Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 51

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 51
51 framlengdur til ársloka 1981. Með tilliti til markmiðs ríkisstjórnarinnar um verulega hjöðnun verðbólgu á árinu voru útlánsvextir lækkaðir um 1 % að með- altali 1. mars, en vextir af sparifé voru óbreyttir. Vaxtamunurinn var þannig minnkaður en hafði áður aukist nokkuð. Jafnframt þessum breytingum á útláns- vöxtum var útreikningsdögum vaxta bundinna innlána fjölgað í tvo á ári. Nafn- vextir af þeim reikningum, sem þetta nær til, voru lækkaðir, en heiidarávöxtun verður þó örlítið liærri. í júní voru gerðar ýmsar breytingar á vaxtakerfinu í átt til innbyrðis samræmingar og einföldunar. Jafnframt var stefnt að því að létta nokkuð vaxtagjöld atvinnuveganna með lækkun vaxta af hlaupareikningslánum og viðbótarafurðalánum. Lánskjör skuldabréfa og vaxtaaukalána voru samræmd, og féllu þau síðarnefndu niður sem sérstakur lánaflokkur. Á innlánshlið lækkuðu vextir á 6 og 12 mánaða og 10 ára sparisjóðsbókum í sömu vexti og á almennum sparisjóðsbókum, en eigendur þeirra áttu þess kost að flytja innstæður yfir á verðtryggða innlánsreikninga, sem bundnir eru til sex mánaða. I ferbrúar hafði reglum um verðtryggða reikninga verið breytt og binditíminn styttur úr tveimur árum í sex mánuði. Við vaxtabreytinguna í júní var meðalársávöxtun talin lækka um nálægt 1,5% bæði á innlánshlið og útlánshlið. í lok apríl voru samþykkt lög um sérstaka sveigjanlega bindiskyldu til viðbótar fyrri innlánsbindingu, en hún hafði um langt skeið verið fullnýtt. í framhaldi af þessari lagasetningu fékk Seðlabankinn samþykki ríkisstjórnarinnar til þess að haga bindingu þessari eftir aðstæðum, allt að 5% af heildarinnlánum. í júní var ákveðið að hefja bindinguna með 2% af innlánum í apríllok og hækka hana síðan í 3% af innlánum í maílok. Þessari bindingu er haldið aðskilinni frá hinni hefð- bundnu föstu bindingu, og verður hlutfall hennar endurskoðað reglulega með hliðsjón af framvindu peningamála. Þessi binding felur í sér kvöð á innlánsstofn- anir að draga úr útlánaaukningu og bæta lausafjárstöðu til þess meðal annars að mæta auknu útstreymi síðar. Jafnframt þessu var komið á sérstökum víxilkvóta í Seðlabanka, er innlánsstofnanir fá til þess að mæta tímabundnum sveiflum í lausafjárstöðu, en vextir af óumsömdum yfirdrætti í Seðlabankanum voru híékk- aðir. Undir mitt ár fór aukning peningamagns og sparifjár enn vaxandi. Erlent lánsfé átti sem fyrr niun meiri þátt í þeirri aukningu en árið áður, og endurkaup afurðalána voru einnig mjög mikil mánuðina maí og júní. Á móti lækkaði skuld ríkissjóðs við Seðlabankann verulega þessa mánuði. Um sama leyti fóru hins vegar útlán innlánsstofnana ört vaxandi, meðal annars vegna mikilla afurðalána. Lausafjárstaða innlánsstofnana var svipuð í apríllok og um áramót, en venjulega versnar lausafjárstaðan á þessum árstíma. Lausafjárstaðan hafði batnað verulega á síðari hluta ársins 1980 og í lok apríl í fyrra var hún því mun betri en tólf mánuðum áður. Það var þó veruleg hætta á, að hinni miklu aukningu innlána í bankakerfinu fylgdi brátt vaxandi aukning útlána. Hinni nýju bindiskyldu, sem áður var getið, var ætlað að hamla gegn þessu. Þrátt fyrir þessa bindingu, sem hækkuð var í 5% í ágúst, fór útlánaaukningin vaxandi eftir því sem leið á árið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.