Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Page 19

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Page 19
19 Frá síðasta áratug er aðeins eitt dæmi um samdrátt þjóðarframleiðslu, árið 1975. Lítii breyting varð á atvinnuleysi á því ári frá því sem var árin á undan og reyndar fjölgaði fólki í vinnu um rúmlega 1 '/2%. Þjóðarframleiðsla á hvern vinnandi mann dróst saman um 3'/2% árið 1975, en á mælikvarða landsfram- leiðslu var samdrátturinn 2 '/2%. Samdrátturinn kom því fram í minnkandi fram- leiðslu á hvern vinnandi mann frekar en í atvinnuleysi. Ekki eru til nákvæmar tölur um vinnutíma, en líklega hefur framleiðslusamdrættinum að mestu leyti verið mætt með styttri vinnutíma, minni yfirvinnu, og framleiðni á hverja vinnu- stund hefur því líklega verið lík árið 1975 og árið áður. Hvort svipað gerist á árinu 1982 er erfitt að segja fyrir um, en það ræðst líklega mjög af framvindunni næsta haust og vetur. Samdrátturinn 1975 stóð stutt og strax í byrjun árs 1976 fóru viðskiptakjör ört batnandi og fiskafli jókst. Verðlag og tekjur Verðlag Ársfjórðungslegur hraði verðbreytinga eins og þær mælast í framfærsluvísitölu hefur á undanförnum tveimur árum verið afar mismunandi eða á bilinu 8-14%, eða sem svarar til 36-71% verðbólgu á heilu ári. Þriggja mánaða breytingar verðlags eru hins vegar ónákvæmur mælikvarði á hraða verðbólgunnar, því oft gætir talsverðrar árstíðasveiflu í verðhækkunum auk áhrifa sérstakra aðgerða stjórnvalda í verðlagsmálum, einkum viðvíkjandi búvöruverði. Þegar litið er á tólf mánaða breytingar framfærsluvísitölunnar á þessu tímabili, kemur í ljós, að frá ársbyrjun 1980 fram til ársbyrjunar 1982 hefur hraði verðbólgunnar á þennan mælikvarða minnkað úr rösklega 60% niður í rúmlega 40%. Verðbreytingar í einstökum vöruflokkum hafa verið nokkuð misjafnar og gætir þarsérstaklega áhrifa breytinga á niðurgreiðslum oggengi. Frá nóvember 1980 til nóvember 1981 hækkaði framfærsluvísitalan í heild um tæplega 48%. Á sama tíma hækkaði búvöruverð um 73%, annað vöruverð um 40% og verð á þjónustu um 47%. Hin mikla hækkun búvöruverðs á síðasta ári skýrist meðal annars af því, að hlutfall niðurgreiðslna af búvöruverði hefur lækkað. Meðaltalsbreytingarsegja svipaða sögu. Framfærsluvísitalan hækkaði að meðaltali um 51% milli áranna 1980 og 1981. Búvörur hækkuðu hins vegar mun meira, eða um 64%. Aðrar vörur hækkuðu um 46-47%, þjónusta um 50% og húsnæði um 53%. Eins og áður segir, hefur dregið verulega úr hækkun framfærsluvísitölu á síðustu misserum. Eftir að áhrif kjarasamninganna í lok ársins 1980 höfðu fjarað út og gripið hafði verið til efnahagsaðgerða í ársbyrjun 1981 dró úr hækkun vísitölunnar, en á síðari hluta ársins fóru ársfjórðungslegar hækkanir þó vaxandi á ný. Frá upphafi til loka síðasta árs hækkaði vísitalan um 41,9%, samanborið við 58,9% hækkun árið áður. Um byggingarvísitölu gegnir svipuðu máli og hækkun hennar frá upphafi til loka síðasta árs var um 45%, samanborið við 58% hækkun árið áður. L

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.