Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 19

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 19
19 Frá síðasta áratug er aðeins eitt dæmi um samdrátt þjóðarframleiðslu, árið 1975. Lítii breyting varð á atvinnuleysi á því ári frá því sem var árin á undan og reyndar fjölgaði fólki í vinnu um rúmlega 1 '/2%. Þjóðarframleiðsla á hvern vinnandi mann dróst saman um 3'/2% árið 1975, en á mælikvarða landsfram- leiðslu var samdrátturinn 2 '/2%. Samdrátturinn kom því fram í minnkandi fram- leiðslu á hvern vinnandi mann frekar en í atvinnuleysi. Ekki eru til nákvæmar tölur um vinnutíma, en líklega hefur framleiðslusamdrættinum að mestu leyti verið mætt með styttri vinnutíma, minni yfirvinnu, og framleiðni á hverja vinnu- stund hefur því líklega verið lík árið 1975 og árið áður. Hvort svipað gerist á árinu 1982 er erfitt að segja fyrir um, en það ræðst líklega mjög af framvindunni næsta haust og vetur. Samdrátturinn 1975 stóð stutt og strax í byrjun árs 1976 fóru viðskiptakjör ört batnandi og fiskafli jókst. Verðlag og tekjur Verðlag Ársfjórðungslegur hraði verðbreytinga eins og þær mælast í framfærsluvísitölu hefur á undanförnum tveimur árum verið afar mismunandi eða á bilinu 8-14%, eða sem svarar til 36-71% verðbólgu á heilu ári. Þriggja mánaða breytingar verðlags eru hins vegar ónákvæmur mælikvarði á hraða verðbólgunnar, því oft gætir talsverðrar árstíðasveiflu í verðhækkunum auk áhrifa sérstakra aðgerða stjórnvalda í verðlagsmálum, einkum viðvíkjandi búvöruverði. Þegar litið er á tólf mánaða breytingar framfærsluvísitölunnar á þessu tímabili, kemur í ljós, að frá ársbyrjun 1980 fram til ársbyrjunar 1982 hefur hraði verðbólgunnar á þennan mælikvarða minnkað úr rösklega 60% niður í rúmlega 40%. Verðbreytingar í einstökum vöruflokkum hafa verið nokkuð misjafnar og gætir þarsérstaklega áhrifa breytinga á niðurgreiðslum oggengi. Frá nóvember 1980 til nóvember 1981 hækkaði framfærsluvísitalan í heild um tæplega 48%. Á sama tíma hækkaði búvöruverð um 73%, annað vöruverð um 40% og verð á þjónustu um 47%. Hin mikla hækkun búvöruverðs á síðasta ári skýrist meðal annars af því, að hlutfall niðurgreiðslna af búvöruverði hefur lækkað. Meðaltalsbreytingarsegja svipaða sögu. Framfærsluvísitalan hækkaði að meðaltali um 51% milli áranna 1980 og 1981. Búvörur hækkuðu hins vegar mun meira, eða um 64%. Aðrar vörur hækkuðu um 46-47%, þjónusta um 50% og húsnæði um 53%. Eins og áður segir, hefur dregið verulega úr hækkun framfærsluvísitölu á síðustu misserum. Eftir að áhrif kjarasamninganna í lok ársins 1980 höfðu fjarað út og gripið hafði verið til efnahagsaðgerða í ársbyrjun 1981 dró úr hækkun vísitölunnar, en á síðari hluta ársins fóru ársfjórðungslegar hækkanir þó vaxandi á ný. Frá upphafi til loka síðasta árs hækkaði vísitalan um 41,9%, samanborið við 58,9% hækkun árið áður. Um byggingarvísitölu gegnir svipuðu máli og hækkun hennar frá upphafi til loka síðasta árs var um 45%, samanborið við 58% hækkun árið áður. L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.