Morgunblaðið - 31.05.2018, Page 70

Morgunblaðið - 31.05.2018, Page 70
70 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Amino bitar Í 30 g pokanumer passlegur skammur af próteini (26,4 g í poka). Inniheldur 88%prótei og engin aukaefni. 88%prótein 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Einfaldle a hollt og gott snakk Það er allt áfullu hérna,en útskriftin hjá okkur í skól- anum er 9. júní, Svo hefur hluti af nem- endahópnum okkar verið valinn til að fara á hátíð í Hol- landi og við erum m.a. að ganga frá því,“ segir Vigdís Másdóttir, verk- efnastjóri í sviðs- listadeild Listahá- skóla Íslands, en hún á 40 ára afmæli í dag. Vigdís hefur ver- ið verkefnastjóri frá 2014, en hún lauk BA-námi í leiklist árið 2009 og MA-gráðu í list- kennslu árið 2014. „Ég geri alltaf minna og minna af því að leika, er alveg hætt í leikhúsunum því það tekur svo mikinn tíma og ekki hægt meðfram þeim störfum sem ég sinni í dag, en ég hef tekið að mér smáhlutverk í kvikmyndum. Það fer bara einn til tveir tökudagar í slíkt og það hentar mér vel.“ Þess í stað hefur Vigdís lagt meiri áherslu á kennslu en hún er skólastjóri Leiklistarskóla Borgarleikhússins. Hún var ráðin til þess að smíða námið og stýra því, og var skólinn að ljúka sínu öðru starfs- ári. „Skólinn hefur gengið mjög vel og eru í kringum 50 nemendur í honum. Nemendur eru frá 8 til 14 ára og námið er byggt upp á aðal- námskrá grunnskólanna. Þetta er því ekki eins og námskeið heldur líkt og tónlistarskólarnir þá er þetta anna- og færniskipt.“ Aðaláhugamál Vigdísar er matargerð. „Svo vorum við fjölskyldan að flytjast í draumahúsið og erum að gera það upp. Mér finnst það sjúklega gaman, fékk draumaeldhúsið mitt. Við eigum líka hlut í húsi á Patreksfirði og reynum að fara þangað eins oft og við getum,“ en sambýlismaður Vigdísar, Bergsteinn Sigurðsson, sjónvarpsmaður á Rúv, er þaðan. Vigdís og Bergsteinn eiga eina dóttur saman, Iðunni, sem er 6 ára, en fyrir á Bergsteinn soninn Sigurð Elí sem er 18 ára. „Ég verð í vinnunni í dag en ætla líka að leyfa mér smá dekur í til- efni dagsins. Svo ætla ég að halda partí um helgina.“ Afmælisbarnið Vigdís Másdóttir hefur í nógu að snúast fyrir útskrift og fyrirhugaða leiklist- arh́átíð sem heldin verður í Hollandi bráðlega. Stýrir leiklistar- skóla fyrir börn Vigdís Másdóttir er fertug í dag H alla Lovísa Loftsdóttir fæddist í Reykjavík 31.5. 1943 og ólst þar upp og í Kópavogi. Hún lauk gagnfræða- prófi frá Núpi í Dýrafirði 1959 og prófi frá Húsmæðraskóla Reykjavík- ur 1961, sótti námskeið fyrir fram- reiðslufólk í Húsmæðraskólanum á Laugum1972 og vann við matreiðslu- og framreiðslustörf við mötuneyti, veiðihús og hótel. Halla Lovísa var um skeið heimilis- fræðikennari við Hafralækjarskóla í Aðaldal, kennari við Húsmæðraskól- ann á Laugum 1980-87, lauk réttinda- námi fyrir grunnskólakennara frá KHÍ og var kennari við Gagnfræða- og Barnaskóla Húsavíkur (nú Borgarhólsskóli) 1987-2013. Halla Lovísa sat í sveitarstjórn Aðaldæla 1982-90, sat í stjórn og for- svari fyrir Ungmennafélagið Geisla, Kvenfélag Nessóknar og Kirkjukór Nessóknar í Aðaldal, hefur starfað í Soroptimistaklúbbi Húsavíkur og ná- grennis frá 1987, sat í stjórn Lands- sambands Soroptimista í fjögur ár, og var forseti sambandsins 2000- 2002. Hún hefur nú umsjón með starfi eldri borgara á vegum Þing- eyjarsveitar. Þá er hún félagi í kór eldri borgara, Sólseturkórnum á Húsavík, og sat í stjórn kórsins sl. fimm ár. Halla Lovísa kynntist eiginmann- inum á Hvanneyri, 1959, er hún var þar við störf en hann við nám: „Við hófum okkar búskap í Reykjavík á veturna en dvöldum með börnin tvö á Halla Lovísa Loftsdóttir, kennari á Húsavík – 75 ára Í London Hjónin með Völundi Snæ, Steinunni og Viðari er Völundur fékk verðlaun fyrir bókina, Delicious Iceland. Njótum lífsins meðan heilsa og kraftar leyfa Skólabílstjórinn Halla Lovísa með nemendur frá Húsavík í skóla- ferðalagi á Austurlandi, en Halla Lovísa og Völundur óku lengi skóla- bílnum. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.