Morgunblaðið - 17.05.2018, Page 80

Morgunblaðið - 17.05.2018, Page 80
80 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 Forlagið efndi síðastahaust til samkeppni umbókmenntatexta eftiróútgefna höfunda undir yfirskriftinni Nýjar raddir. Þrjár sögur voru verðlaunaðar nú í vor og gefnar út rafrænt. Allavega eftir Ernu Agnesi Sigurgeirsdóttur er ein þeirra. Í henni segir frá ungri konu sem rifjar upp atburði úr lífi sínu m.a þegar hún flutti til útlanda í nám. Þetta er fyrstu persónu frásögn brotin upp með orðinu „allavega“ en þeim sem liggur mikið á hjarta nota það gjarnan til að brjóta upp frásagnir sínar og ná athygli hlust- andans. Það gerist margt í kolli aðalpersónunnar sem berst við að koma böndum á hugsanir sínar og líf en hún er að kljást við: „Hug- lægt myrkur. Myrkur sem býr inni í huganum. Inni í sálinni. Inni í vitundinni.“ Myrkrið veldur henni mikilli vanlíðan auk kvíða og þráhyggju sem endurspeglast vel í sögunni. Það er heillandi hvernig sögu- persónan segir sögur af sjálfri sér og fjölskyldu sinni. Hún rifjar ým- islegt upp í svolitlu flaustri og er sagan sett fram eins og hugurinn sem á það til að stökkva hingað og þangað enda segir sögupersónan það í lokin að þetta sé kannski meira eins og ein löng hugsun en saga. Samhengislaus en þó ekki. Sagan byrjar á upprifjun „ég man“ og síðan fer sögupersónan um víðan völl í lífi sínu en í lokin er hún komin í nútímann og það virðist sem lífið sé á réttri braut. Hún er að kljást við myrkrið en samt er einhver léttleiki yfir frá- sögninni, húmor. Höfundurinn virðist hafa góð tök á stíl og frá- sögn og er vel skrifandi. Allavega er fersk saga og góð aflestrar. Í sögunni segir frá Lenu sem er ung kona. Hún var í ofbeldis- sambandi sem hún er laus úr en glímir við miklar eftirstöðvar. Alex sambýlismaður hennar braut hana niður svo rækilega að hún kemur sér ekki saman aftur af sjálfs- dáðum. Lena lýsir því hvernig Alex yfirtók hana og hvernig, eftir sambands- slitin, hún ein- angrar sig. Því er lýst á trú- verðugan hátt hvernig ofbeldi getur haft áhrif á manneskjuna, sem er alltaf hrædd og óttaslegin og uppfull af efasemdum um sjálfan sig. Það birtir til í lífi Lenu þegar hún tekur þá erfiðu ákvörðun að mæta í starfsmannapartí í vinnunni þar sem hún kynnist Övu. Ava virðist vera einstök mann- eskja sem hefur góð áhrif á Lenu og dregur hana út úr skelinni, hjálpar henni að byggja sig upp. Þetta er fyrstu persónu frásögn Lenu þar sem hún segir frá lífi sínu í nútímanum en lítur líka til baka á tíma sinn með Alex og er sá texti aðskilinn frá hinum með skáletri. Lena veltir mikið fyrir sér hvernig hún varð svona undirgefin Alex, hún sem hafði haldið sig sterka. En hún kemst að því að hún var aldrei sterk og sjálfstæð a.m.k ekki í kringum karlmenn. „Einhvers staðar á lífsleiðinni hafði þeirri hugmynd verið plantað í kollinn að karlmenn vissu betur, ættu réttinn.“ Lena er ekki bara að kljást við tíma sinn með Alex heldur allt feðraveldið sem hefur alið hana upp í að hún eigi að vera þæg og góð stúlka. Sagan er vel skrifuð og vel upp- byggð. Höfundur nær að gefa les- andanum trúverðuga innsýn inn í líf niðurbrotinnar konu sem reynir að finna styrk sinn. Það vantar að- eins kjöt á bein sögunnar, meiri dýpt og persónusköpunin hefði mátt vera sterkari, t.d er hin ör- lagaríka Ava máluð ósköp daufum litum. Undir yfirborðinu er fyrsta verk höfundar og lofar góðu um það sem vonandi koma skal. Í Tinder match segir frá ungum karlmanni að vestan sem býr hjá aldraðri frænku sinni í Reykjavík á meðan hann stundar há- skólanám. Þetta virðist vera prýðispiltur sem missir tökin á lífinu með því að skrá sig fyrir rælni á Tinder þar sem hann kemst í kynni við undarlega stúlku. Sagan byggist mikið upp á samtölum þeirra á milli í gegnum netið, oftast klúrum. Þau samtöl eru of fyrirferðarmikil í sögunni, langdregin og leiðinleg. Einnig stangast þau á við lýsinguna á pilt- inum sem gengur vel í námi og er með fæturna á jörðinni, í Tinder samtölunum verður hann hálf- gerður vitleysingur. Pilturinn og stúlkan tala heil- lengi saman en ná aldrei að hitt- ast. Líf piltsins fer líka að taka breytingum á sama tíma, andrúms- loft heima hjá frænku hans er furðulegt og undarlegir atburðir fara að henda hann. Pilturinn missir smám saman tök á lífinu og ákveður að gefa námið upp á bát- inn og fara aftur heim til foreldra sinna fyrir vestan. Það er mikill byrjendabragur á þessari sögu sem er of langdregin og einsleit auk þess sem persónu- sköpunin er ótrúverðug og vantar nánari útskýringar á ýmsu. Höf- undi tekst þó vel til við að láta ein- hvern óhugnað hanga yfir sögunni í lengri tíma, sem drífur lesandann áfram, og þá er endirinn óvæntur og áhugaverður. Allir þurfa að kljást við sjálfa sig Ljósmynd/Eldar Ástþórsson Nýjar raddir Hörður Andri Steingrímsson, Erna Agnes Sigurgeirsdóttir og Tanja Rasmussen eru nýjar raddir Forlagsins 2018. Sögurnar voru gefnar út sem rafbækur. Skáldsögur Allavega bbbnn Eftir Ernu Agnesi Sigurgeirsdóttur. Forlagið 2018. 97 bls. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR BÆKUR Undir yfirborðinu bbmnn Eftir Tönju Rasmussen. Forlagið 2018. 80 bls. Tinder Match bnnnn Eftir Hörð Andra Steingrímsson. Forlagið 2018. 145 bls. SJÓNMÆLINGAR Í OPTICAL STUDIO

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.