Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.2018, Side 44

Læknablaðið - 01.09.2018, Side 44
424 LÆKNAblaðið 2018/104 unarliðsins. Ekki hef ég neinar frásagnir af slíkri skilun hér fyrr. Í þessum húsakynnum var skilunar- starfsemin til ársins 1980. Skilunin varð æ fyrirferðarmeiri og var því lengi mætt með því að leggja æ stærri hluta Loftsala undir hana. Löngum var þröngt um ,Gervinýrað’ eins og þessi vísukorn benda til: Þrengsli í Gervinýra Þröngt er nú um þjó og önd, þraut um gólf að stýra. Allir liggja upp á rönd inni á Gervinýra. Við þokum okkur út á hlið, erum hvergi bangin. Til að skipta um skoðun við skjótumst fram á ganginn. Árið 1972 fórum við þrír Íslendingar á ráðstefnu WHO um nýrnalækningar í Kaupmannahöfn. Þar munu Rússar hafa mætt í fyrsta sinn á slíka ráðstefnu. Einn þeirra sagði í ræðu að Rússar væru ekki jafnframarlega í skilunarmálum og Vest- urlönd, til dæmis Ísland sem ræki þrjár skilunarmiðstöðvar á milljón íbúa! Sjúklingum fjölgaði og gamla Gambro- vélin vék fyrir nýrri vélum. Árið 1980 fluttum við á gang 13B og batnaði þá að- staðan verulega. Árið 1985 var byrjað að bjóða sjúkling- um er það þótti henta upp á kviðskilun og var um að ræða svokallaða ,pokaskil- un’ (CAPD) sem sjúklingurinn annast sjálfur og gerir hann miklu frjálsari en blóðskilunin. Lætur hann sjálfur skil- vökva renna inn í kviðarholið og út aftur nokkrum sinnum á dag. Á þessu tímabili komu fram ýmis lyf er stórbættu meðferð nýrnabilaðra. Má nefna ’erythropoietin’ eða ’EPO’ sem gerir sjúklingum kleift að framleiða blóðrauða og ,virkt’ D-vítamín er nýtist án verulegra umbreytinga í lík- amanum. Nýrnaígræðslur Fyrsti Íslendingur sem grætt var í nýra var kona sú er fyrsta blóðskilunin var gerð á árið 1968. Aðgerðin var gerð í London árið 1970. Nýrað var úr bróður konunnar og starfar enn. Í desember 1971 var ég sendur í heimsókn til Danmerkur til að kynna mér starfsemi Scandiatransplants og leita hófanna um samvinnu um ígræðslumál. Scandiatransplant var stofnað árið 1969 fyrir tilstilli heilbrigðisyfirvalda í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Þetta var samvinna ígræðslusjúkrahúsa í þessum löndum um að annast dreifingu á nýrum úr nýlátnum til heppilegra líf- færaþega. Fyrst heimsótti ég höfuðstöðvar Scandiatransplants í Árósum. Þar ríkti Flemming Kissmeyer-Nielsen. Hann átti stóran þátt í skilgreiningu vefjaflokka og þýðingu þeirra fyrir líffæraígræðslur. Í krafti þeirrar þekkingar var hann einn helsti forkólfur að stofnun Scandiatrans- plants. Næst hélt ég til Kaupmannahafnar og hitti Jørn Hess Thaysen á ný. Báðir þessir menn tóku mér mjög vel. Niðurstaðan úr þessum heimsóknum var að Íslandi var boðin þátttaka í Scandia- transplant á þann hátt að íslensk stjórn- völd fengu áheyrnarfulltrúa í svokölluðu ’expertkomité’ sem fundaði og ályktaði um málefni Scandiatransplants nokkrum sinnum á ári. Heilbrigðisráðuneytið fól mér þetta hlutverk og sat ég í nefndinni allt þar til Landspítali varð ígræðslusjúkrahús með full réttindi í Scandiatransplant undir árs- lok 2003. Eftir heimsókn mína 1971 buðust Danir til að skrá alla íslenska sjúklinga er þörfnuðust nánýra á biðlista hjá sér. Þar með skuldbundu þeir sig til að fram- kvæma allar nýrnaígræðslur í Íslendinga, úr lifandi sem látnum gjöfum. Einkum var það Ríkisspítalinn sem annaðist þessar ígræðslur. Hess Thaysen átti stóran þátt í þessum góðu málalyktum fyrir Ísland. Hann hlaut síðar Fálkaorðuna fyrir framlag sitt. Fyrsta nýraígræðslan í Íslending á veg- um Scandiatransplants fór fram árið 1973. Ef kall kom um nýra fyrir sjúkling á biðlista varð að flytja hann hið bráðasta til Danmerkur til að forðast skemmdir í nýranu vegna ,kalds blóðþurrðartíma’ sem er tíminn frá brottnámi líffæris úr gjafanum þar til blóði þegans er hleypt á það eftir ígræðslu. Í byrjun gátum við nýtt okkur hjálpsemi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli sem flaug utan með líffæraþegann. Kom það gjarnan í minn hlut að aka þeganum á Völlinn og afhenda hann flugáhöfninni. Síðar var samið við Flugmálastjórn um að vél hennar flytti hinn verðandi þega. Með fjölgun áætlun- arferða varð svo æ oftar hægt að nýta þær til slíkra flutninga. Heiladauði og líffæragjöf Á síðustu áratugum 20. aldar gerðu menn sér æ betur grein fyrir því að heiladauði, þegar öll starfsemi heila manns er óaft- urkallanlega hætt, jafngildir dauða þess manns. Æ fleiri þjóðir settu sér lög um heiladauða og um brottnám líffæra til ígræðslu. Hér á landi var einnig settur hópur til að semja frumvarp að slíkri löggjöf og lenti ég í þeim hópi. Tillögur okkar tóku allmjög mið af löggjöf annarra Norðurlanda. Frumvarpið var samþykkt árið 1991. Þessi löggjöf hér og víðs vegar um heim jafngilti byltingu í ígræðslumálum. Áður Stál Gambro-nýra frá 1968, 7 kg að kyngd.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.