Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.2018, Qupperneq 20

Læknablaðið - 01.04.2018, Qupperneq 20
180 LÆKNAblaðið 2018/104 Hnútana má oftast finna yfir MTP 1, hásin, peroneal sin, eyrna- boga (helix), olnbogahálabelg eða á fingurgómum.27 ÁHÆTTUÞÆTTIR Almennir áhættuþættir: Áður hefur verið fjallað um erfðabreytileika sem auka líkur á þvag- sýrugigt hjá þeim einstaklingum sem þá bera. Hækkun þvagsýru í blóði er stærsti þekkti áhættuþáttur í myndun þvagsýrugigt- ar en flestir þekktir áhættuþættir fyrir þvagsýrugigt eru einnig áhættuþættir fyrir hækkun á þvagsýru í blóði.17 Aukinn aldur, karlkyn, ofþyngd og kynþáttur (afrísk-karabískur uppruni, Suð- ur-Kyrrahafs eyjaskeggjar) eru mikilvægir áhættuþættir í mynd- un þvagsýrugigtar.4,28 Talið er að áhrif estrógens, prógesteróns og minna insúlínónæmis fyrir tíðahvörf hjá konum séu verndandi fyrir myndun sjúkdómsins en eftir tíðahvörf eykst þvagsýrugildi í blóði kvenna og hætta eykst á þvagsýrugigt.27 Aðrir sjúkdómar: Margar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl hækkunar á þvagsýru í blóði og þvagsýrugigtar við insúlínónæmi og efnaskiptavillu en meinmyndun þessara tengsla og klárt orsakasamband er óþekkt.29 Háþrýstingur er sjálfstæður áhættuþáttur fyrir þvagsýrugigt. Kæfisvefn er talinn áhættuþáttur fyrir þvagsýrugigt vegna súr- efnisskorts sem ýtir undir frumuniðurbrot sem veldur hækkun á púrínum og þar með þvagsýru.3 Slitgigt er einnig talin áhættu- þáttur fyrir þvagsýrugigt en talið er að MSÚ-kristallar setjist frekar að í skemmdu liðbrjóski en heilbrigðu. Slitgigtin leggst oft á MTP-1 liðinn og er það talin ein ástæða þess að þvagsýrugigt leggst oft á þann lið auk þess sem liðurinn er jaðarliður og hita- stig þar lægra en nær miðju líkamans og hann er útsettari fyrir hnjaski.3,30 Aukið frumuniðurbrot, eins og í psoriasis með miklar skellur, við skurðaðgerðir eða krabbameinslyfjagjöf, hækkar þvagsýru. Við æxlislýsuheilkenni (tumor lysis syndrome) ætti að gefa þvag- sýrulækkandi forvörn.31 Mataræði: Áfengi hefur löngum verið þekktur áhættuþáttur í myndun þvag- sýrugigtar. Niðurbrotsefni etanóls keppa við þvagsýru í útskiln- aði gegnum URAT1 / OAT4 flutningspróteinin í nýrum og etanól hefur einnig áhrif gegnum aukið niðurbrot ATP í AMP sem nýtist til myndunar þvagsýru í líkamanum. Tegund áfengisins skiptir máli þar sem bjór og sterk vín valda hækkun á þvagsýru og auka hættu á þvagsýrugigt en léttvín virðast ekki hafa sömu áhrif. Hærri skammtar áfengis fela í sér aukna hættu á endurteknum liðbólgum vegna þvagsýrugigtar stuttu eftir neyslu.5,32 Undanfarið hafa komið fram sterk tengsl milli neyslu sykraðra drykkja og ávaxtasafa og hækkunar á þvagsýru í blóði og hættu á myndun þvagsýrugigtar. Sömu rannsóknir sýndu ekki fram á tengsl milli sykurlausra gosdrykkja með sætuefnum og þvagsýru- gigtar. Frúktósi veldur svipuðum áhrifum og etanól til hækkun- ar á þvagsýru gegnum aukið niðurbrot ATP. Þá eykst einnig ný- myndun púrína, en aðrar tegundir kolvetna virðast ekki hafa þessi áhrif. Frúktósinn gæti þá einnig haft áhrif til hækkunar þvagsýru með auknu insúlínónæmi og hækkuðu insúlíni í blóði. Þvagsýru- styrkur í blóði hækkar nokkrum mínútum eftir að frúktósi hefur verið innbyrtur.33 Rautt kjöt (svína-, nauta- og lambakjöt), fiskur, skelfiskur og margar aðrar sjávarafurðir eru púrínrík fæða sem hafa sterk tengsl við hækkun þvagsýru og þvagsýrugigt. Hins vegar eru ekki afger- andi tengsl milli inntöku á púrínríku grænmeti og þvagsýrugigt- ar. Því er ekki talin ástæða til að minnka neyslu á grænmeti.34,35 Lyf: Notkun þvagræsilyfja á borð við þíasíð hefur lengi verið þekkt- ur áhættuþáttur fyrir þvagsýrugigt, en hafa verður í huga að sjúkdómarnir sem þessi lyf eru gjarnan notuð við (svo sem há- þrýstingur og hjartasjúkdómar) hafa einnig tengsl við hækkaða þvagsýru í blóði og þvagsýrugigt, sem flækir myndina.17,32 Tafla II sýnir önnur lyf sem auka hættu á þvagsýrugigt. FYLGISJÚKDÓMAR Fylgisjúkdómar hækkaðrar þvagsýru í blóði og þvagsýrugigtar eru algengir. Bandarísk rannsókn á landsvísu frá 2007-2008 sýndi að 74% sjúklinga með þvagsýrugigt höfðu háþrýsting, 71% voru með langvinnan nýrnasjúkdóm af stigi ≥2, 53% glímdu við offitu, 26% höfðu sykursýki, 24% höfðu nýrnasteina, 14% höfðu fengið brátt hjartadrep og 11% þjáðust af hjartabilun. Nýgengi þessara fylgikvilla var 2-3 sinnum hærra en hjá sjúklingum sem ekki höfðu þvagsýrugigt. Fylgikvillarnir voru 3-33 sinnum algengari hjá sjúklingum með hækkaða þvagsýru í blóði án þvagsýrugigt- ar en hjá sjúklingum sem voru með lægsta blóðgildi þvagsýru Tafla II. Áhættuþættir þvagsýrugigtar. Erfðir Annað Karlkyn Aukinn aldur Uppruni Tíðahvörf Gen og stökkbreytingar Langvinnir nýrnasjúkdómar Lyf Ofþyngd, offita, þyngdaraukning Þvagræsilyf Háþrýstingur Ciclosporin Háar blóðfitur Tacrolimus Hjartabilun ACE-hemlar Kæfisvefn ARB (nema lósartan) Vanvirkur skjaldkirtill Beta-hemlar Blóðleysi (Pyrazinamide) Sigðkornablóðleysi Ritonavir Psoriasis Mataræði Illkynja blóðsjúkdómar Rautt kjöt Blýeitrun Sjávarafurðir Bjór Sterkt áfengi Sykraðir drykkir Y F I R L I T

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.