Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 38

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 38
38 skráning breyttist tiltölulega lítiö í lok ársins 1979 og fyrstu mánuöi ársins 1980, og innflutningsverð hækkaði því mun minna en verð á innlendum vörum. Verð- hlutföllin jöfnuðust hins vegar mjög er leið á árið 1980, og tiltölulega miklar gengisbreytingar í lok ársins 1980 höfðu í för með sér, að um skeið varð veruleg hækkun á verði innflutnings umfram hækkun innlends verðlags. Þessa gætti þó aðeins um skamma hríð, að því er ætla má, eða uns verðáhrif kjarasamninga í október 1980 og áhrif breytinga í gengismálum á fyrstu mánuðum ársins 1981 fóru að koma fram. Hér var um hvort tveggja að ræða, að meðalgengi krónunnar var haldið stöðugu og að gengi Evrópumynta lækkaði að mun gagnvart dollar, sem hafði í för með sér, að innflutningsverð í erlendri mynt hækkaði mjög lítið lengst af á árinu. Sýnt virðist, að frá ársbyrjun 1981 og til þess tíma að gengi krónunnar var lækkað í janúar 1982 hafi skapast vaxandi misvægi milli verðþró- unar innflutnings og innlendrar vöru og hafi það misvægi átt drjúgan þátt í vaxandi innflutningseftirspurn eftir því sem leið á árið. Til marks unr þetta má nefna, að frá 4. ársfjórðungi 1980 til jafnlengdar 1981 hækkaði framfærsluvísitala um 47% og kauptaxtar unt 45% en f.o.b.- verð almenns vöruinnflutnings án olíu hækkaði um 30%. Á árinu 1980 jókst vöruinnflutningurinn verulega að raungildi fram yfir mitt árið en á síðari hluta ársins snerist sú þróun við og samdáttar tók að gæta. Fyrstu tvo mánuði ársins 1981 varð vöruinnflutningurinn minni en á sama tíma árið áður, en næstu þrjá mánuðina varð hann hins vegar mun meiri en áriö áður. Sumarmán- uðina júní, júlí og ágúst gætti nokkurs samdráttar í vöruinnflutningnum og um það leyti þóttu því horfur á, að aukningin á öðrum fjórðungi ársins væri gengin um garð. Reyndin varð þó önnur því síðustu fjóra mánuði ársins gætti aftur afar mikillar aukningar. Á því tímabili var almennur vöruinnflutningur á föstu gengi 34% meiri en á sama tíma árið áður og vöruinnflutningurinn allur um 40% meiri. Reiknað á föstu gengi var almennur vöruinnflutningur allt árið 1981 14-15TO meiri en árið áður og allur vöruinnflutningurinn um 14% meiri. í þjóðhagsáætlun í október síðastliðnum var gert. ráð fyrir, að almennur vöru- innflutningur 1981 yrði að raungildi svipaður og árið áður, en í heild yrði vöru- innflutningurinn um V2% meiri en á árinu 1980. Þessi spá var gerð í september og þá höfð hliðsjón af þróun innflutnings til ágústloka. Sem fyrr segir varð innflutn- ingurinn í júlí og ágúst minni að raungildi en í sömu mánuðum áriö áður og allt þótti því benda til þess, að sú innflutningsalda, sem reis í lok fyrsta ársfjórðungs væri að hníga. í spánni var því ekki gert ráð fyrir meiri háttar sveiflu á síðustu fjórum mánuðum ársins. Tölur um veltubreytingar yfir sumarmánuðina virtust einnig sýna svipaða hjöðnun. Nú er hins vegar ljóst, að í haustspánnifólst nokkurt vanmat á hvoru tveggja, breytingum tekna umfram hækkun kauptaxta frá og með öðrum ársfjórðungi og á eftirspurnarþunganum um þær mundir, ekki síst eftir innfluttum vörum. Þróun gengisskráningar síðustu mánuði ársins varð svo til þess að ýta undir eftirspurn eftir innflutningi. Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir árið 1981 varð almennur vöruinnflutningur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.