Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.2018, Side 29

Læknablaðið - 01.04.2018, Side 29
LÆKNAblaðið 2018/104 189 Þetta er ein þeirra greina sem Læknablaðið kallaði eftir í tilefni 100 ára afmælis Læknafélags Íslands. kjölfar uppgötvunar Jenners, gerðist hins vegar ekki mikið í þró- un nýrra bóluefna. Það var ekki fyrr en fljótlega upp úr 1900 að fram á sjónarsviðið komu ný bóluefni gegn alvarlegum smitsjúk- dómum eins og barnaveiki, stífkrampa, kíghósta og mænusótt. Á seinni hluta 20. aldar varð hins vegar sprenging í framleiðslu nýrra bóluefna og í dag eru framleidd bóluefni gegn tæplega 30 smitsjúkdómum. Þessi þróun leiddi til þess að í löndum þar sem bólusetningar hafa verið almennar og útbreiddar hefur nánast tekist að uppræta hættulega smitsjúkdóma sem áður lögðu fjölda einstaklinga að velli. Það má þó segja að bólusetningar hafi á ákveðinn hátt goldið fyrir velgengni sína því samhliða þessum árangri óx umræða um hugsanlegar alvarlegar aukaverkanir þeirra sem leiddi til minnkandi þátttöku í sumum löndum. Af- leiðingar þessa urðu að í mörgum löndum hafa faraldrar blossað upp aftur með skelfilegum afleiðingum. Fá lyf undirgangast eins viðamiklar og strangar rannsóknir hvað öryggi og árangur varðar og bóluefni áður en þau eru tekin í almenna notkun. Áður en bóluefni eru sett á markað eru þau rannsökuð hjá mörg þúsund einstaklingum til að kanna árang- ur þeirra og öryggi. Þessar rannsóknir geta hins vegar misst af mjög sjaldgæfum aukaverkunum og því er einnig fylgst náið með hugsanlegum aukaverkunum bóluefna eftir að þau hafa verið tekin í almenna notkun. Með þessu móti er hægt að finna mjög sjaldæfar aukaverkanir og endurmeta notkun bóluefnanna. Niðurstöður slíkra rannsókna hafa sýnt að alvarlegar aukaverk- anir bóluefna sem notuð eru hjá börnum í almennum bólusetn- ingum eru mjög fátíðar, eða um ein aukaverkun á hverjar 500.000- 1.000.000 bólusetningar. Þetta þýðir að á Íslandi má búast við einni alvarlegri aukaverkun á um 40 ára fresti. Fjöldi aukaverkana er þannig óverulegur í samanburði við þann árangur sem sést af bólusetningum. Upphaf bólusetninga barna á Íslandi má rekja aftur til ársins 1802 þegar byrjað var að bólusetja með kúabólu gegn bólusótt4 og var Ísland eitt af fyrstu löndum til að hefja almenna notkun á því bóluefni. Bóluefni gegn bólusótt var lengi vel það eina sem notað var og var foreldrum gert skylt að bólusetja börn sín. Í sögulegu samhengi hefur bólusetning með kúabólu verið eina skyldubólu- setningin hér á landi en sú skylda var afnumin með lögum árið 1978 þegar tekist hafði að útrýma sjúkdómnum í heiminum. Næsta bóluefni sem tekið var í notkun hér á landi var bóluefni gegn barnaveiki á árinu 1935. Árið 1950 voru sett lög um ónæmis- aðgerðir á Íslandi (nr. 36/1950) og í kjölfarið var ungbörnum boðin bólusetning gegn barnaveiki og kíghósta. Frá þeim tíma varð nokkuð hröð þróun í innleiðingu bólusetninga hér á landi eins og sjá má í töflu þar sem greint er frá sögulegu yfirliti yfir bólu- setningar á Íslandi. Fljótlega eftir að bólusetningarnar hófust hér Tafla. Sögulegt yfirlit yfir bólusetningar barna á Íslandi. Ár Bólusótt (1) Barnaveiki (2) Stífkrampi (3) Kíghósti (3) Mænusóttt Mislingar (4) Rauðir hundar (5) Hettusótt (6) Hib (7) Meningó- kokkar C (8) Pneumó - kokkar (9) HPV (10) 1802 x 1935 x x 1950 – 1953 x x x x 1956 x x x x x 1965 x x x x x x 1977 x x x x x x x 1989 x x x x x x x x 2002-2010 x x x x x x x x x 2011 x x x x x x x x x x x 1) Bólusett gegn bólusótt til ársins 1980. 2) Bólusetning gegn barnaveiki hófst vorið 1935 en varð hluti af almennum bólusetningum barna 1959. 3) Farið að bjóða ungum börnum uppá bólusetningu gegn kíghósta 1950 og stífkrampa 1953. Þessar bólusetningar urðu hluti af almennum bólusetningum barna 1958. 4) 1965 var byrjað að bjóða uppá bólusetningu gegn mislingum fyrir tveggja ára börn gegn greiðslu. Varð hluti af almennum bólusetningum barna 1976. Árið 1989 var farið að bólusetja við 18 mánaða aldur með MMR. 5) og 6) Einungis 13 ára stúlkur sem ekki voru með mótefni gegn rauðum hundum voru bólusettar fram til 1989. Eftir það voru allar stúlkur og drengir bólusettir með MMR bóluefninu sem inniheldur mótefnavaka gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt. 7) Hib - Haemophilus influenzae baktería af gerð b. 8) Árið 2002 voru einstaklingar fæddir 1983 (19 ára) og yngri bólusettir. Einnig ungbörn við 6 og 8 mánaða aldur. 9) Þriggja, 5 og 12 mánaða börn bólusett með próteintengdu bóluefni. 10) Einungis stúlkur við 12 ára aldur. Fyrstu árgangar voru 1998 og 1999.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.