Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.2018, Page 4

Læknablaðið - 01.04.2018, Page 4
171 Hafdís Lilja Guðbjörnsdóttir, Árún K. Sigurðardóttir Sykursýki er áskorun. Tíu ára eftirfylgd einstaklinga með sykursýki Sykursýki er einn algengasti langvinni sjúkdómurinn í heiminum í dag og samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni árið 2016 er hlutfall einstaklinga með sykursýki hærra á Íslandi (7,1%) en í Danmörku (6,1%), Svíþjóð (6,9%) og Noregi (6,6%). Rannsóknin var afturskyggn ferlirannsókn yfir 10 ára tímabil, þar sem ákveðin líkamleg mæligildi einstaklinga með sykursýki voru greind og borin saman við alþjóðastaðla. Ein mæl- ing var greind hjá hverjum þátttakenda árin 2005, 2010 og 2015. 177 Guðrún Arna Jóhannsdóttir, Ólafur Pálsson, Helgi Jónsson, Björn Guðbjörnsson Þvagsýrugigt - læknanleg liðbólga Þvagsýrugigt er liðbólgusjúkdómur sem í flestum tilfellum er læknanlegur og fer algengi hans á heimsvísu vaxandi. Án meðferðar getur sjúkdómurinn valdið varan- legum liðskemmdum en þrátt fyrir það benda rannsóknir til að vanmeðhöndlun sjúk- dómsins sé mikil. Tengsl við lífsstílssjúkdóma á borð við efnaskiptavillu eru ótvíræð en sjúkdómurinn getur einnig verið fylgikvilli lífshættulegra sjúkdóma og meðferðar við þeim. Nú liggja fyrir nýlegar leiðbeiningar frá Bandaríkjunum og Evrópu varðandi greiningu og meðferð þvagsýrugigtar, bæði við bráðum liðbólgum og langtímameð- ferð. Aukin áhersla er lögð á meðferð til að fyrirbyggja sjúkdóminn, bæði með lífs- stílsbreytingum og lyfjameðferð. 164 LÆKNAblaðið 2018/104 F R Æ Ð I G R E I N A R 4. tölublað ● 104. árgangur ● 2018 167 Elísabet Benedikz Öryggi sjúklinga og flækjustig nútíma heilbrigðisþjónustu Á sama tíma og við ráðum inn nemana í stórum stíl, út- skrifast tugir íslenskra lækna úr erlendum háskólum. Hvað verður um þetta fólk? Hví getum við ekki ráðið það? Gætum við ekki gert betur í að rækta tengslin við þessa kollega okkar? 169 Janus Guðlaugsson Leiðin til lýðheilsu: forvarnir og heilsu- efling Í Evrópu fara tæplega 3% útgjalda til heilbrigðismála í forvarnir en á Íslandi er hlutfallið nær helmingi lægra, eða um 1,6%. Heilbrigðis- kerfið er fyrst og fremst byggt upp til að meðhöndla sjúkdóma og sinna bráðatil- fellum; leggja plástur á sárin, í stað þess að fyrirbyggja þessa þætti. L E I Ð A R A R LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS 100 ÁRA 188 Þórólfur Guðnason Árangur og mikilvægi bólusetninga – sögulegt samhengi Upphaf bólusetninga barna hér var árið 1802 þegar byrjað var að bólusetja með kúabólu gegn bólusótt og var Ísland eitt af fyrstu löndum heims til að hefja al- menna notkun á því bóluefni.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.