Morgunblaðið - 17.05.2018, Side 60

Morgunblaðið - 17.05.2018, Side 60
Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Eigendur staðarins, þeir Óli Már Óla- son, Andri Björn Björnsson og Guð- mundur Finnbogason ákváðu þá að grípa tækifærið og láta langþráðan draum um að opna bruggsmiðju rætast. „Úr því að staðan var svona var alveg eins gott að nýta tímann meðan mestu framkvæmd- irnar stæðu yfir til að leggjast í fram- kvæmdir sjálfir, segir Óli í samtali við Matarvefinn. „Okkur hafði lengi dreymt um bruggsmiðju og við létum slag standa. Við náum vonandi að opna í dag,“ bætir hann við en ljóst er að unnendur góðs bjórs og frábærs matar eiga gott í vændum. Staðurinn heitir Bastard Bres & Food og öll hönnun er hin glæsilegasta. Mikið er lagt upp úr að gestir geti setið þægi- lega og dansgólfið heyrir sögunni til. „Eldhúsið er opið frá 11.30 – 22.00 alla daga. Á matseðlinum er boðið upp á rétti eins og stökk „flatbread“ í ýmsum út- færslum, smá-taco, hamborgara, Louis- iana kjúkling, osta- og kjötskurðarplatta og fleira. Eins verður hægt að fá brunch og fisk dagsins fyrri hluta dag,“ segir Óli aðspurður um matseldina. Eigin bjór og craft kokteilar „Við erum nú með tvo bjóra sem við ætlum að byrja að keyra á, ásamt á ann- an tug bjóra frá öðrum brugghúsum og góðu úrvali af bjór á flöskum. Einnig verðum við með metnaðarfulla craft kok- teila á boðstólnum þar sem meðal annars er búið að gera stílfæringu á drykkjum eins og Moscow Mule og Aperol Spritz. Mikið úrval er af hinum ýmsu romm-, viskí- og gintegundum ásamt fjölda af mismunandi stílum af tonic og ævintýra- legum gin og tonic pörunum,“ segir Ólaf- ur um úrvalið á barnum og bætir því við að tónlistin verði lífleg og þægileg þar sem komi saman rokk, soul, fönk og diskó. Plötusnúðar muni síðan mæta á svæðið um helgar og halda uppi stuðinu fram á nótt. Vegamót breytast í Bastard Það varð mörgum tölvert áfall þegar fregnir bárust af því í fyrra að Vegamót hefðu lokað. Sá skemmtilegi staður hafði verið hluti af veitinga- og skemmtanalífi borgarinnar í árafjöld og því mikill missir. Tilurð lokunarinnar var þónokkuð tregablandin en hana mátti rekja til framkvæmda við nærliggjandi hótel sem hafði í för með sér lokun á Vegamótastíg og verulega tak- mörkun á útisvæði þar sem eitt stykki byggingarkrani var búinn að koma sér haganlega fyrir. Brugghús Bruggaðar eru tvær tegundir á staðnum. Morgunblaðið/Hari Ný Vegamót Aðdáendur Vega- móta geta tekið gleði sína því Bastard lofar sannarlega góðu. Myndarlegur á barnum Guðmundur Finnbogason, einn eigenda Bastard, tekur sig vel út á barnum. Bruggað á efri hæðinni Búið er að breyta efri hæðinni í brugg- hús þar sem hægt er að fylgjast með bruggferlinu.. Sérdeilis svalur Mikið hefur verið lagt upp úr hverju smáatriði eins og sést. 60 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.