Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 6

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 6
6 eftirspurn, ekki síst eftir fjárfestingarvörum. Petta gæti einnig haft áhrif í öðrum ríkjum, sem verða að halda vöxtum háum til þess að koma í veg fyrir lækkun gjaldmiðla sinna gagnvart dollar og fjármagnsútflutning. í desember síðastliðnum gaf OECD út spá um efnahagsþróunina á árinu 1982. Þar var gert ráð fyrir, að hagvöxtur yrði að meðaltali rúmlega 1% á árinu öllu en aukningin á síðari hluta ársins jafngilti rúmlega 3% ársvexti. Talið var, að verð- bólga héldi áfram að hjaðna og yrði um 1 % minni en á árinu 1981. Atvinnuleysi var hins vegar talið fara vaxandi og verða um 8% af mannafla á árinu 1982 og fram á árið 1983. Ennfremur var gert ráð fyrir, að viðskiptahalli OECD-ríkja minnkaði úr 35 milljörðum dollara 1981 í 25 milljarða dollara 1982. Framvindan það sem af er árinu bendir til þess, að enn verði bið á því að hagvöxtur aukist á ný. Verðbólga hefur að vísu hjaðnað örar en búist var við, en ástæðan gæti verið sú, að eftirspurn sé minni en vonast var til. Vextir eru enn háir, talsvert umfram verðbólgu, og dregur það úr eftirspurn. Spárnar frá desember gætu því reynst of bjartsýnar að því er varðar hagvöxt, en það hefur einnig þau áhrif, að milliríkjaviðskipti verða minni en áður var spáð. Það verður því að gera ráð fyrir, að hagvöxtur verði enn um sinn minni en hann hefur verið að meðaltali síðustu áratugina. Efnahagsþróunin á Islandi Framvindan 1981 Þjóðarbúskapur íslendinga hefur ekki farið varhluta af efnahagsþróuninni í heiminum að undanförnu. Árin 1979 og 1980 átti hækkun olíuverðs mestan þátt í því, að viðskiptakjörin gagnvart útlöndum versnuðu samtals um 12%, en í fyrra bötnuðu viskiptakjör á ný vegna hækkunar á gengi Bandaríkjadollars gagnvart Evrópumyntum. Þessar gengisbreytingar áttu einnig þátt í því, að verðbólga hjaðnaði á síðasta ári. Á sama tíma olli samdráttur iðnaðarframleiðslu því, að eftirspurn eftir áli og kísiljárni dróst saman og verð lækkaði, en það átti sinn þátt í vaxandi viðskiptahalla. Tölur um ráðstöfun þjóðarframleiðslu í fyrra, sem eru enn að talsverðu leyti bráðabirgðatölur og áætlanir, og tölur um utanríkisviðskipti benda til þess, að þjóðarframleiðsian hafi vaxið um 1,3% á síðastliðnu ári. Þetta ersvipað ogspár á síðasta ári gáfu til kynna. Þetta er hins vegar hægari vöxtur en árið áður, er hann var 2,8%, en meðalvöxtur síðustu fimm ára var 3,8%. Munurinn á hagvexti áranna 1980 og 1981 er þó minni, ef litið er til breytinga á landsframleiðslu í stað þjóðarframleiðslu. Á fyrrnefnda mælikvarðann eru vaxtagreiðslur af erlendum lánum ekki meðtaldar, en þær jukust verulega á síðasta ári. Vaxtagreiðslurnar hafa ekki áhrif á þær tekjur, sem verða til í landinu (tekjur af landsfram- leiðslunni), en rýra hins vegar þjóðartekjurnar. Á mælikvarða landsframleiðslu var hagvöxtur í fyrra líklega nær2%, en 3% árið áður. í samanburði viðönnur ríki er landsframleiðsla líklega betri mælikvarði en þjóðarframleiðsla, en í flestum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.