Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2018, Síða 28

Læknablaðið - 01.04.2018, Síða 28
Bólusetningar eru taldar vera ein arðbærasta fyrirbyggjandi að- gerð sem völ er á í heilbrigðismálum.1,2 Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin (WHO) áætlar að bólusetningar komi árlega í veg fyrir um 2-3 milljónir dauðsfalla og að auki margar milljónir alvarlegra afleiðinga bólusetningasjúkdóma. Hins vegar fá milljónir manna ekki nauðsynlegar bólusetningar með þeim afleiðingum að um 1,5 milljón deyr árlega af völdum sjúkdóma sem koma hefði mátt í veg fyrir.3 Óhætt er því að fullyrða að bólusetningar hafi komið í veg fyrir hundruðir milljóna alvarlegra afleiðinga smitsjúkdóma á þeim rúmlega 200 árum sem liðið hafa frá því að þær komu fyrst fram. Árangur og mikilvægi bólusetninga - sögulegt samhengi - Bólusetningu má flokka sem fyrsta stigs forvörn og er hún áhrifaríkasta leiðin til að koma í veg fyrir útbreiðslu smit- sjúkdóma og alvarlegar afleiðingar þeirra. Bólusetning er læknisfræðileg aðgerð sem miðar að því að hindra að næmir einstaklingar sýkist af smitsjúkdómi. Á síðari árum hafa aðrir notkunarmöguleikar bólusetninga einnig orðið mönnum ljós- ir, þar á meðal við meðferð langvinnra smitsjúkdóma (HIV og lifrarbólgu B) og krabbameina en þessi notkun er hins vegar ekki orðin eins þróuð og hefðbundin fyrirbyggjandi meðferð gegn smitsjúkdómum. Bólusetningar verja ekki einungis þá sem eru bólusettir held- ur einnig þá sem eru óbólusettir (hjarðónæmi), að því gefnu að almenn þátttaka í samfélaginu sé 80-95%. Því er mikilvægt að halda uppi góðri þátttöku í bólusetningum svo koma megi í veg fyrir faraldra hættulegra smitsjúkdóma. Saga bólusetninga á Vesturlöndum nær aftur til ársins 1796 þegar Edward Jenner notaði kúabólu til að bólusetja gegn bólu- sótt (stórubólu) en bólusótt leiddi til dauða um 25% þeirra sem smituðust. Útbreidd bólusetning gegn bólusótt varð síðan til þess að henni var útrýmt úr heiminum á árinu 1979. Á 19. öldinni, í 188 LÆKNAblaðið 2018/104 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hjá Embætti landlæknis thorolfur@landlaeknir.is Myndina tók Ari Kárason ljósmyndari Þjóðviljans 11. janúar 1968 í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg (Egilsgötu). Hjúkrunarfræðingurinn Dagfríður Óskarsdóttir bólusetur lögreglumann gegn Asíuinflúensu. Mynd úr Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.