Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.2018, Page 22

Læknablaðið - 01.04.2018, Page 22
182 LÆKNAblaðið 2018/104 Fyrsta meðferð NSAID, þar með talið COX-2 hemlar Bæði hefðbundin NSAID (svo sem indómetacín 50mg þrisvar til fjórum sinnum á dag eða naproxen 500- 1000mg á dag) og COX-2 hemlar (svo sem etorícoxíb (Arcoxia®) 120 mg daglega) hafa góða virkni gegn bráðri liðbólgu af völdum þvagsýrugigtar. Þau slá á verki og liðbólgu ásamt því að bæta starfsgetu liðar- ins.43 Lyfin hafa svipaða virkni en COX-2 hemlar hafa líklega minni aukaverkanir í meltingarvegi. Nota þarf hámarksskammta og halda áfram meðferð í nokkra daga eftir að einkenni bráðrar liðbólgu hafa gengið yfir.44,45 Meðferð með naproxen er jafn góð og predn- isólónkúr.42 Einnig þarf að muna eftir frábendingum NSAID-lyfja, svo sem aldri og fleiru, sjá kafla um áhættuhópa síðar í greininni. Sykursterar Sterar um munn (prednisólón 30-35mg/dag) og inn- dæling stera í lið virka vel á bráða liðbólgu af völdum þvagsýrugigtar. Sterakúr um munn hefur jafn mikil verkjastillandi áhrif og indómetacín.46 Þrátt fyrir góð áhrif getur stuttur sterakúr haft ýmsar aukaverkanir, jafnvel alvarlegar, og því þarf að velja vel þá sjúklinga vel sem fá þessa meðferð. Stuttur sterakúr getur leitt til versnandi sykurstjórnunar sykursjúkra, valdið svefntruflunum og jafnvel óráði, aukið háþrýsting og valdið bjúg, aukið líkur á sýklasótt, bláæðablóðsegum og beinbrotum.47 Ef grunur leikur á liðsýkingu er frá- bending fyrir notkun stera. Ef aðeins er um bólgu í einum lið að ræða er fýsi- legt að reyna inndælingu stera í liðinn til að forð- ast aukaverkanir lyfsins um munn. Á sama tíma er mögulegt að ná sýni úr liðvökva til kristallaleitar og staðfesta greininguna ef hún þykir óklár. Þó skal taka fram að sterainndælingar í liði hafa ekki verið rannsakaðar sér- staklega fyrir þvagsýrugigt.48 Colchicine Colchicine hefur löngum verið notað í meðferð við þvagsýru- gigt. Lyfið hindrar meðal annars virkjun NALP3-bólgupróteins- ins kringum MSÚ-kristallana og kemur í veg fyrir losun IL-1β.49 Þá hindrar það einnig viðloðun daufkyrninga við æðaveggi og minnkar þannig flutning þeirra úr æðum inn í vefi.50 Áður fyrr voru leiðbeiningar til meðferðar þvagsýrugigtar með colchicine þær að gefa átti lyfið í háum skömmtum, 1,5 mg og síðan 0,5 mg á klukkustundar fresti þar til sjúklingur varð verkjalaus eða fékk niðurgang, að hámarki 8 töflur. Þetta leiddi til þess að margir urðu fráhverfir notkun colchicine því aukaverkanirnar geta verið mjög svæsnar. Rannsókn frá 2010 sýndi að lágskammta colchicine hafði sambærileg áhrif á bráða þvagsýrugigtarbólgu og gamla aðferðin og aukaverkanir voru svipaðar lyfleysu.51 Hefðbundin meðferð nú er því með 0,5 mg töflum, tvær töflur gefnar strax, ein tafla klukkustund síðar og ein 12 klukkustundum síðar. Þar á eftir ein tafla á 8 klukkustunda fresti þar til bráða bólgan er gengin yfir, að hámarki 12 töflu heildarskammtur. Upplýsa þarf sjúkling um að ekki skuli hækka skammtinn ef meðferðaráhrif eru ófullnægj- andi.51 Hefja má nýja meðferðarlotu ef þrír dagar hið minnsta eru síðan þeirri síðustu lauk. Hafa skal í huga að colchicine-styrkur í blóði hækkar við CYP3A4 og P-gp hemjandi lyf, svo sem ciclosporin, makrólíða, ákveðin lyf gegn hjartsláttartruflunum (til dæmis digoxín, dilti- azem og verapamíl), veiru- og sveppalyf. Hætta er á eiturverkun og því er frábending fyrir notkun þessara lyfja samtímis. Hjá öllum sjúklingum með þvagsýrugigt ætti að skima fyrir fylgisjúkdómum, svo sem langvinnri nýrnabilun og áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Mynd 2. Meðferðarferill bráðrar liðbólgu af völdum þvagsýrugigtar. Þýdd úr EULAR leiðbeiningum frá 2016.6 Y F I R L I T ALMENNT RÁÐ 1.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.