Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 20

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 20
20 Framfærsluvísitalan hækkaði um 9,7% frá nóvember 1981 til febrúar 1982. Tólf mánaða hækkunin frá febrúar 1981 var42%. Verð á búvörum hækkaði hins vegar ekki vegna aukinna niðurgreiðslna í febrúarbyrjun. Auk þess voru tollar af tilteknum vörutegundum lækkaðir verulega. Samanlagt höfðu þessar niður- færsluaðgerðir íförmeð sér3% minni hækkun vísitölunnaren ella hefði orðið. Án þeirra hefði vísitalan því hækkað um 12,7% og hækkunin frá febrúar í fyrra hefði orðiö um 46%. Hækkun byggingarvísitölunnar frá desember til mars 1982 var hins vegar 11,7% og hækkunin frá mars í fyrra um 49%. Ástæðan fyrir meiri hækkun byggingarvísitölu en framfærsluvísitölu á síðustu mánuðum er fyrst og fremst sú, að aukning niðurgreiðslna búvöruverðs og tollalækkana í febrúar hefur engin bein áhrif á byggingarvísitölu. Aukning niðurgreiðslna og lækkun tolla í febrúarbyrjun þessa árs var liður í niðurfærsluaðgerðum stjórnvalda, sem kynntar voru í skýrslu ríkisstjórnarinnar frá 27. janúar síðastliðnum. Þar segir meðal annars, að stefnt verði að því, að verðbólgan frá upphafi til loka ársins 1982 verði ekki meiri en um 35% og að hraöi verðbólgunnar verði kominn niður í um 30% á síðari hluta ársins. Auk þeirra aðgerða, sem þegar hefur verið gripið til, er ákveðið að grípa til svipaðra aðgerða í maí. Fessar aðgerðir eiga að draga úr hækkun framfærsluvísitölu á fyrri hluta ársins um 6%, þ. e. 3% í febrúar og 3% í maí. Lauslegar áætlanir, sem taka mið af þeim aðgerðum, sem þegar hafa verið ákveðnar, benda til um 40% hækkunar framfærsluvísitölu frá upphafi til loka ársins og 44% hækkunar byggingarvísitölu. Meðalhækkunin milli 1981 og 1982 yrði heldur meiri, eða 42% í framfærsluvísitölu og 47% í byggingarvísitölu. í þessari áætlun er gert ráð fyrir óbreyttum grunnlaunum og áframhaldandi verð- tryggingu launa samkvæmt gildandi lögum. Markmið ríkisstjórnarinnar er hins vegar, að framfærsluvísitalan hækki um 35% frá upphafi til loka ársins, sem felur í sér um 40% meðalhækkun milli ára. Þjóðhagsstærðir ársins 1982 eru settar fram á verðlagi, sem tekur mið af markmiði ríkisstjórnarinnar um hækkun framfærslu- vísitölu. Verðlag einkaneyslu hækkar þó meira en framfærsluvísitala, þar sem niðurgreiðsluaukningin vegur minna í einkaneysluverðlagi en í framfærsluvísi- tölu. Auk þess hækkar verð á innfluttum vörum meira en meðaltalið og þær vega þyngra í neyslunni en í vísitölunni. Meðalhækkun einkaneysluverðlags milli áranna 1981 og 1982 er því sennilega nær 43% og hækkunin frá upphafi til loka árs um 38%. Byggingarvísitalan er á þessum forsendum talin hækka um 45% að meðaltali á árinu 1981 en um 40% frá upphafi til loka ársins. Samkvæmt ofangreindri áætlun um hækkun framfærsluvísitölu þarf frekari aðgerðir til þess að verðlagsmarkmiði ríkisstjórnarinnar verði náð. Einnig verður að hafa í huga, að verðlagsþróunin á síðari hluta ársins mun ráðast mjög af niðurstöðum kjarasamninga í vor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.