Morgunblaðið - 17.05.2018, Síða 86

Morgunblaðið - 17.05.2018, Síða 86
86 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Poppkórinn Vocal Project heldur vortónleika sína í Salnum í Kópavogi föstudaginn 25. maí kl. 21 og býður upp á drekkhlaðna og stjörnum prýdda dagskrá, eins og segir um tónleikana á Facebook. Stjórnandi Vocal Project, Gunnar Ben, seg- ir kórinn gjarnan setja sér þema fyrir tónleika og að þessu sinni hafi goðsagnir orðið fyrir valinu. „Það er frábært þema af því það er svo svakalega op- ið. Við ákváðum að hafa þetta goð- sagnir og erum þá að hugsa um flytj- endur og höfum sem undirþema „27 club“,“ segir Gunnar og á þar við fræga tónlistarmenn sem létu lífið 27 ára að aldri. Má af þeim nefna Amy Winehouse, Kurt Cobain, Jimi Hend- rix, Janis Joplin og Jim Morrison. „Það væri sjálfsagt hægt að fylla heila tónleika með þeim en þá þyrft- um við að sækja þriðja klarínettleik- ara í stórsveit Benny Goodman, ef við ætluðum að hafa eitt lag með hverjum,“ bætir Gunnar við og á þar við að frægir flytjendur séu ekki það margir sem létust 27 ára að aldri. Af goðsagnakenndum hljómsveitum sem eiga lög á efnisskránni má nefna The Doors, Earth, Wind and Fire, Queen og Toto. Útsetur sjálfur fimm lög – Nú eru þetta þannig popp- og rokklög á efnisskránni að líklega er erfitt að finna kórútsetningar á mörgum þeirra, ekki satt? „Það er reyndar til alveg slatti af svona kórútsetningum í heiminum en ég á samt fimm sjálfur, útsetti fimm lög,“ svarar Gunnar. – En eru lög á efnisskránni sem enginn á von á að heyra í kórútsetn- ingu, lög það ólíkleg til kórflutnings? „Það eru alltaf nokkur svoleiðis. Við erum með „Cry Baby“ með Janis Joplin. Ég útsetti það fyrir kórinn sem var snúið því hún tekur langa og óreglulega talkafla,“ svarar Gunnar. – Og þú lætur kórmeðlimi líka klappa og stappa, ekki satt? „Já, það kemur alltaf annað slagið en er alls ekki í öllum lögum. Allir söngvarar eru með hljóðnema og við erum með frábæra, fjögurra manna hljómsveit með okkur í flestum lög- unum,“ segir Gunnar en hljómsveit- ina skipa Guðmundur Stefán Þor- valdsson á gítar, Kjartan Valdimars- son á hljómborð, Ingólfur Magnason á bassa eða „krulludýrið“ eins og Gunnar kallar hann og trommuleik- ari er Óskar Þormarsson. Æft í bílakjöllurum Gunnar segir hljómsveitina leika með kórnum í flestum laganna en þegar hún leiki ekki með sé freist- andi að bæta við „einhvers konar klapp- og stappáskorun“. Hann segir klapp og stapp æft sérstaklega og kórmeðlimi taka það mjög alvarlega. „Ég hef heyrt af klapp- og stappæf- ingum í bílakjöllurum verslana- miðstöðva sem fólk mætir á í hádeg- ismatnum,“ segir Gunnar og bætir við að til séu upptökur úr örygg- ismyndavélum af slíkum æfingum. Miðasala á tónleikana fer fram á vefnum tix.is. Ljósmynd/Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir Áskoranir Poppkórinn Vocal Project ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur á vortónleikum sínum. Goðsagnir í Salnum  Vocal Project flytur á vortónleikum sínum lög eftir flytjendur sem teljast til goðsagna í tónlistarsögunni Gunnar Ben Enn eitt árið eru háir hælar á rauða dreglinum á Kvikmyndahátíðinni í Cannes í brennidepli. Að þessu sinni tók Kristen Stewart, sem á sæti í dómnefnd, þá ákvörðun að fara úr pinnahælaskóm sínum og ganga ber- fætt eftir rauða dreglinum í aðdrag- anda frumsýningar BlacKkKlans- man í leikstjórn Spike Lee. „Það er ekki hægt að gera þá kröfu til mín að klæðast háhæla- skóm,“ hefur BBC eftir Stewart. Árið 2015 vakti það mikla reiði þegar danska kvikmyndaframleiðandanum Valeriu Richter var meinaður að- gangur að bæði rauða dreglinum og kvikmyndasýningum í Cannes sök- um þess að hún klæddist flatbotna silfurlitum Birkenstock-sandölum. Richter hafði nokkrum árum fyrr misst aðra stóru tána og hluta af vinstri fæti vegna veikinda og heldur af þeim sökum ekki jafnvægi á háum hælum. Hún fékk ekki að mæta á frumsýninguna fyrr en hún hafði sannað líkamlega fötlun sína. Stewart var þó ekki vísað af rauða dreglinum fyrir ákvörðun sína fyrr í vikunni. Í fyrra gagnrýndi hún kröfu stjórnenda í Cannes um tiltekinn fótabúnað í viðtali við Hollywood Reporter. „Menn komast í uppnám ef við klæðumst ekki háhælaskóm. Að mínu mati er ekki lengur hægt að gera þessa kröfu. Meðan þeir krefj- ast þess ekki að karlar klæðist háhælaskóm og kjólum, þá geta þeir heldur ekki gert þá kröfu til mín.“ Stewart er ekki sú fyrsta sem gengur berfætt eftir rauða dregl- inum í Cannes síðan uppákoman varð með Richter, því árið 2016 valdi Julia Roberts að vera berfætt á rauða dreglinum fyrir frumsýning- una á Money Monster Mótmælir kröfu um háa hæla AFP Léttir Kristen Stewart fór úr pinna- hælum sínum á rauða dreglinum. „Ef ég dag einn drep einhvern þá verður það blaðamaður,“ segir danski leikstjórinn Lars von Trier í viðtali við Politiken í tilefni af frumsýningu nýjustu kvikmyndar hans, The House That Jack Built, í Cannes. Sjö ár eru síðan Trier sýndi síðast mynd í Cannes, þaðan sem honum var úthýst í kjölfar þess að hann lýsti sjálfum sér sem nasista sem skildi gjörðir Hitlers. Í viðtalinu segist Trier hafa öðlast auðmýkt á þeim tíma sem lið- inn sé auk þess sem hann hafi sótt sér meðferð vegna áfengissýki. „Þar [í meðferðinni] lærir maður að grípa tækifærið og lifa í núinu. En í Cannes er ómögulegt að drekka ekki. Þannig að ég tek mér smá frí [frá meðferð- inni],“ segir Trier og tekur fram að sér gangi erfiðlega að losna við þann neikvæða stimpil sem hann hafi feng- ið í Cannes fyrir sjö árum. Nýjasta kvikmynd hans hefur fall- ið í grýttan jarðveg og aðspurður segir Trier það gott. „Það er mikil- vægt að vera ekki elskaður af öllum, því þá hefur manni mistekist,“ segir Trier og tekur fram að það gleðji hann þegar hluti áhorfenda gangi út. Í myndinni veltir Trier fyrir sér lík- indunum milli morðingja og lista- manns sem eigi það sameiginlegt að þurfa að ganga alla leið. „Metnaður- inn getur valdið skaða,“ segir Trier þegar hann er spurður hvaða skaða listin valdi. „Í mörg ár hélt ég að ég væri góður faðir, en nú þegar öll börnin mín eru komin á þrítugsaldur, tjá þau mér reiði sína yfir því að myndir mínar hafi ávallt verið mér mikilvægari en þau,“ segir Trier og upplýsir í viðtal- inu að elsti sonur hans hafi skipt um ættarnafn. „Hann ætlar að verða prestur. Sjálfur er ég ekki trúaður og held að hann sé það ekki heldur. En það er áhugavert að lesa guðfræði. Í raun held ég að hann hafi valið sér þetta fag vegna þess hversu lélegar einkunnir hans voru í menntaskóla.“ Tekur sér frí frá meðferð í Cannes AFP Morð Lars von Trier myndi myrða blaðamann ef hann gerðist morðingi. Fræðingar hafa með stafrænni tækni endur- heimt tvær síður í dagbók Önnu Frank sem höfðu verið huldar með brúnum maskínu- pappír. Þær inni- héldu fjóra tví- ræða brandara um kynlíf og getnaðarvarnir. „Hver sá sem les textabútana sem nú hafa verið endurheimtir getur ekki annað en brosað,“ hefur Guardian eftir Frank van Vree, for- stjóra Hollensku rannsóknarstofn- unarinnar á sviði stríða, helfarar og þjóðernishreinsana. „Dónalegir brandarar höfða til ungmenna. Þeir sýna okkur að Anna, með öllum sín- um hæfileikum, var fyrst og fremst venjuleg stúlka.“ Síðurnar tvær skrifaði Anna 28. september 1942 þegar hún var 13 ára, en áður en ár- ið var liðið hafði hún farið í felur ásamt fjölskyldu sinni. „Þeir [brandararnir] færa okkur nær stúlkunni og höfundinum Önnu Frank,“ segir Ronald Leopold, starf- andi forstjóri safnsins um Önnu Frank. Anna Frank hélt dagbók í þau tvö ár sem hún var í felum fyrir nasistum ásamt fjölskyldu sinni, þar til þau fundust 4. ágúst 1944 og voru send til Auschwitz. Anna Frank lést 15 ára í Bergen-Belsen. Aðeins faðir hennar, Otto Frank, lifði stríðið af. Huldar síður Önnu Frank endurheimtar Anna Frank SAMSTARFSAÐILI HVAR SEM ÞÚ ERT Hringdu í 580 7000 eða farðu á heimavorn.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.