Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 70

Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 70
70 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Amino bitar Í 30 g pokanumer passlegur skammur af próteini (26,4 g í poka). Inniheldur 88%prótei og engin aukaefni. 88%prótein 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Einfaldle a hollt og gott snakk Það er allt áfullu hérna,en útskriftin hjá okkur í skól- anum er 9. júní, Svo hefur hluti af nem- endahópnum okkar verið valinn til að fara á hátíð í Hol- landi og við erum m.a. að ganga frá því,“ segir Vigdís Másdóttir, verk- efnastjóri í sviðs- listadeild Listahá- skóla Íslands, en hún á 40 ára afmæli í dag. Vigdís hefur ver- ið verkefnastjóri frá 2014, en hún lauk BA-námi í leiklist árið 2009 og MA-gráðu í list- kennslu árið 2014. „Ég geri alltaf minna og minna af því að leika, er alveg hætt í leikhúsunum því það tekur svo mikinn tíma og ekki hægt meðfram þeim störfum sem ég sinni í dag, en ég hef tekið að mér smáhlutverk í kvikmyndum. Það fer bara einn til tveir tökudagar í slíkt og það hentar mér vel.“ Þess í stað hefur Vigdís lagt meiri áherslu á kennslu en hún er skólastjóri Leiklistarskóla Borgarleikhússins. Hún var ráðin til þess að smíða námið og stýra því, og var skólinn að ljúka sínu öðru starfs- ári. „Skólinn hefur gengið mjög vel og eru í kringum 50 nemendur í honum. Nemendur eru frá 8 til 14 ára og námið er byggt upp á aðal- námskrá grunnskólanna. Þetta er því ekki eins og námskeið heldur líkt og tónlistarskólarnir þá er þetta anna- og færniskipt.“ Aðaláhugamál Vigdísar er matargerð. „Svo vorum við fjölskyldan að flytjast í draumahúsið og erum að gera það upp. Mér finnst það sjúklega gaman, fékk draumaeldhúsið mitt. Við eigum líka hlut í húsi á Patreksfirði og reynum að fara þangað eins oft og við getum,“ en sambýlismaður Vigdísar, Bergsteinn Sigurðsson, sjónvarpsmaður á Rúv, er þaðan. Vigdís og Bergsteinn eiga eina dóttur saman, Iðunni, sem er 6 ára, en fyrir á Bergsteinn soninn Sigurð Elí sem er 18 ára. „Ég verð í vinnunni í dag en ætla líka að leyfa mér smá dekur í til- efni dagsins. Svo ætla ég að halda partí um helgina.“ Afmælisbarnið Vigdís Másdóttir hefur í nógu að snúast fyrir útskrift og fyrirhugaða leiklist- arh́átíð sem heldin verður í Hollandi bráðlega. Stýrir leiklistar- skóla fyrir börn Vigdís Másdóttir er fertug í dag H alla Lovísa Loftsdóttir fæddist í Reykjavík 31.5. 1943 og ólst þar upp og í Kópavogi. Hún lauk gagnfræða- prófi frá Núpi í Dýrafirði 1959 og prófi frá Húsmæðraskóla Reykjavík- ur 1961, sótti námskeið fyrir fram- reiðslufólk í Húsmæðraskólanum á Laugum1972 og vann við matreiðslu- og framreiðslustörf við mötuneyti, veiðihús og hótel. Halla Lovísa var um skeið heimilis- fræðikennari við Hafralækjarskóla í Aðaldal, kennari við Húsmæðraskól- ann á Laugum 1980-87, lauk réttinda- námi fyrir grunnskólakennara frá KHÍ og var kennari við Gagnfræða- og Barnaskóla Húsavíkur (nú Borgarhólsskóli) 1987-2013. Halla Lovísa sat í sveitarstjórn Aðaldæla 1982-90, sat í stjórn og for- svari fyrir Ungmennafélagið Geisla, Kvenfélag Nessóknar og Kirkjukór Nessóknar í Aðaldal, hefur starfað í Soroptimistaklúbbi Húsavíkur og ná- grennis frá 1987, sat í stjórn Lands- sambands Soroptimista í fjögur ár, og var forseti sambandsins 2000- 2002. Hún hefur nú umsjón með starfi eldri borgara á vegum Þing- eyjarsveitar. Þá er hún félagi í kór eldri borgara, Sólseturkórnum á Húsavík, og sat í stjórn kórsins sl. fimm ár. Halla Lovísa kynntist eiginmann- inum á Hvanneyri, 1959, er hún var þar við störf en hann við nám: „Við hófum okkar búskap í Reykjavík á veturna en dvöldum með börnin tvö á Halla Lovísa Loftsdóttir, kennari á Húsavík – 75 ára Í London Hjónin með Völundi Snæ, Steinunni og Viðari er Völundur fékk verðlaun fyrir bókina, Delicious Iceland. Njótum lífsins meðan heilsa og kraftar leyfa Skólabílstjórinn Halla Lovísa með nemendur frá Húsavík í skóla- ferðalagi á Austurlandi, en Halla Lovísa og Völundur óku lengi skóla- bílnum. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.