Morgunblaðið - 31.05.2018, Side 35

Morgunblaðið - 31.05.2018, Side 35
FRÉTTIR 35Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Borgarráð hefur samþykkt tillögur skrifstofu eigna og atvinnuþróunar um kaup á tveimur húseignum, ann- ars vegar í Safamýri og hins vegar við Þönglabakka. Óskað var eftir að borgarráð stað- festi kaup á eignarhluta Áss styrkt- arfélags í fasteigninni Safamýri 5. Kaupverð eignarinnar er krónur 177.475.000. Húsnæðið verður nýtt fyrir skóla- og frístundastarf. Þá var óskað eftir að borgarráð samþykkti að kaupa eignarhlut Strætó bs. í Þönglabakka 4 á krónur 100.000.000. Í greinargerð kemur fram að Strætó bs. sé eigandi að hluta í Þönglabakka 4. Um er að ræða 326,7 fermetra skrifstofurými á efri hæð og sameign, sem er rúmlega 22% eignahluta í húsnæðinu. Borgarráð samþykkti hinn 14. desember 2017 að kaupa eignarhlutinn á krónur 89.850.000. Stjórn Strætó Bs. kom með gagntilboð upp á krónur 100.000.000. Bókfært verð þeirra sé nálægt þeirri upphæð. Lagt var fyr- ir mat tveggja fasteignasala, annars vegar kr. 98.000.000 og hins vegar kr. 81.700.000. Eftir kaupin verður Reykjavíkur- borg með rúmlega 79% eignarhlut í húsnæðinu á móti Íslandspósti ohf. Kaupin eru liður í því að færa Þjón- ustumiðstöð Breiðholts á einn stað í Þönglabakka 4. sisi@mbl.is Borgin kaupi tvær húseignir  Safamýri 5 og Þönglabakki 4 Morgunblaðið/Eggert Mjóddin Strætó er með starfsemi í Þönglabakka, aðallega á neðri hæð. Íslandsmótið í skák, Icelandic Open, fer fram í Valsheimilinu í Reykjavík dagana 1.-9. júní. Það verður sett á morgun, föstu- dag, klukkan 16.30. Mótið nú er jafnframt minningarmót um Hermann Gunnarsson fjölmiðalamann. „Hermann reyndist skákhreyfingunni ávallt drjúgur og ómetanlegur liðsauki,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Ís- lands. Mótið fer fram með óvenjulegu fyrir- komulagi en teflt verður í einum opnum flokki en ekki með hinu hefðbundna fyrir- komulagi lokaðs landsliðs- og opins áskor- 2000. Þá er mögulegt að stórmeistarinn Héðinn Steimgrímsson verði með. Núver- andi Íslandsmeistari, Guðmundur Kjart- ansson, mun ekki verja titilinn. Lenka Ptácníková er langsigurstrangleg- ust í baráttunni um Íslandsmeistaratitil kvenna en auk hennar eru Guðlaug Þor- steinsdóttir og Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir líklegastar til þess að blanda sér í baráttuna. Tefldar verða 10 umferðir og hefjast skákirnar klukkan 16.30. Góð aðstaða verð- ur fyrir gesti þar sem boðið verður upp á skákskýringar og heitt kaffi á könnunni. sisi@mbl.is Rúmlega 50 keppendur eru skráðir til leiks, þar af sjö erlendir. Í þeim hópi eru þrír alþjóðlegir meistarar sem gætu blandað sér í toppbaráttuna. Flestir sterkustu skákmenn landsins eru skráðir til leiks. Hannes Hlífar Stefánsson, tólffaldur Íslandsmeistari í skák, er stiga- hæstur skráðra keppenda. Auk hans eru stórmeistararnir Bragi Þorfinnsson og Þröstur Þórhallsson skráðir til leiks. Þrír fyrrverandi Íslandsmeistarar eru með. Auk Hannesar eru það Þröstur sem varð Íslands- meistari árið 2012 og alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson sem vann sigur árið endaflokks. Mótið er jafn- framt Íslandsmót kvenna og unglingameistaramót Íslands. Íslandsmótið í skák var haldið fyrst með samskon- ar fyrirkomulagi árið 2013 – þá í tilefni 100 ára afmælis Íslandsmótsins í skák. Þótti það takast vel. Erlendum skákmönnum er heimil þátttaka en þeir geta eðli málsins samkvæmt ekki orðið Ís- landsmeistarar. Erlendir keppendur á Íslandsmótinu  Skákmenn setjast að tafli í Valsheimilinu á morgun  Minningarmót um Hermann Gunnarsson Hermann Gunnarsson Kona sem flutt var á sjúkrahús í Reykjavík í gær vegna höfuð- áverka við fall á göngustíg sem liggur frá bíla- stæði niður í Reynisfjöru er látin. Hún var er- lendur ferða- maður, fædd 1938, á ferð með fjöl- skyldunni, skv. vef lögreglunnar á Suðurlandi. Slysatilkynning barst neyðarlínu um kl. 14.30 í gær og var konan flutt með sjúkrabifreið til móts við þyrlu Landhelgisgæsl- unnar, sem flaug með hana til Reykjavíkur. Erlendur ferðamað- ur lést eftir fall Reynisfjara.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.