búsett erlendis eða á
ferðalögum. Þau kynni hafa sann-
arlega haft áhrif á það hvernig mitt
heimili er, t.a.m. heimili vinar míns
þar sem móðir og vinkonur hans
ræddu iðulega jafnréttismál og önn-
ur heimsins mál við eldhúsborðið,
heimili æskuvinkonu minnar, þar var
allt fullt af börnum og alltaf líf og
fjör, heimili fjölskyldu sem ég fékk
að búa hjá í stutta stund í Mexíkó.
Einnig kynntist ég yndislegri fjöl-
skyldu í Texas þegar ég bjó þar og
naut þess að fá að kynnast þeim og fá
að vera inni á þeirra heimili sem var
frábrugðið þeim heimilum sem ég
hafði kynnst á Íslandi. Planið var
alltaf að eignast hús fullt af börnum,
þar sem væri líf og fjör alla daga.“
Hvernig manneskja ertu heima fyrir?
„Vonandi skemmtileg eins og í
vinnunni.“
Lestu bækur?
„Já, elska að lesa góðar bækur,
helst sagnfræðilegar ævisögur,
heimspeki, skáldsögur og al-
þjóðastjórnmál. Ég er loks byrjuð á
Napólí-fjórleik Elenu Ferrante,
Framúrskarandi vinkona, hún lofar
góðu, síðan er ég einnig að lesa
Homo Deus eftir sagnfræðinginn
Yuval Noah Harari þar sem hann
spekúlerar um þróun mannkynsins
til framtíðar, afar fróðleg lesning.“
Hálfgert Barbapabbahús
Soffía Sigurgeirsdóttir
er almannatengill og
viðskiptastjóri hjá KOM.
Hún býr í fallegu húsi í
miðborginni og er með
gott auga fyrir hönnun
og rými. Húsið hennar
hefur stækkað með fjöl-
skyldunni.
Ævintýralegt Ljós sem er nýkomið
upp og var keypt í Marrakech.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Huggulegt í 101 Fallegt
útisvæði fyrir utan húsið
hennar Soffíu.
Soffía er með hlýlegan stíl Uppáhaldshornið í húsinu
er í stofunni. Þar elskar Soffía að sitja í sófanum með
góða bók og fara inn í heim skáldskapar og fræða.
Fjölskyldan Soffía Sigur-
geirsdóttir með sonum
sínum Úlfi og Loka.
56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018