Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 7

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 7
7 stærri ríkjum OECD er lítill munur á þessu tvennu. Samkvæmt þessu var hag- vöxtur hér í fyrra heldur meiri en að meðaltali í OECD-ríkjum. Fjölgun fólks í vinnu hefur líklega verið 1 V2—2% á síðasta ári. Framleiðsla á hvern vinnandi mann hefur samkvæmt því verið óbreytt frá árinu áður og því ekki um neina framleiðniaukningu að ræða á þennan mælikvarða. Aukning vinnuafls hefur verið nokkuð stöðug síðasta áratuginn, um 2% á ári að meðaltali, en framleiðslubreytingar hafa verið afar misjafnar frá einu ári til annars. Framleiðsla á hvern vinnandi mann hefur því verið mjög þreytileg. Væri hins vegar miðað við framleiðslu á hverja vinnustund, væru sveiflurnar minni, þar sem breytingum í framleiðslu er að talsverðu leyti mætt með breytingu vinnutíma (yfirvinnu). Heildartölur um vinnutíma liggja hins vegar ekki fyrir. Miðað við fjölda fólks í vinnu var framleiðniaukning um 1 'li'/o að meðaltali á ári á tímabilinu frá 1972 til 1981. Á síðasta ári virðist hins vegar ekki hafa verið um neina framleiðniaukningu að ræða. Atvinnuástand var svipað því sem verið hefur undanfarin ár. Þó var atvinna í sjávarútvegi víða minni í fyrra en árin á undan, en að öðru leyti sýndi vinnu- markaðurinn ýmis merki umframeftirspurnar, einkum yfir sumarmánuðina. Skráð atvinnuleysi var nánast óbreytt frá árinu áður og nær eingöngu árstíða- bundið. Umframeftirspurn eftir vinnuafli, að minnsta kosti í sumum greinum, kemur meðal annars fram í launaskriði á liðnu ári (hækkun greiddra launa umfram hækkun kauptaxta) og aukinni yfirvinnu. Þetta eru veigamiklar ástæður þess, að kaupmáttur ráðstöfunartekna er nú talinn hafa aukist um 4% á síðasta ári, 3% á mann, þótt kaupmáttur kauptaxta hafi minnkað um 1%. Áætlað er, að einka- neysla hafi aukist um 5% og samkvæmt því hefur heldur dregið úr sparnaði einstaklinga á síðasta ári. Fjárfesting jókst í fyrra um 2% að því að talið er, fyrst og fremst vegna 6% aukningar í fjárfestingu atvinnuveganna. Opinberar fram- kvæmdir jukust um 4% en íbúðabyggingar drógust saman um 10%. Aukning fjárfestingar í fyrra stafaði meðal annars af mikilli aukningu í kaupum fiskiskipa. Fiskiskipaflotinn stækkaði því enn. Afli jókst þó ekki, og horfur eru á að hann dragist saman á þessu ári. Einnig var mikil aukning í innflutningi flutningatækja og ýmissa annarra véla og tækja. Þjóðarútgjöld (neysla og fjármunamyndun) jukust um 4% í fyrra og var það mun meiri aukning en árið áður. Þetta var einnig talsvert meiri aukning en spáð var eftir mitt ár í fyrra. Eftirspurn á síðari hluta ársins reyndist mun meiri en ætlað hafði verið og leiddi til þess, að innflutningur jókst verulega. Hér gætti meðal annars áhrifa gengisþróunarinnar, bæði lækkunar Evrópumynta gagnvart dollar, sem dró úr hækkun innflutningsverðs, og stefnu stjórnvalda í þá átt að halda gengi krónunnar sem stöðugustu í því skyni að draga úr verðbólgu. Vöruinnflutningur jókst um 6,7% að raungildi á síðasta ári. Almennur vöruinnflutningur jókst svipað eða um 7%, en á síðasta fjórðungi ársins var aukningin 20%. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.