Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 31

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 31
31 lántakendur hagnast almennt ekki lengur á verðbólgunni. Þessi þróun mála ásamt upptöku verðtryggðra sparifjárreikninga kann að hafa dregið úr íbúðafjárfestingu en ýtt í þess stað undir peningalegan sparnað. Á síðastliðnu ári jukust útlán opinbera íbúðalánakerfisins um 70% eða um 13‘/o að raungildi. Þar af sexfölduðust útlán Byggingarsjóðs verkamanna, en útlán Byggingarsjóðs ríkisins jukust aðeins um 32% en í því fólst um 13% samdráttur að raungildi. Þar sem lán Byggingarsjóðs verkamanna nema miklum mun hærra hlutfalli af byggingarkostnaði en hin vetijulegu húsnæðismálastjórnarlán (en hvert eitt lán úr fyrrnefnda sjóðnum svarar til fjögurra til fimm lána úr hinum síðarnefnda) hefur samanlögð útlánaukning sjóðanna tveggja engan veginn sam- bærileg áhrif á lánsfjárframboð til íbúðabyginga. Hin almennu húsnæðismála- stjórnarlán á árinu 1981 eru talin hafa nuinið svipuðu hlutfalli af bygging- arkostnaði og árið áður, en á hinn bóginn dró mjög úr eftirspurn eftir þeim. Sá samdráttur verður þó vart rakinn til lánskjarabreytinga, því kjör á þessum lánum hafa í reynd verið létt frá því sem verið hefur um nokkurra ára skeið. Aðrar útlánatölur sýna mikla aukningu, en sú aukning virðist fremur hafa beinst að neyslu en íbúðabyggingunr. Opinberar framkvæmdir eru nú taldar hafa aukist um 4% á árinu 1981 og er það nokkuð ríflegri aukning en gert var ráð fyrir í haustspá. Raforkuframkvæmdir jukust um 87o að því talið er, enda var smíði Hrauneyjafossvirkjunar í fullum gangi. Á hinn bóginn dró heldur úr hitaveituframkvæmdum, þar sem Iokið var við ýmsa stóra verkáfanga á árinu. Fjárfestingarspáin fyrir árið 1982, sem hér er sett fram, er í meginatriðum í samræmi við fjárfestingar- og lánsfjáráætlun ársins 1982 og þær breytingar, sem á henni hafa orðið frá því hún var lögð frain í október. Jafnframt hafa nokkrar breytingar verið gerðar á ýmsum liðum spárinnar, bæði með hliðsjón af framvind- unni á liðnu ári og vegna fyllri vitneskju um fjárfestingaráform. í heild sýnir spáin 6% samdrátt á þessu ári og er það sama niðurstaða og í haust. Ein helsta breytingin, sem gerð hefur verið á spánni, er sú, að fiskiskipakaup í ár verða meiri en áður var reiknað með, og af þeim sökum er nú spáð 14% aukningu í fjárfest- ingu í fiskveiðum í stað samdráttar í fyrri spá. Þá er gert ráð fyrir meiri samdrætti cn áður í kaupum flutningatækja og byggingu verslunar-, skrifstofu- og gistihúsa með hliðsjón af framvindunni á síðastliðnu ári. í heild er fjárfesting á vegum atvinnufyrirtækja talin dragast saman um 7'/o fremur en um 9% eins og gert var ráð fyrir í haust. Opinberar framkvæmdir eru nú taldar munu verða 7-8% minni í ár en í fyrra, en í fjárfestingar- og lánsfjáráætlun var gert ráð fyrir 6% samdrætti. Hefur þá meðal annars verið tekið tillit til þeirra breytinga í framkvæmdaáform- um, sem fólust í fjárlögum ársins 1982. Ennfremur er nú reiknað með meiri verðlagshækkun en í lánsfjáráætlun og rýrir það raungildi fjárframlaga, en auk þess gætir hér áhrifa breyttra áætlana fyrir árið 1981 á hlutfallslegar breytingar 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.