Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.2018, Qupperneq 35

Læknablaðið - 01.04.2018, Qupperneq 35
LÆKNAblaðið 2018/104 195 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R og verulegur skortur á heimilis- og hér- aðslæknum. Heilbrigðisyfirvöld víða um heim glímdu við sama vandamál varð- andi mönnun og menntun lækna í heimil- islækningum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gaf til dæmis út nefndarskýrslu árið 1963 sem bar heitið Training Physicians for Family Practice. Þar er lagt til að komið verið á fót framhaldsnámi í heimilislækningum sem mæti þörfum fólks og heimilislækn- anna sjálfra. Lagt er til að þeir taki þátt í rannsóknum og kennslu. Þá vakti skýrsla Millis árið 1966 athygli í Bandaríkjunum og víðar, en þar er bent á nauðsyn þess að læknaskólar og heilbrigðisyfirvöld mennti lækna sem geti litið á einstaklinginn í heildrænu samfélagslegu samhengi. Á sama tíma (1963-1968) vann læknisþjón- ustunefnd á vegum Reykjavíkurborgar að tillögum til úrbóta varðandi heimilis- lækningar. Í nefndinni áttu meðal annarra sæti Páll Sigurðsson þáverandi trygginga- yfirlæknir og síðar ráðuneytisstjóri og Arinbjörn Kolbeinsson dósent í lækna- deild. Nefndin skilaði greinargerð sinni árið 1968 sem nefndist Læknisþjónusta utan sjúkrahúsa. Tillögur nefndarinnar voru í 22 liðum. Segja má að þar sé lagður grunnur að þeirri heilsugæslu sem við búum við í dag, enda birtist megnið af þessum tillög- um í lagafrumvarpi og reglugerðum um heilbrigðisþjónustu nokkrum árum síðar. Embætti landlæknis blandaðist eðli- lega inn í þessa umræðu og þróun, þar eð hlutverk landlæknis hefur frá upphafi verið að aðstoða við mönnun læknisstarfa, einkum úti á landi. Á árinu 1965 beindi Sigurður Sigurðsson landlæknir þeim tilmælum til menntamálaráðuneytisins að hafin yrði kennsla í „almennum lækn- ingum“ við læknadeild (Ólafur Ólafsson ofl. Læknablaðið 1977; 63: 167-74). Tómas Helgason prófessor var þá forseti lækna- deildar (1964-68). Forystusveit læknadeild- ar tók þessum tilmælum vel, en taldi fyrst nauðsynlegt að endurskoða alla kennslu í deildinni svo að slíkt nám lengdi ekki læknanámið. Tómas Helgason, ásamt Jónasi Hall- grímssyni prófessor, skiluðu greinargerð árið 1969 með tillögum að reglugerð fyrir læknadeild varðandi nýja námsskrá fyrir læknadeild. Þar er meðal annars lagt til að taka upp kennslu í heimilislækning- um: ,,Kennslan í þessari grein verður að vera allviðamikil og verður kostnaðarsöm í byrjun, þar eð byrja þarf á að afla húsnæðis fyrir heimilislækningastöð Læknadeildarinnar. Hún þarf að vera búin þannig, að þar geti verið lækningastofur fyrir alla 3 kennara deildar- innnar, 1 prófessor og 2 aðstoðarkennara hans, ásamt rannsóknarstofum og lækningastofum fyrir stúdenta.“ Enn fremur er tekið fram að þessar áætlanir geti tekið nokkurn tíma en jafnframt lagt til að stofna fyrst prófessors embættið og auglýsa það með góðum fyrirvara. Það var þó ekki fyrr en fjórum árum síðar sem staða prófessors í heimilislækn- ingum við HÍ var auglýst. Allir umsækj- endur voru hins vegar ekki metnir hæfir til starfans. Þessi niðurstaða hafði mikil áhrif, þar eð skilaboðin útávið voru þau að heimilislæknar yrðu að stunda vís- indastörf í ríkari mæli ef þeir ætluðu að skipa kennarastóla læknadeildar. Á árunum 1970-74 verða lykilbreytingar á íslenska heilbrigðiskerfinu sem höfðu Frá málþingi til heiðurs Jóhanni Ágústi Sigurðssyni sem haldið var 2. mars síðastliðinn. Fremst eru Jóhann Ágúst og Linn Getz eiginkona hans.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.