Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 77
DÆGRADVÖL 77 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þótt þér sýnist fokið í flest skjól, skaltu gefa þér tíma til þess að athuga þinn gang. Ekki slá öll tilboð út af borðinu strax, farðu rólega yfir þau. 20. apríl - 20. maí  Naut Maðurinn uppsker eins og hann sáir. Þú munt hafa mikið að gera næstu vikur en svo tekur við rólegur tími fram á haust- ið. Gamall vinur skýtur upp kollinum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Í tilraunum þínum til að gera alla ánægða gæturðu gleymt einu: líf þitt skiptir líka miklu máli. Hláturinn lengir líf- ið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú átt hægt um vik með að sýna öðrum góðvild og örlæti í dag. Þú reynir af fremsta megni að halda öllum góðum og það tekst vel. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þig langar eitt en aðstæður kalla á annað. Þú ert á réttri hillu þar sem þú ert. Draumórar eru nauðsynlegir í lífsins ólgu- sjó. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Stundum verður maður að leggja sig fram til þess að greina kjarna málsins. Ekki bregðast trúnaði annarra. Þér verður boðið í veislu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú getur hugsanlega aukið tekjur þín- ar með einhverjum hætti í dag. Mundu að allir eru að gera sitt besta, líka þú. Þú leik- ur við hvern þinn fingur þessar vikurnar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Fólk er frekar viðkvæmt þessa dagana, en samt verður þú að segja frem- ur leiðinlega hluti. Nýttu þér öll tilboð sem eru í gangi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Valdabarátta og ágreiningur við fjölskyldumeðlimi eru ekki útilokuð. Líttu ekki of lengi um öxl því það er fram- tíðin sem skiptir máli. 22. des. - 19. janúar Steingeit Dagurinn hentar vel til að ræða við yfirmann þinn. Drífðu í umbótum á heimilinu eða mikilvægum samræðum við fjölskylduna. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þegar stór verkefni eru í gangi og í mörg horn að líta má alltaf búast við að eitthvað fari úrskeiðis. Vertu óhrædd/ur að taka að þér erfið verkefni sem aðrir leggja ekki í. 19. feb. - 20. mars Fiskar Allt virðist ganga þér í haginn svo þú skalt bara njóta þess. Mundu að allir eiga leiðréttingu orða sinna. Taktu góða skapið með í ferðalagið. Helgi R. Einarsson gerir sér „for-dóma eða íhaldssemi“ að yrk- isefni: Auðvita’ er mjög gott að elska ungverska, pólska’ eða velska. En viljirðu frú, sem verður þér trú, þá velur þú skaft- eina –fellska. Jón Arnljótsson er með hugann norður í Árneshreppi: Fólkið það flytur að Dröngum. Fjöldinn var mikill þar löngum, er Kristinn við sjó, með krakkana bjó og konu sem eldaði svöngum. Páll Imsland heilsaði leirliði á sæmilega hlýjum morgni, – kosningar í nánd og framboð á hverju strái: Fljótur var Stígur á Stokk að stimpla sig inn í þann flokk, sem datt inn í gær með dagskrármál tær: Djöfulsins helvítis fokk! Og svo eru það kosningaloforðin. Ármann Þorgrímsson yrkir: Lengi villast loforð flest sem lífið áttu að gera best, ekkert hefur af þeim frést og aldrei neitt til þeirra sést. Sem kallar fram í hugann vísu Andrésar Björnssonar: Flokkurinn þakkar fögrum orðum fyrir það að gera þetta, sem hann þakkaði forðum að þá var látið vera. Og ekki er þessi staka Andrésar lakari: Þegar drottni þakkaði þjónn hans fyrir harðæri heyrðist mér í herrans sal horféð jarma úr Norðurárdal. Pétur Stefánsson lætur hverjum degi nægja sínar þjáningar: Í lífinu skaltu leika þér, láta á súðum vaða, því ævitíminn framhjá fer á feikimiklum hraða. Þegar Ólafur Briem á Grund hafði lokið við að reisa sína 18. kirkju orti hann: Hef ég nú af hendi leyst háleitt verkasmíði: Guðs hef ég átján glugghross reist, góðir prestar ríði. Jón S. Bergmann orti: Há og björt sem himinninn höll er anda mínum, þar sem Bakkus býður inn bestu vinum sínum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Kosningar og horfé úr Norðurárdal „ÞETTA ER ORÐIÐ VERRA. NÚ ÞEGAR ÉG TALA, ÞÁ REYNIR HANN EKKI EINU SINNI AÐ HREYFA EKKI VARIRNAR Á SÉR.“ „ÉG VEIT EKKI HVAÐ ÞÚ ERT AÐ BORÐA, EN ÞÚ GAFST HUNDINUM SPAGETTÍSÓSU Í MATINN!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... það sem hjálpar þér að brúa bilið. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann PÍTSU- STAÐURINN… VAR AÐ FÁ GULA VIÐVÖRUN, ÞAÐ ER STÓR STORMUR Í AÐSIGI ÞAÐ ER ÚTI UM OSS! SKIPTIR ENGU MÁLI FJÖLMÖRG FYRIRTÆKI ÆTLA AÐ LOKA SNEMMA EKKERT MÁL HELGA! HUNDUR ELTI MIG HEIM! EN SÆTT! SAMT EKKI! ÞÚ ERT HANDTEKINN! Kosningar eru í nánd. Víkverji trú-ir því þó varla, þar sem kosn- ingabaráttan hefur verið í daufari kantinum. Svo virðist sem meirihlut- inn í Reykjavík ætli sér að sigla heim „iðnaðarsigri“, eins og það yrði kallað á íþróttadeildinni, þrátt fyrir að hafa að mati Víkverja staðið sig svo illa, að hann er farinn að íhuga það alvarlega að flytja til Kópavogs. x x x Síðasta útspil Sjálfstæðisflokksinsí baráttunni, um bíllausa byggð í Örfirisey, vakti þó áhuga Víkverja. Ekki af því að honum þyki hug- myndin endilega sú besta eða af því að honum finnist „bíllaus lífsstíll“ vera það gullslegna lokatakmark siðmenningarinnar sem sumir virð- ast halda. Nei, hugmyndin vakti að- allega áhuga Víkverja af því að myndirnar af byggðinni minntu hann helst á Fálkann, geimskip Hans Óla úr Stjörnustríðsmynd- unum. x x x Fálkinn er raunar eitt þekktastageimskip kvikmyndasögunnar, og því hefði Víkverji haldið að ein- hver hefði getað bent á þetta áður en myndin fór af auglýsingastofunni. Nema hér sé um að ræða tilraun til þess að veiða atkvæði hinna fjöl- mörgu Stjörnustríðsaðdáenda sem fyrirfinnast á Íslandi, sem sjá þá kannski fyrir sér að geta verið með heimilisföng eins og „Logastræti“, „Anakinn“ eða „Kenobihvarf“. Vondi keisarinn sjálfur, Sheev Pal- patine, gæti jafnvel fengið götuna „Palpatún“ nefnda í höfuðið á sér. x x x Víkverji gæti reyndar alveg hugs-að sér að búa í götunni Svart- höfða, en skilst að hún sé þegar til og að hún sé í einhverju mesta iðnaðar- hverfi borgarinnar. Reyndar telur Víkverji að þarna sé sóknarfæri til þess að byggja húsnæði sem yrði verulega eftirsóknarvert fyrir karl- menn á aldrinum milli þrítugs og fimmtugs sem aldrei hafa vaxið al- mennilega úr grasi, en sem vilja að- eins finna góðan stað til þess að hengja upp geislasverðið sitt að loknum löngum og ströngum vinnu- degi. vikverji@mbl.is Víkverji Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra. (Matt: 18.20) Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga kl. 10–18, lokað um hvítasunnuhelgina Allir velkomnir Þorgrímur Andri Einarsson Hetjur og fjórfætlingar Sýningu lýkur föstudaginn 18. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.