Morgunblaðið - 31.05.2018, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 31.05.2018, Qupperneq 35
FRÉTTIR 35Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Borgarráð hefur samþykkt tillögur skrifstofu eigna og atvinnuþróunar um kaup á tveimur húseignum, ann- ars vegar í Safamýri og hins vegar við Þönglabakka. Óskað var eftir að borgarráð stað- festi kaup á eignarhluta Áss styrkt- arfélags í fasteigninni Safamýri 5. Kaupverð eignarinnar er krónur 177.475.000. Húsnæðið verður nýtt fyrir skóla- og frístundastarf. Þá var óskað eftir að borgarráð samþykkti að kaupa eignarhlut Strætó bs. í Þönglabakka 4 á krónur 100.000.000. Í greinargerð kemur fram að Strætó bs. sé eigandi að hluta í Þönglabakka 4. Um er að ræða 326,7 fermetra skrifstofurými á efri hæð og sameign, sem er rúmlega 22% eignahluta í húsnæðinu. Borgarráð samþykkti hinn 14. desember 2017 að kaupa eignarhlutinn á krónur 89.850.000. Stjórn Strætó Bs. kom með gagntilboð upp á krónur 100.000.000. Bókfært verð þeirra sé nálægt þeirri upphæð. Lagt var fyr- ir mat tveggja fasteignasala, annars vegar kr. 98.000.000 og hins vegar kr. 81.700.000. Eftir kaupin verður Reykjavíkur- borg með rúmlega 79% eignarhlut í húsnæðinu á móti Íslandspósti ohf. Kaupin eru liður í því að færa Þjón- ustumiðstöð Breiðholts á einn stað í Þönglabakka 4. sisi@mbl.is Borgin kaupi tvær húseignir  Safamýri 5 og Þönglabakki 4 Morgunblaðið/Eggert Mjóddin Strætó er með starfsemi í Þönglabakka, aðallega á neðri hæð. Íslandsmótið í skák, Icelandic Open, fer fram í Valsheimilinu í Reykjavík dagana 1.-9. júní. Það verður sett á morgun, föstu- dag, klukkan 16.30. Mótið nú er jafnframt minningarmót um Hermann Gunnarsson fjölmiðalamann. „Hermann reyndist skákhreyfingunni ávallt drjúgur og ómetanlegur liðsauki,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Ís- lands. Mótið fer fram með óvenjulegu fyrir- komulagi en teflt verður í einum opnum flokki en ekki með hinu hefðbundna fyrir- komulagi lokaðs landsliðs- og opins áskor- 2000. Þá er mögulegt að stórmeistarinn Héðinn Steimgrímsson verði með. Núver- andi Íslandsmeistari, Guðmundur Kjart- ansson, mun ekki verja titilinn. Lenka Ptácníková er langsigurstrangleg- ust í baráttunni um Íslandsmeistaratitil kvenna en auk hennar eru Guðlaug Þor- steinsdóttir og Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir líklegastar til þess að blanda sér í baráttuna. Tefldar verða 10 umferðir og hefjast skákirnar klukkan 16.30. Góð aðstaða verð- ur fyrir gesti þar sem boðið verður upp á skákskýringar og heitt kaffi á könnunni. sisi@mbl.is Rúmlega 50 keppendur eru skráðir til leiks, þar af sjö erlendir. Í þeim hópi eru þrír alþjóðlegir meistarar sem gætu blandað sér í toppbaráttuna. Flestir sterkustu skákmenn landsins eru skráðir til leiks. Hannes Hlífar Stefánsson, tólffaldur Íslandsmeistari í skák, er stiga- hæstur skráðra keppenda. Auk hans eru stórmeistararnir Bragi Þorfinnsson og Þröstur Þórhallsson skráðir til leiks. Þrír fyrrverandi Íslandsmeistarar eru með. Auk Hannesar eru það Þröstur sem varð Íslands- meistari árið 2012 og alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson sem vann sigur árið endaflokks. Mótið er jafn- framt Íslandsmót kvenna og unglingameistaramót Íslands. Íslandsmótið í skák var haldið fyrst með samskon- ar fyrirkomulagi árið 2013 – þá í tilefni 100 ára afmælis Íslandsmótsins í skák. Þótti það takast vel. Erlendum skákmönnum er heimil þátttaka en þeir geta eðli málsins samkvæmt ekki orðið Ís- landsmeistarar. Erlendir keppendur á Íslandsmótinu  Skákmenn setjast að tafli í Valsheimilinu á morgun  Minningarmót um Hermann Gunnarsson Hermann Gunnarsson Kona sem flutt var á sjúkrahús í Reykjavík í gær vegna höfuð- áverka við fall á göngustíg sem liggur frá bíla- stæði niður í Reynisfjöru er látin. Hún var er- lendur ferða- maður, fædd 1938, á ferð með fjöl- skyldunni, skv. vef lögreglunnar á Suðurlandi. Slysatilkynning barst neyðarlínu um kl. 14.30 í gær og var konan flutt með sjúkrabifreið til móts við þyrlu Landhelgisgæsl- unnar, sem flaug með hana til Reykjavíkur. Erlendur ferðamað- ur lést eftir fall Reynisfjara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.