Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.2018, Qupperneq 30

Læknablaðið - 01.04.2018, Qupperneq 30
190 LÆKNAblaðið 2018/104 á landi fór að draga úr tíðni þeirra sjúkdóma sem bólusett var gegn og má þakka það góðri almennri þátt- töku. Þegar litið er á árangur almennra bólusetninga hér á landi er hægt að fullyrða að hann sé frábær. Allar hafa bólusetningarnar nánast út- rýmt þeim sjúkdómum sem bólusett er gegn og hafa þær þannig komið í veg fyrir fjölda dauðsfalla og annarra alvarlegra afleiðinga. Í þessari greinargerð hefur aðal- umfjöllunin verið um almennar bólusetningar hjá börnum. Hins vegar má ekki gleyma bólusetning- um sem notaðar eru til að koma í veg fyrir alvarlegar sýkingar hjá full- orðnum einstaklingum og einstak- lingum á ferðum erlendis. Þessar bólusetningar eru algengar á Íslandi og má fullyrða að þær hafi einnig komið í veg fyrir margar alvarlegar sýkingar. Þó vel hafi tekist til í málefnum bólusetninga hér á landi er ljóst að þessi árangur er ekki sjálfgefinn. Á undanförnum árum hefur andstaða gegn bólusetningum farið vaxandi víða um heim, sem hefur leitt til minni þátttöku í mörgum löndum með þeim afleiðingum að bólusetningasjúkdómar hafa blossað upp með skelfilegum afleiðingum. Þó velvilji almennings í garð bólusetn- inga sé mikill á Íslandi gæti áróður andbólusetningasinna leitt til Myndirnar voru teknar á Þjóðskjalasafninu af skýrslum með spássíugreinum um bólusetta á landinu árið 1918 og úr bólusetningarskrá frá 1818. Vegna vantandi bóluefna var ekki hægt að bólusetja í Einarslóni né Malarrifi. Vantaði 29 daga til þess að vera tveggja ára en þótti réttara að bólusetja hana af þeirri ástæðu að bóluefni hefur ekki fengist árlega síðan Evrópuófriðurinn hófst 1914. Þeir sem eru bólusetjarar á Snæfellsnesi: tómthúsmaður, ljósmóðir og bóndi. Í nafni Kristjáns 9. Danakonungs vottar Oddur Oddsson læknir að hinn tveggja ára gamli Bergsteinn Kristinn hafi verið kúabólusettur vorið 1896. Þetta skírteini er inn- rammað á vegg sóttvarnalæknis.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.